Vikan


Vikan - 13.01.1972, Side 47

Vikan - 13.01.1972, Side 47
Feitustu tvíburar í heimi Um allan heim keppist fólk við að setja met í hinu og þessu og satt að segja hefur okkur stundum alveg þótt stórmerki- legt hvað fólki hefur dottið í hug. Eru Bandaríkjamenn mjög gjarnir á, þetta, enda eru þar engir taldir „alvörumenn“ nema þeir eigi met í einhverju. Og mannverurnar hér á myndinni eiga met. Þeir eru feitustu tví- burar í heimi og eftir að hafa séð myndina vonar maður heitt og innilega að þeir eigi metið, en ekki einhver annar. Annars heita þeir Bill og Ben cCrary og búa í Henderson í Norður- Karólínu. Bill er til vinstri og er 288 kíló og Ben er 252, en samtals eru þeir rúmlega hálft tonn. Sem betur fer eru þeir ekki giftir. Rolls Royce fyrir 12.000 krónur íslendingar hafa hingað til ekki getað eignast Rolls Royce, aðallega vegna þess að verk- smiðjurnar vilja ekki selja hing- að bíla, en nú ætti að vera að leysast úr þeim vanda. Nú ættu langflestir að geta eignast Rolls, en að vísu er hann ekki nema eftirmynd og er hlutfallið 1:18. Eftirlíkingar þær sem nú er verið að selja (og auðvitað renna þær út) eru Rolls árgerð 1932, og er bíllinn samansettur úr 2000 hlutum. Verðið er að- ein 12000 krónur íslenzkar og ætti hver meðalskussi að geta sett bílinn saman. Þá er einnig hægt að fá bílinn samansettan á maghoníborði með spegli — svo hægt sé að skoða undir- vagninn — en þá kostar hann aðeins meira, eða rétt rúm 32.000. § * * Ólympíuljósiö M.örgum Reykvíkingum þykja ljósin á Melavellinum nógu sterk, en í samanburði við ljósin sem núverið voru sett upp á Ólympíusvæðinu í Miin- chen og eiga þeir að vera miklu betri en þeir sem áður hafa verið notaðir víða um heim; m.a. á ,,dagsbirtan“ sem þeir gefa frá sér að vera mun eðli- legri. Tvífari forsetans Vestur í Ameríku heitir for- setinn Richard Milhouse Nixon. Þar býr einnig maður að nafni Richard M. Dixon og er sá svo líkur forsetanum, að tíðindum þykir gegna. Dixon er leikari og var skírður James La Ros, en nú hefur hann látið breyta nafni sínu og treður upp í klúbbum, sjónvarpi og á kabar- ettum og þar hermir hann eftir forsetanum. Á göt'um úti er hann stöðvað- ur hvað eftir annað til að gefa fólki eiginhandaráritanir og sagan segir að ekki alls fyrir löngu hafi Henry Kissinger, að- alráðgjafi Nixons, skipað Dixon að fara og kaupa fyrir sig vindla ... En það er varla satt. • Um fimm mánaða skeið hefur verið borað eftir olíu víðs vegar á Skáni, en ekkert komið í leitimar enn. En Sví- ar eru ekki á því að gefast upp, og benda á að lengur hafi Norð- menn mátt leita, áður en þeir fundu nokkurn olíuvott í sínum parti af Norðursjónum. ☆ • Bandaríkin hyggjast nú taka upp metrakerfið á næstu tíu árum, og er talið að sú breyting muni kosta tvö- til fjögurþúsund milljarða króna. ☆ 2. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.