Vikan


Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 13

Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 13
hug á að mennta sig meira í sambandi við starf sitt og að hjálpa meðmanneskjum sínum. Hún hefir oft fundið fyrir höml- um, ef hún hefir ætlað að gera eitthvað, en síðasta árið er hún öruggari, veit hún getur sitt af hverju: „Nautnin við að svífa og að þora að stökkva“. „ÉG ER ALLTAF MEÐ ANNARRI KONU“. Þrítug sölukona. „Draumurinn kemur alltaf aftur, en þó með ýmsum af- hrigðum. Ég er með annarri konu. Oftast er það lítil og móð- urleg kona. Umhverfið er alltaf gamalkunnugt. Mér finnst draumurinn þœgilegur og losta- fullur. Konan er oft lík ein- hverri konu, sem ég þekki frá barnœsku. Að líkindum er það ég, sem á frumkvœði og hún virðist taka áleitni minni vel. Með árunum hafa draumarnir orðið greinilegri og athafnirnar djarfari. I kynlifsdraumum mín- um er ég alltaf með konum, aldrei með karlmönnum.“ Athugasemdir: Konan býr með unnusta sín- um. Hún álítur sig frjálslynda í ástamálum. Þessvegna leggur hún heldur ekki svo mikið upp úr draumunum. Draumarnir koma, þegar hún hugleiðir sam- band sitt við unnustann. Henni finnst sjálfri samband sitt við hann mjög gott, bæði andlegt og líkamlegt samband. En þau hafa lítinn tengilið milli andlegs lífs og nautna. „Við ,,kelum“ næstum aldrei," segir hún. „Stundum sakna ég þess.“ Hún hefir greinilega haft töluverð mök við karlmenn. En hún er alin upp í rólegu um- hverfi, eiginlega í öruggri kvennavernd, þar sem faðirinn gengdi ekki miklu hlutverki á heimilinu. Henni fannst faðir- inn frekar lítilmótleg persóna. Atlot foreldranna fóru eingöjigu fram í svefnherberginu, þar sem börnin höfðu engan aðgang. Sambandið við unnustann mót- ast töluvert af þessum kynn- um, sem hún hafði á sambandi foreldranna. Hún veit nú að hún saknar þessarar hliðar ást- arlífsins og langar til að breyta því frá sinni hálfu. En henni eru ljósar hömlurnar á þessu sviði, þar sem hún hefir verið svo lengi innhverf ... „ÉG ER HRÆDD UM AÐ ELSKHUGINN FARI ILLA MEÐ MIG“. Tuttugu og sex ára háskóla- borgari. „Ég er í litlu kvistherbergi, þar er rúm og einhver húsgögn. Góður vinur situr hjá mér á rúminu, sem ekki er umbúið. Ég er viss um. að við höfum verið saman um nóttina. Ég er æst og hefi það á tilfinningunni að eitthvað liggi á, að við verð- um að flýta okkur í burtu. En fyrst opna ég dyrnar á nœsta herbergi. Það er stórt og kalt og meðfram einum veggnum eru dularfullir skápar. Ég er dauðhrœdd, en vil samt rannsaka herbergið. Ef þessi góði vinur minn væri ekki með mér, myndi ég alls ekki þora að gœgjast inn í þetta herbergi. Ég er viss um að eitthvað hrœði- legt biður okkar þar. Ég er viss um að elskhugi minn muni koma inn um dyrnar á móti og fara illa með mig. Við flýjum þá niður mjóan stiga, niður á götu í nágrenninu, sem er full af fólki. Þá er ég latis við hrœðsluna og aftur orðin róleg.“ Athugasemdir: Konan er tuttugu og sex ára, gift og á eitt barn. Þegar hana dreymdi þessa drauma, bjó hún í öryggislítilli sambúð með manni, sem jaðraði við að vera Framhald á bls. 35. 13.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.