Vikan


Vikan - 13.01.1972, Síða 49

Vikan - 13.01.1972, Síða 49
Myndirnar tvær á þessari síðu eru af Nyree Dawn Porter, ný mynd af henni í leikhléi og af henni og Jo Forsyte, sem varð eiginmaður hennar í Forsytesögunni. ur þess að vera kona — reynd- ar er hún nokkuð lík mér sjálfri. — Hvernig var það að verða heimsfræg fyrir leik í Sögu Forsyteættarinnar? — Notalegt, segir hún ein- faldlega og blæs frá sér reykj- armekki. — Hvað kemur yður til að hlæja. — Mín eigin mistök. —- Viljið þér segja eitthvað um framtíðaráætlanir? — Ég geri aldrei neinar áætlanir. Ég hef lært það af reynslunni. — Hvernig eyðið þér kvöld- unum? — Mér þykir gaman að skylmast. Og svo er ég mikið ein, mér þykir gott að vera ein. Reyndar dyljast með mér fleiri manngerðir, sem ég er nú smátt og smátt að kynnast. Ég er tilfinninganæm, það er satt, en ég get útilokað tilfinn- ingasemina, ef ég þarf á því að halda. Ég held það sé vegna þess að ég hef verið dansmey — ég hef vanizt því að líta á líkama minn sem tæki. — Eruð þér nokkuð að hugsa um nýtt hjónaband? — Ég ætla aldrei að gifta mig aftur. Það er miklu auð- veldara að vera sjálfs sín herra, þótt maður búi með einhverj- um. Þá er einfaldlega hægt að fara, ef manni tekst ekki vel í sambúðinni. Ég held ég þoli ekki þvingun hjónabands aft- ur. En ástin er sannarlega til . . . Það er hræðilegt að verða ástfangin af mótleikara sínum. Ég þekki það af reynslunni. É'g er ákaflega næm fyrir því ef einhver verður ástfanginn af mér, það höfðar til tilfinninga Þessi mynd er af Irene og Bossi- ney, arkifektinum unga, sem hún unni. minna . . . Ég veit hvað ást er -—• það er að geta hlegið og grátið saman. Hún lítur í spegil. — Hláturhrukkur, segja þeir, en ég veit betur. Ég veit upp á hár hvernig ég kem til með að líta út. Þegar ég var förðuð sem Irene á gamáls aldri, sá ég móður mína fyrir mér. Og þá datt mér í hug að greiða mér á sama hátt og móðir mín gerir. — Fjölskylda mín býr á Nýja Sjálandi. það er mjög langt í burtu. Þar er mjög fagurt landslag, fagurt og notalegt. Fólk spyr hvort foreldrar mín- ir séu ekki hreyknir af mér . . . það er ég sem er hreykin af þeim. ' — Hvaða leikkonur dáið þér mest? —■ Garbo. Ég er hrifin af látleysi hennar, og það sama er að segja um Ingrid Berg- man. — Þér lítið út fyrir að kunna að meta munað, eins og Irene. Maður gæti varla átt von á að hitta yður í neðan- jarðarlest. — Já, ég elska munað. En ég get vel lifað án hans. Ég er dálítið eyðslusöm. En ég kaupi ekki mikið handa sjálfri mér. Mér þykir fjarskalega gaman að gefa gjafir. Ég á það til að kaupa rugguhesta handa börn- um, sem ég þekki varla . . . Sjáið þér til . . . ég hef ekki getað eignazt barn sjálf . . . Ég hef reynt það, en það hefur ekki tekizt. En ég gefst nú samt ekki upp. — Hvernig haldið þér að að- dáendur yðar myndu taka því ef þér eignuðust barn, án þess að vera gift? — Það skiptir ekki lengur nokkru máli. Vitið þér ekki að við lifum í nýjum heimi? All- ir fordómar eru nú á undan- haldi . . . Framhald á bls. 50 iSSSSiíi ■ 2. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.