Vikan


Vikan - 13.01.1972, Síða 19

Vikan - 13.01.1972, Síða 19
meistari í 50 km skíðagöngu í St. Moritz 1948, auk fjölmargra annarra sigra, sem of langt yrði upp að telja. Verðlaunin, sem Mora-Nisse hlaut á sinum langa og við- burðarríka keppnisferli skipta mörgum hundruðum. En sé hann spurður um, hver þeirra honum þykir vænst um, verður svarið ávallt hið sama. Hann bendir á einn minnsta pening- inn í safninu, sem hann hlaut 1944, er hann sigraði í öllum þremur vegalengdum sænska meistaramótsins í skíðagöngu, en slíkt hafði aldrei gerzt áður. Þá bendir hann á verðlaunin fyrir Vasagönguna 1945 og loks á olympísku verðlaunin. Mora- Nisse handleikur litla verð- launapeninginn, sem hann fékk sem heiðursverðlaun á SM i Boden 1944. Þessir peningur minnir á mesta afrek, sem unn- ið hefur verið i sænskri skíð,a- göngu. Mora-Nisse sigraði á öllum vegalengdum, eins og áð- ur sagði og hafði auk þess bezta millitíma í boðgöngunni. Keppnin í skíðagöngunni var geysihörð, og menn skulu minn- ast þess, að áður en Mora-Nisse vann þessi glæstu afrek, hafði það aðeins komið fyrir þríveg- is, að einn og sami maðurinn sigraði á tveimur vegalengdum. Það var 1926, þegar Hedlund sigraði i 20 og 60 km göngu, og 1940 og 41, er Dahlquist var meistari í 15 og 30 km göngu. Mora-Nisse „sló í gegn“ sem göngumaður á alþjóðamæli - kvarða 1943 og hafði þá nærri unnið sigur á öllum vegalengd- um SM. Hann sigraði í 30 og 50 km göngu og var aðeins 17 sekúndur frá sigrinum í 15 km göngu, í þeirri grein sigraði Nils Persson, mjög sterkur göngu- maður, sem síðar varð olympíu- meistari. Mora-Nisse var ótrú- lega óheppinn í 15 km göng- unni. Þegar hann lagði af stað var blautt og þungt færi, en er Persson var ræstur skömmu siðar fór að frjósa og hann fékk skotfæri, eins og sagt er. Og svo kom árið 1944, en þá gerðist það ótrúlega. Mora- Nisse sigraði á öllum vega- lengdum. Ýmsir yppta e.t.v. öxlum og finnst ekki eins mikið til um þetta afrek og það raun- verulega er. En í skíðagöngu kemur margt til greina (og það er ekki ávallt sá bezti sem sigrar). Rásnúmer skiptir veru- legu máli, stundum kemur það fyrir, að keppendur falla, og þá verður sá, sem næstur kemur að stökkva út úr brautinni, en slíkt tefur að sjálfsögðu. Þýð- ingarmesta atriðið fyrir göngu- manninn, er samt áburðurinn, hann getur algerlega skipt sköpum í keppninni. í langri göngu er þetta sérstaklega þýð- ingarmikið, því að veður getur stundum breytzt meðan gangan stendur yfir. Skíðagöngumaður verður eiginlega að vera brot af veðurfræðingi. Þar sem göngubraut er mishæðótt, getur verið mjög vandasamt að nota rétta áburðinn, á ákveðnum blettum er sólbráð, en annars- staðar nær sólin ekki að hella geislum sínum og þá er göng- manni vandi á höndum. Allt þetta og ýmislegt fleira gerir skíðagöngu erfiðari en flestar íþróttagreinar aðrar, mikill göngumaður getur aldrei geng- ið að vísum sigri. En nú skulum við snúa okk- ur að sænska meistaramótinu í Boden 1944. Göngubrautirnar þar eru miög erfiðar, landslag er mishæðótt, veður var einnig varhugavert fyrir göngukapp- ana er keppnin fór fram, kalt á morgnanna, hálfgerð hláka um miðjan daginn með mikilli sól. Það var vandasamt að nota rétt- an áburð og meðhöndla hann skynsamlega. Þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem hér hafa verið nefndir, var enginn í vafa um það, að Nils Karlsson eða Mora-Nisse myndi sigra á öllum vegalengdum og það gerði hann svo sannarlega og sigrar hans héngu ekki á neinum bláþræði og til gamans nefnum við tímamuninn á hon- um og næsta manni. í 15 km göngunni var Sjödin næstur, t’mamunur 1 mínúta og 20 sek- úndur í 30 km göngu var Lundmark annar, tímamunur 3 mmútur og 13 sekúndur. f 50 km göngunni var Gösta Karls- son annar, tímamunur 7 mín- útur og 6 sekúndur og í boð- göngunni hlaut Östensson næst- bezta tímanna, 38 sekúndum ’akari on tími Mora-Nisse, sem var sá bezti. f boðgöngu gengur hver keonandi 10 km. Hugsan- ’pc* er, að einhver vinni svipað afrek síðar, en hæDÍð er að nokkur hafi slíka yfirburði og Framhald á hls. 40. Skærasta stjarna skíðaíþróttarinn- ar í SvíþjóS, Mora-Nisse Karlsson, kemur aS marki sem sigurvegari í 5 mílna göngunni á Olympíuí leikunum í St. Moritz.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.