Vikan - 13.01.1972, Page 3
2. tölublaS - 13. janúar 1972 - 34. árgangur
Er SvíþjóS
enn til fyrir-
myndar?
Svíþjóð er það land, sem
talið er standa fremst
i Evrópu hvað velferð
snertir. Þangað eru fyrir-
myndirnar sóttar, ekki
sízt hér á landi. En er
Sviþjóð enn það fyrir-
myndarriki, sem af er
látið?
Sjá grein á bls. 6.
Saga stór-
brotins
persónu-
leika
Benjamín Franklin er
einn stórbrotnasti per-
sónuleiki, sem uppi hefur
verið. Hann var ótrúlega
fjölhæfur; allt i senn:
prentari, rithöfundur,
stjórnmálamaður og vis-
indamaður.
Sjá grein á bls. 12.
Meistari
skíSa-
göngunnar
Örn Eiðsson segir að
þessu sinni frá skiða-
göngumanninum Nils
Karlsson, einum mesta
íþróttamanni Svía fyrr og
siðar. Nú fer timi skíða-
iþróttarinnar einmitt í
hönd hjá okkur og fer
þvi vel á þvi að segja
frá þessum meistara
skiðagöngunnar. bls. 18.
KÆRI LESANDI!
Það er sitt af hverju á dagskrá
hjá okkur á þessu nýbyrjaða
herrans ári, Þegar hátíðarnar eru
endanlega um garð gengnar með
þrettándanum, tekur við heldur
dauflegur tími. Menn halda að
sér höndnm, eins og þeir séu að
safna kröftum til að leggja til
atlögu við nýja árið. Á þessum
tíma hafa menn því þörf fyrir
gott lestrarefni, og munum við
leitast við að sjá þeim fyrir því
eftir beztu getu — eins og við
gerum reyndar alltaf.
í þessu blaði beinum við at-
hyglinni að Svíþjóð og þeirri
spurningu, hvort það ágæta land
sé cnnþá slíkt fyrirmyndarríki,
sem af er látið. Þá taka við tvær
greinar sögulegs efnis. Önhur
segir frá hinum óviðjafnanlega
Benjamín Franklin, bernsku
hans og uppyexti. Hann var sex-
tán ára prentnemi, en iók við
rilstjórn blaðs bróður síns, þeg-
ar sá tiíðarnefndi var settur i
fangelsi fyrir stjórnmálaskrif.
Ilin greinin fjallar um Balfour,
manninn sem gaf Gyðingum
ísraek Deilan fyrir botni Mið-
jarðarhafs er stöðugt í kastljósi
og þess vegna tímabært að rifja
upp söguna af því, hvernig Isra-
elsrlki varð til. Örn Eiðsson held-
ur áfram að segja frá frægum
íþróttamönnum og tekur til með-
ferðar í þetta skipti meistara
skíðagöngunnar, Nils Karlsson.
EFNISYFIRLIT
GREINAR BLS.
Er Svíþjóð ennþá fyrirmyndarríki? 6
Prentneminn, sem varð ritstjóri, fyrsta grein um Benjamín Franklin 12
Hann gaf Gyðingum Israel 16
Meistari skíðagöngunnar, Orn Eiðsson skrifar um fræga íþróttamenn 18
Er plastið byggingarefni framtíðarinnar? 24
Hve glöð er vor æska, sagt frá nýjum sjónvarpsþætti 28
Ég hef átt mjög erfiðar stundir 48
SÖGUR
Skarpskyggni, smásaga 8
Nornanótt, framhaldssaga, 8. hluti 10
í skugga eikarinnar, framhaldssaga, 11. hl. 20
ÝMISLEGT
Pinnabrauð, Eldhús Vikunnar, umsjón: Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari 26
Simp!icity-snið 23
Flugvélar á Islandi 22
Síðan síðast 46
FASTIR ÞÆTTIR
Heyra má 14
Pósturinn 4
Myndasögur 35, 38, 42
Krossgáta 31
Stjörnuspá 32
Mig dreymdi 44
1 næstu viku 50
FORSÍÐAN
Forsíðan minnir á tvær greinar i þessu blaði.
Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar stendur
við hliðina á þokkadís, sem sveipar sig sænska
fánanum í tilefni af greininni: Er Sviþjóð ennþá
fyrirmyndarriki. Hin myndin er af frumlegri
byggingu úr plasti, sem margir spá að sé bygg-
ingarefni framtíðarinnar.
VII\AIN Útgelandl: Htlmtr hí. Rltstjórl: Gylfl
Gröndal. Btaöamenn: Dagur Þorlelfsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdlmarsson. Útlitstelknlng:
Slgurþór Jakobsson. Auglýslngastjórar: SlgriSur
Þorvaldsdóttlr og SlgrtSur Ólafsdóttir. — Rltstjórn,
auglýsingar, afgrelðsla og drelílng: Sktpholtl 33.
Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð t lausa-
sölu kr. 60.00. Askrtftarverð er 575 kr. fyrlr 13 tötu-
blöS ársfjórSungslega eCa 1100 kr. fyTlr 26 blöð
missertslega. ÁskrlftargjaldtC grelSlst fyrtrfram.
Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mal og ágúst.
2. TBL. VIKAN 3