Vikan


Vikan - 02.12.1971, Side 90

Vikan - 02.12.1971, Side 90
GJAFAVÖRUR KONICA MYNDAVÉLAR KVIKMYNDA- TÖKU OG SYNINGARVÉLAR /4>\ SÝNINGARTJÖLD STÆKKARAR SEGULBÖND - ÚTVÖRP SJÖNAUKAR SENDUM í PÖSTKRÖFU AUSTURSTRÆTI LÆKJARTORGI Bæjarfógeti leitaðist nú við að koma á sættum. Bauðst Þor- valdur þá til þess að greiða Jór- unni miklu hærri húsaleigu- styrk en um var samið, gegn því að hún færi góðfúslega úr hús- inu næsta dag og afhenti sér lyklana. Þetta boð skyldi standa til hádegis. Morguninn eftir komu þeir bæjarfógeti og Þorvaldur enn heim til Jórunnar, en þá var húsið harðlæst og enginn gegndi hvernig sem þeir börðu. Þor- valdur kallaði þá inn um glugga, að húsið yrði brotið upp, ef ekki væri opnað þegar í stað. Þetta hreif, nú var húsið opnað. Jórunn lá í rúminu og kvaðst vera mikið veik. Landlæknir var þá sóttur og sagði hann að hún væri nú veikari en daginn áður, og kvaðst hann ráða frá því að hún væri borin út. Þor- valdur krafðist þess þá að fá sér afhenta lykla hússins, en Jórunn harðneitaði að verða við því. Þorvaldur bað um úrskurð bæjarfógeta og varð úrskurð- urinn á þessa leið: „Lyklarnir að því umrædda húsi eiga þeg- ar að afhendast verzlunarfull- trúa Þorvaldi Stephensen sem umboðsmanni konsul M. Smith, og bera honum frá því umráð yfir húsinu.“ Að því loknu krafðist Þorvaldur þess að Jór- unn yrði borin út með valdi, hvenær sem hún teldist ferðá- fær. En Jórunn mótmælti harð- iega úrskurðinum og allri gerð- inni. Og enn urðu þeir að hverfa frá. Nú leið enn vika, en 5. maí eru þeir bæjarfógeti og Þor- valdur komnir heim til Jórunn- ar fyrir hádegi og er réttur sett- ur þar. Er nú bezt að láta Vil- hjálm Finsen bæjarfógeta sjálf- an segja frá því er gerðist, og er réttargerðin á þessa leið: „Þorvaldur krafðist þess að Jórunn yrði borin út í dag og lagði fram bréf frá landlækni dagsett í dag. Jórunn lá í rúminu. Bréf læknis var lesið fyrir henni og krafa Þorvalds. Hún kvaðst alls ekki flutningsfær vegna veik- inda sinna og mótmælti því að hún yrði flutt í dag. Lárus Scheving kvaðst ekkert hafa að segja sem verjandi hennar, það væri fógetans að skera úr því hvort vottorð læknisins ætti að gilda, eða skýrsla frúarinnar um veikindi sín. Þorvaldur krafðist þess að hún yrði þegar borin út. Þess ber að geta, að frú Gunn- laugsson, meðan þetta var bók- að og frá því fógetaréttur var settur, hefir haldið áfram að brúka óþæg orð um beiðandann og fógetaréttinn, og að óska ills yfir alla þá sem að þessari fó- getagerð eiga hlut, og óskaði hún bókað, að hún vildi ekki fara úr húsinu fyrr en hún væri orðin svo frísk að hún gæti sjálf á sínum eigin fótum gengið eða þá líka að hún andaðist og börn hennar yrðu borin út úr því. Þorvaldur heimtaði úrskurð og féll hann svo: „Þar eð landlæknir í vott- orði sínu í dag hefir álitið að frú Gunnlaugsson sé flutn- ingsfær úr húsinu, þegar þess er gætt hvað meðferðina á henni snertir, sem í téðu vott- orði er til greint, geta mótmæli hennar gegn slíkum flutningi sem byggð eru á því að hún veikinda sinna vegna eigi sé flutningsfær, eigi tekizt til greina, og hlýtur hún því, sam- kvæmt kröfu beiðanda, að fiytjast. úr húsinu.* Eftir að úrskurðurinn var lesinn upp, gaf fógeti henni enn frest til klukkan 2% síðdegis til að flytjast sjálf úr húsinu, en sé hún þá eigi farin, verði hún borin út. Sama dag kl. 2.45 kom fóget- inn enn og var Jórunn ekki flutt. Húsið var læst og þrátt fyrir það, að fólkinu fyrir innan var sagt að ljúka upp, var þó ekki lokið upp, heldur varð verzl- unarstjóri Þorvaldur Stephen- sen að brjóta rúðu og taka úr glugga, og fór þvi næst einn inn og sprengdi upp götudyrnar, hvareftir ennfremur var nauð- synlegt að sprengja upp dyrn- ar að herbergi frú Gunnlaugs- son þar eigi var lokfð upp góð- viljuglega. Fógeti gat þess, að hann hefði rétt í þessu talað við Hjaltalín landlækni og hann sagt að ekk- ert væri því til fyrirstöðu veð- urs vegna að frúin væri flutt úr húsinu. Jórunn lá í rúminu og kvaðst vera svo veik, að ekki mætti hreyfa sig. Fógetinn hefur kvatt til fjóra menn að flytja frú Gunnlaugs- son, og er þess að geta, að syst- ir hennar, Guðríður Guðmunds- dóttir á Grímsstöðum, er til staðar, og skoraði fógetinn á hana að aðstoða systur sína til annað hvort að klæðast, ef hún gæti það, eða hún flytti sig sjálf með styrk hennar í næsta rúm, hvar í hún virðist með hægasta móti verða flutt. Gaf fógetinn þeim nokkurn frest til þessa, en þessi frestur var eigi notaður. Fógetinn gaf nú ofangreind- 90 VIKAN 48. TBL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.