Vikan


Vikan - 02.12.1971, Side 85

Vikan - 02.12.1971, Side 85
FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX Neðstu þrepin slitna örar- en lausnin er á efsta þrepinu! HAFIÐ ÞÉR TEKIÐ EFTIR ÞVl — að teppið á neðstu stigaþrepunum slitnar örar en á hinum. Sandur, stein- korn, glersalli og önnur gróf óhreinindi, sem berast inn af götunni, þurrkast af skónum á neðstu þrepun- um, setjast djupt í teppið, renna til, þegar gengið er á því, sarga sundur hárin við botninn og slíta þannig teppinu ótrúlega fljótt. Og grófu óhreinindin berast líka inn á gólfteppin í sjálfri íbúðinni, inn um opna glugga og á skónum, því ekki er alltaf gengið um teppalagðan. stiga. En œðrist ekki - lítið bara upp hinn tækniiega þróunarstiga - þar blasir lausnin við NILFISK • heimsins bezta ryksuga! A EFSTA ÞREPINU: NILFISK VERNDAR GÓLFTEPPIN — því ekki skortir sogaflið, og afbragðs teppasogstykkið rennur mjúk- lega yfir teppin, kemst undir lágu húsgögnin (mölurl) og DJÚPHREINSAR fullkomlega. NILFISK slítur ekki teppunum, hvorki bankar né burstar, en hreinsar mjúklega með nægu, stillanlegu sogafli. FJÖLVIRKARI — FLJÓTVIRKARI — VANDVIRKARI - ÞÆGILEGRI — HREINLEGRI — TRAUSTARI • fleiri og betri fylgistykki • fjöldi aukastykkja: bónkústur, fatabursti, málningarsprauta, hitablás- ari, húsdýraburstar, blástursranar o.m.fl. • meira sogafl • stöðugt sogafl • stillanlegt sogafl • hljóður gangur • hentug áhaldahilla • létt og lipur slanga • gúmmístuðari • gúmmíhjólavagn, sem eltir vel, en taka má undan, t.d. í stigum • hreinlegri tæming úr málmfötunni eða stóru, ó- dýru Nilfisk pappírs-rykpokunum • áratuga reynsla • dæmalaus ending • ábyrgð • traust vara- hluta- og viðgerðaþjónusta • gott verð og greiðsluskilmálar. SÍMI 2 44 20 — SUÐURGÖTU 10 vegna þess að sum þau lönd, sem eru og hafa verið að yfir- gnæfandi meirihluta kaþólsk, eru auðkennd af stórvöxnum Þjóðfélagsvandamálum. Á síð- asta ári ætlaði Lútherska Heimssambandið að hafa al- Þjóðaþing sitt, sem haldið er á fimm ára fresti, í Brasilíu. En það var horfið frá því í mótmælaskyni við stjórnarfar- ið í landinu og til þess að votta samstöðu með þeim, fyrst bg fremst með þeim kaþólsku mönnum, sem eiga í baráttu og sæta ofsóknum vegna þess að þeir standa með þeim snauðu og kúguðu. Lútherska heims- þingið (haldið í Frakklandi) samþykkti síðan að mæla með Því ,að Hilder Camara, erki- biskup, fengi friðarverðlaun Nóbels. Og Alkirkjuráðið, sem er samstarfsvettvangur allra kirkjudeilda annarra en ka- þólskra, veitir minnahlutahóp- um, sem eiga í höggi við rang- sleitni og arðrán, virkan stuðn- ing. — Hvert er álit yðar á Jesú- dýrkun þeirri, er einkum gæt- ir meðal unglinga í Bandaríkj- unum og virðist framhald hippahreyfingarinnar? — Ég þekki ekki hreyfing- una af eigin kynnum, aðeins af orðspori. En margt það, sem niér hefur verið hermt eða ég hef lesið um hana, hefur glatt niig, þó að ég sé tortrygginn á dægurbólur. Vel getur þetta verið tízkúbóla. En þótt svo reynist, munu margir einstakl- ingar búa varanlega að þeim áhrifum, sem þeir hafa orðið fyrir. Meðal þeirra eru menn, sem hafa losnað úr álögum eit- urlyfja. En hreyfingin er ekki einskorðuð við fyrrverandi eit- urlyfjaneytendur eða hippa. Hún lætur verulega til sín taka meðal skólafólks almennt. Hún tekur á sig ýmsar myndir. Kannski blandast eitthvað óheilbrigt í hana stundum. En leitin að heilbrigðu lífi, afneit- un yfirborðsmennskunnar, dul- in og ber mótmæli gegn ein- hliða áherzlu á þægindi, lífs- kjör, peninga, þetta hefur um skeið verið talsvert áberandi einkenni á ungu fólki víða. hað er hvorki nýtt né að mínu áliti kynlegt, þótt Jesús dragi að sér athyglina og valdi hvörf- um í lífsafstöðu hjá ungu fólki, sem leitar að hugsjón, tilgangi, leiðtoga, lausn og lækningu. Ég veit, að Jesús Kristur hef- Ur þetta að bjóða. En um fram- tíð þessarar hreyfingar, sem hér um ræðir, er of snemmt að spá. Ég bíð átekta hvað það snertir. — Undanfarið hefur gætt mikið hneigðar til dultrúar ým- iss konar, áhugi á austrænum trúarbrögðum og heimspeki er mikill, á hugrækt og jóga. Áhugi á göldrum og djöfla- dýrkun (satanisma) hefur einn- ig verið í vexti, og er jafnvel talað um heiðna endurreisn í því sambandi. Svalar þetta trúarþörf, sem kirkjan hefur vanrækt? — Þessu er að nokkru svar- að með því, sem sagt var hér næst á undan. Um það, hvort alls kyns kynlegir kvistir, sem spretta á andlega sviðinu til og frá, eigi rót sína að rekja til þess, að kirkjan hafi vanrækt að svala þörf, hef ég það að segja fyrst og fremst, að svo hlýtur kirkjan sjálf jafnan að spyrja, þegar einhverju slíku skýtur upp í umhverfi, sem hún hefur haft einhverja að- stöðu til að hlynna að og rækta. Hún verður alltaf að beita sjálfa sig harðri og raunsærri gagnrýni. Allt um það kann að vera réttmætt að spyrja á hinn veginn líka: Eru ekki einhverj- ir til, sem vanrækja kirkjuna? Það gerist stundum, að menn verða í hugsunarleysi viðskila við hana og allt hennar líf, lenda í andlegu svelti, án þess að gera sér alltaf grein fyrir því, rekast síðan á eitthvað úr annarri átt, stundum langt að rekið, og finnst þeir fá þar 48. TBL. VIKAN 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.