Vikan


Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 10
I Sitthvað gerðist fréttnæmt i sum- arkosningunum frægu 1959, en þá áttu sér stað minnsta kosti tvenn stórtíðindi. Emil Jóns- son forsætisráðherra féll í Hafnar- firði fyrir Mattliíasi Á. Matliiesen ungum og óreyndum, og Jón Pálma- son forseti sameinaðs þings beið lægri hlut í Austur-Húnavatnssýslu í glímu við Björn Pálsson á Löngu- mýri, sem ruddist á þing til langrar dvalar. Samt reyndist lilutskipti Emils og Jóns næsta ólíkt eftir ósig- urinn. Emil liéll enn áfram þing- mennsku og sat í ráðherrastól langt áraskeið, en framaferli Jóns á Akri var lokið, þó að hann reyndi að koma fram liefndum. Hins vegar gáfust honum sárabætur átta áruin síðar, þegar Pálmi sonur hans var kosinn á þing. Duldist víst engum, að þar gætti enn áhrifa Jóns á Akri. Jón Pálmason var kjörinn þing- maður Austur-Húnvetninga 1933 og liafði verið endurkjörinn átta sinn- um, er liann féll sumarið 1959. Munaði 28 atkvæðum á honum og Birni Pálssyni, og uggði Akurbónd- inn varla að sér sem skyldi i bar- daganum um kjördæmabreyting- una, en hún hætti vígstöðu Fram- sóknarflokksins víða úti á lands- liyggðinni. Ætluðu sumir, að Jón myndi rétta hlut sinn, þó að kom- inn væri á efri aldur, enda skorti hann engan veginn kapp og har- áttuvilja, og honum hlæddi áreið- anlega í augum að missa völd sín. Ilann lilaut að una þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra í alþingiskosn- ingúnum haustið 1959 og náði ekki kosningu. Þar með var sól þessar- ar umdeildu en athyglisverðu kempu hnigin lil viðar. Jón Pálma- son sat svo i myrkri vonbrigða sinna, unz skyndilega birti fyrir gömlum og þreyttum augum hans i kosningunuin 19(57. Þá skaut Pálma syni lians allt í einu upp á himin íslenzkra stjórnmála, og grunaði þá fáa, að þar færi stjarna. Pálmi Jónsson fæddist á Akri i Torfalækjarhreppi í Austur-Húna- vatnssýslu 11. nóvember 1929, son- ur Jóns Pálmasonar bónda og al- þingismanns og konu hans, Jónínu Valgerðar Ólafsdóttur. Fór Pálmi að dæmi föður síns um menntun, settist í Hólaskóla hinn nýja að lok- inni harnafræðslu og útskrifaðist þaðan nítján vetra 1948. Tókst liann skömmu síðar á liendur búsforráð á óðalinu við Húnavatn, enda Jón faðir Jians löngum stundum önn- um kafinn í liöfuðstaðnum sunnan lieiða. Bjó Pálmi á móti föður sín- um fyrstu árin, en liefur skipað öndvegið einn siðan 1960. Þykir liann snotur bóndi, og liafa komið í hlut lians nokkrar mannvirðing- ar heima i héraði. Hann var kos- inn i hreppsnefnd sveitar sinnar 1966 og endurkjörinn 1970. Ilófst Pálmi þannig ungur til áhrif'a í átt- högum sinum. Lítt bar á stjórnmálaáhuga i fari Pálma Jónssonar framan af árum, enda virðisl liann líkari móður sinni en föður i fljótu bragði. Kom þvi flestum á óvart, er hann keppti um íramboð sumarið 1967 og fagn- aði sigri i þeirri orralirið. Sjálf- stæðismönnum á Norðurlandi vestra var þá vandi á höndum, enda vanl tveggja íoringja. Einar Ingimundarson fyrrverandi bæjar- fógeti i Siglufirði var fluttur brott úr héraði og afliuga þingmennsku, en Hermann Þórarinsson bankaúti- bússtjóri á Blönduósi látinn mjög um aldur fram. Stóð því opið ann- að og þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og var aðeins sýnt, að séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ hreppti á ný efsta sætið. Keppni varð mikil um annað sætið milli Eyjólfs Konráðs Jónssonar lögfræðings og ritstjóra og Pálma Jónssonar á Akri. Fóru leikar svo, að Pálma veitti hetur í viðureigninni, en Eyjólfur Konráð varð að láta sér lynda þriðja sætið. Vegnaði Sjálfstæðisflokknum svo dável í kosningunum á þessum slóð- um og fékk tvo þingmenn kjörna eins og verið hafði. Var Pálmi þar með kominn i þann tignarstól, sem Björn Pálsson hratt föður lians úr í átökunum sumarið 1959. Ilann var síðan endurkjörinn þingmaður á Norðurlandi vestra 1971 og gæti orðið þaulsætiiin á löggjafarsam- komunni. Pálmi Jónsson herst ekki á i þing- sölunum. Ilann talar sjaldan og fer sér hægt i orðasennum, en þykir 10 VIKAN 13.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.