Vikan - 02.12.1971, Side 89
húsið ásamt lóð og útihúsum
fyrir 1350 ríkisdali, eða sem
svaraði 2700 krónum. Jórunn
átti þá að flytjast úr húsinu,
en til þess að hún lenti ekki í
vandræðum, fiéllst Smith á að
greiða henni nokkurn húsa-
leigustyrk.
Jórunni kom ekki til hugar
að fara úr húsinu. Hún sat sem
fastast og leið svo fram í apríl
1859.
Þá var Vilhjálmur Finsen
bæjarfógeti hér. Um miðjan
apríl bað Martin Smith bæjar-
fógeta um aðstoð til þess að
koma Jórunni á burt úr húsinu.
Hinn 19. apríl fór svo bæjar-
fógeti heim til hennar, ásamt
Þorvaldi Stephensen verzlun-
arstjóra Smiths. Þegar þeir
komu þar, lá Jórunn í rúminu
og kvaðst vera veik. Þorvaldur
krafðist þess að hún yrði borin
út, en Jórunn mótmælti harð-
lega og kvaðst aldrei mundu
fara úr húsinu. Seinna um dag-
inn var svo annað réttarhald
þar heima og voru þá viðstadd-
ir Lárus Hallgrímsson Scheving
sem fulltrúi Jórunnar, og þeir
Jón Guðmundsson ritstjóri og
Hannes St. Johnsen kaupmaður
sem umráðamenn barna henn-
arar. En þar gekk ekkert saman
og hvarf bæjarfógeti frá við svo
búið.
Daginn eftir skýrði Þorvald-
ur Stephensen landfógeta frá
bví, að hann hefði átt tal við
Jón Hjaltalín landlækni og
hefði landlæknir sagt, að við-
sjárvert væri að flytja Jórunni
úr húsinu vegna lasleika henn-
ar. Yrði því að skjóta málinu á
frest, en jafnframt krafðist Þor-
valdur þess að hún yrði borin
út undir eins og læknir teldi
hana ferðafæra. Leið svo næsta
vika, að ekkert gerðist í málinu.
Hinn 27. apríl taldi landlækn-
ir að Jórunn væri orðin ferða-
fær og mætti nú flytja hana úr
húsinu. Var þá ekki beðið boð-
anna og fór bæjarfógeti heim
til hennar, ásamt Þorvaldi, og
var þar réttur settur. Jórunn
bar sig aumlega og kvaðst vera
svo veik, að hún væri ekki
ferðafær. Þá var landlæknir
sóttur. Hann taldi að hættulaust
væri að flytja Jórunni, ef hún
væri borin í rúmi og farið var-
lega með hana. Þó væri hún
þannig skapi farin, að vel
gæti verið að hún fengi krampa
af geðshræringu, og það gæti
orðið hætt.ulegt. Einnig gæti svo
farið að hún reyndi að verja
sig. ef hana ætti að bera út með
vaidi, og væri óvíst hvaða
heilsutjón hún gæti hlotið af
því.
Allt á sama staö Laugavegi 118-Sími 22240
EGILL VILHJÁLMSSON HE
Sunbeam72
er4dyra, 5manna í
lúxusbíll og kostar i
265.400kr.
vegna hagstæöra
samninga við
verksmiójurnar
CREME
FRAICHE
I grœnmetissalöt
Notið sýrðan rjóma sem idýfu með
söxuðu grcenmeti í stað t. d.
mayonnaise.
MJÓLKURSAMSALAN í REYKJAVÍK