Vikan


Vikan - 13.01.1972, Page 6

Vikan - 13.01.1972, Page 6
ER SVÍÞJÓÐ ENNÞÁ FYRIRMYNDARRÍKI ? í Svíþjóð hafa flestir meira en nóg til brýnustu lífsnauðsynja, en samt færist óánægja og ergelsi meðal almennings ívöxt, verkföll eru gerð og fólk flytur úr landi. Hvað veldur þessu í landi, þar sem lífs- kjör eru bezt í heimP Knut Svanberg er einn þeirra Svía, sem bezt teljast stæðir. Hann á hús með garði í Násby Park, útborg frá Stokkhólmi í tuttugu hrað- brautarmínútna fjarlægð frá miðborginni. Húsið lætur raun- ar ekki mikið yfir sér, stíllinn einfaldur, viðarþiljað, tuttugu ára gamalt. En í Svíþjóð er það kallað ,,villa“ og þarna naut Knut Svanberg langa hríð lífsins milli skógar og vatns. A sumrin sigldi hann, á vetrum fór hann á skíðum. Hann var bjartsýnn. Honum þótti vænt um konuna sína og börnin þrjú, hann hafði miklar tekjur og var heilbrigður. í meginatriðum er þetta ástand ennþá óbreytt. Knut Svanberg, þrjátíu og sex ára að aldri, er sölustjóri hjá stönd- ugu útgáfufyrirtæki í Stokk- hólmi og þarf hvorki að hafa áhyggjur út af eigin afkomu eða neinu í sambandi við einka- lífið. Þó skiptir húsið í Násby Park hann ekki eins miklu og áður, enda er hann að selja það. Síðan pakkar hann saman og flytur til Þýzkalands; hefur fengið vinnu hjá fyrirtæki í Frankfurt am Main. Knut Svanberg og hans fólk gerir sér vel ljóst, að það muni sakna margs úr gamla um- hverfinu. „Ég held ég sakni bátsins mest,“ segir Knut, „en sjálfsagt er' einnig hægt að venja sig á að lifa án hans.“ Hvers vegna hann tekur þá áhættu að byrja nýtt líf er- lendis á hann ekki auðvelt með að útskýra. „Það er svo margt. sem ég er einfaldlega búinn að fá mig fullsaddan af,“ segir hann. Fyrst og fremst eru það skattarnir, en hátekjumenn sína skattleggja Svíar öllum öðrum þjóðum hærra. Af rúm- um sextíu þúsund króna mán- aðarlaunum Knuts fer helm- ingurinn í skatta. Að vísu vinn- ur kona hans úti sem kennari, en bæði eru þau skattlögð sem einhleypingar væru, þar eð fjölskyldan fær enga styrki frá því opinbera, nema ef telja skyldi rúmar fimmtán hundr- uð krónur, sem borgaðar eru með hverju barni á mánuði. En það voru ekki skattarnir einir, sem gerðu að verkum að Olof Palme, hinn ungi forsætis- ráðherra Svía, lifir óbrotnu lífi. Hér er hann í Malmö að taka ferjuna yfir til Kaupmannahafnar. Þá ferð fór hann einn og fylgdar- laus, hvað í flestum öðrum lönd- um hefði verið talin hrein fífl- dirfska af þjóðarleiðtoga. Knut yfirgefur nú húsið sitt og bátinn. Nokkru veldur líka þar um almenn, vaxandi gremja í umhverfi hans. Knut er einn þeirra, sem gramur er, en langt í frá sá eini. Atvinnuleysi, verðbólga og lágir vextir. Sitthvað hefur breytzt í Sví- þjóð. Um langt skeið hafa Sví- ar verið mjög svo ánægðir með sjálfa sig og fullir stolts yfir því að vera fyrirmyndarríki. Nú er farið að draga úr þessu sjálfstrausti. í þjóðfélags- og stjórnmálum gerast veður vá- lyndari en fyrr, og þau Svan- bergshjón eru ekki þau einu, sem pakka saman og flytja úr landi. Þeir fyrstu sem urðu varir breytinga til hins verra voru erlendir gestvinnumenn, með þeim afleiðingum að árið 1971 yfirgáfu fleiri Svíþjóð en fluttu þangað inn. Þessi veðrabreyting er gjarn- an miðuð við forsætisráðherra- skiptin ekki alls fyrir löngu. Haustið 1969 dró Tage Erland- er, sem verið hefur forsætisráð- herra í tuttugu og þrjú ár, sig í hlé. Hann lét eftir sig helgi- sögn um þjóðarheimili, ríki sem tryggði öllum sínum borg- urum velferð og félagslegt ör- yggi. Lífskjör í Svíþjóð voru bezt í heimi næst því sem gerð- ist í Bandaríkjunum og raun- ar betri, þar eð þau komu miklu jafnar niður. f Banda- ríkjunum bjó ennþá margt fólk við augljósa neyð, þrátt fyrir allt ríkidæmið, en svoleiðis smánarflekki voru Svíar löngu búnir að losa sig við. Svíþjóð varð fyrst allra ríkja heims til að taka upp skyldubundna kyn ferðisfræðslu í skólum, opin betrunarhús og eftirlaun og ellilífeyri fyrir alla. Bæði Sví-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.