Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 19
nýtt hljómplötufyrirtæki
SCORPION,
Jón Ármannss., áður annar að-
alaðstandandi Tónaútgáfunnar,
hefur stofnað nýtt hljómplötu-
fyrirtæki, SCORPION. Tóna-
útgáfan heldur áfram að starfa,
en Akureyringurinn Pálmi
Stefánsson verður einn með
hana. Þessar breytingar áttu
sér stað um sl. áramót, og mun
engin sérstök ástæða hafa vald-
ið, allavega engin „leiðindi“,
eins og þeir Jón og Pálmi orð-
uðu það. „Við höfum báðir
unnið að þessu í frístundum
okkar,“ sagði Pálmi nýlega í
símtali, „og þar sem við erum
uppteknir við aðalatvinnu okk-
ar á mismunandi árstímum,
ákváðum við að hætta sam-
starfinu.“ Pálmi rekur verzl-
unina Tónabúðina, á Akureyri,
en Jón rekur Popphúsið í
Reykjavík.
Pálmi mun halda nafni Tóna-
útgáfunnar en samningur fyr-
irtækisins við Björgvin Hall-
dórsson lendir hjá Jóni. Ýmis-
legt er í bígerð hjá báðum að-
ilum, og t.d. er Scorpion að
bíða eftir plötu þeirra Jóhanns
og Magnúsar úr pressun, verið
er að skrifa undir samninga
við Hannes Jón Hannesson og
fleiri. Tónaútgáfan sendi frá
sér þriggja laga plötu með
Guðmundi Hauki fyrr í þess-
um mánuði (sjá hljómplötu-
gagnrýni); fjögurra laga plata
með „Lítið eitt“ átti að koma
á markaðinn um miðjan þenn-
an mánuð (annars mun Jón
Scorpion halda tríóinu og fyr-
irhugar LP-pIötu); tveggja
laga plötur með Rúnari Gunn-
arssyni og Geirmundi Valtýs-
syni (bónda frá Hvammstanga,
áður með „Flamingo") eru
væntanlegar í apríl-maí og í
undirbúningi er langþráð LP-
plata með Hljómsveit Ingimars
Eydal. ☆
Loks hefur verið hafizt handa við plötu meS Ingimar & Co,
HLJÓMPLÖTU-
GAGNRÝNI
GUÐMUNDUR HAUKUR
ÞRJÚ LÖG — MONO
TÓN AÚTGÁFAN
Þessi plata var tekin upp i
Lundúnum fyrir ári síðan og
ber það svo greinilega með sér,
að hún er nú nánast úrelt.
Auk þess er yfir henni einskon-
ar vortilfinning — jafnvel sum-
artilfinning — og ekki er það
til að bœta úr skák. Á A-hlið er
lagið „Woodstock“ eftir Joni
Mitchell og hefur Guðmundur
Haukur kallað það í texta sín-
um „MYND“. Öll undirspil eru
erlend, þannig að til lítils er að
vera að rœða það nánar, en nœr
öruggt má telja, að Guðmund-
ur hefur verið all svakalega
taugaóstyrkur þegar hann fór
mn í upptökuherbergið og er
útkoman sú, að hann nœr sér
aldrei almennilega á strilc. Text-
inn er það sem engilsaxar
myndu kalla „weird“; Joni
Mitchell tókst í sínum texta að
sameina hugsanir heillar kyn-
slóðar á einfaldan og auðskil-
inn hátt, en því miður tekst
Guðmundi það ekki.
Hinum megin eru lögin
,,ALLT ER HORFIÐ MEÐ
ÞÉR“ og „NÚ KEM ÉG HEIM“.
Fyrri textinn er mjö persónu-
legur og að líkindum saminn
cður en hann varð að veruleika;
ef ekki, þarf einhversstaðar að
leiðrétta mikinn misskilning.
Hitt lagið er frá Tom Jones (!)
og fjallar á heldur óspennandi
hátt um það þegar maður kem-
ur heim til hennar og allt það.
Guðmundur Haukur getur
gert miklu betur en hann gerir
á þessari plötu, en þó hann sé
sjálfur að reyna að gera „ein-
hverja hluti“, falla þeir um
sjálft sig vegna þess drulluhátt-
ar sem var á með útkomu plöt-
únnar. Sennilega hefði þessi
plata hlotið mýkri viðtökur hér
á ritstjóm Vikunnar og annars
staðar fyrir ári síðan
P.S. „Takk“ til Rabba.
13. TBL. VIKAN 19