Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 47
OG ALDREI ÞÆR
ÁTTU AÐ SKILJA
Framhald af bls. 9.
lagi: Við fyrri aðgerðina, telp-
urnar voru þá orðnar þriggja
mánaða, losuðu þeir í sundur
ennisbeinin og heilahimnurnar,
eftir að vera búnir að fullvissa
sig um að telpurnar hefðu að-
skilda heilastarfsemi. Vonirnar
glæddust. Mánuði síðar losaði
Baldwin það sem eftir var af
samvöxnum beinum. Meðan á
þeirri aðgerð stóð komust telp-
urnar í verulega lífshættu, þeg-
ar skorið var á slagæð, sem þær
höfðu sameiginlega. En það
tókst að stöðva blóðrásina og
telpunum var borgið. Djúpfryst
heilahimna var látin þekja sár-
in og þar yfir hörundshlutar úr
kálfsfóstrum.
Eftir ársdvöl á sjúkrahúsinu
fengu telpurnar að fara heim.
Þær voru þá farnar að ganga.
Þegar þær sáu nakin andlit
fjölskyldunnar, ráku þær upp
ferleg öskur. Þær voru orðnar
svo vanar því að allir sem um-
gengust þær hefðu grímu fyrir
vitunum. Þær voru með eins-
konar hjálma yfir höfðunum og
þegar það vakti forvitni, hekl-
aði móðir þeirra á þær húfur,
sem skýldu hjálmunum.
Nú eru tvíburasysturnar
hraustir táningar. Þær hafa
plasthlífar yfir blettunum sem
vanta höfuðbein og geta nú
greitt hárið þar yfir. Þær eru
fullkomlega eðlilegar og eiga
sömu áhugamál og hugðarefni
og aðrir unglingar ...
í Göttingen voru nýlega að-
skildir tvíburar, sem voru sam-
vaxnir á höfðunum, en þeir
iifðu aðeins nokkra klukkutíma
eftir aðgerðina. ýf
ELIZABETH TAYLOR
Framhald af bls. 22.
þeirra raunverulega heimili og
þar ganga báðar dæturnar í
skóla.
Synirnir Michael og Christo-
pher eru oft hjá föður sínum,
en þeim líkar líka vel sambýl-
ið við Richard Burton. Á erf-
iða tímabilinu í Róm urðu þeir
oft að verja heiður móður sinn-
ar í skólagarðinum. Liz komst
að því þegar hún spurði þá
hvers vegna þeir komu svo oft
heim úr skólanum með skrám-
ur og sundurtætt föt.
Elizabeth Taylor hefur aldrei
þurft að berjast fyrir móður-
rétti sínum fyrir dómstólum,
en hún segir að ef hún þyrfti
að ganga í gegnum slíka
reynslu, myndi hún „berjast
eins og pardus og jafnvel ekki
hika við að drepa.“ (Hún hef-
ur líka lýst því yfir að hún
myndi klóra augun úr hverri
þeirri konu sem renndi þeim
til Richards Burton).
EKKI NEINAR
KVIKMYNDAGRILLUR
Börn Elizabeth. Taylor hafa
aldrei fengið að ala með sér
nokkrar grillur viðvíkjandi
kvikmyndaleik. Að vísu hefur
annar sonurinn sýnt áhuga í
þá átt og Liza hefur líka mik-
inn áhuga á leiklist, en á því
sviði er móðir þeirra ströng.
Hún heldur fast við það að
ekki skuli fleiri börn í hennar
fjölskyldu eyðileggja æskuár
sín í kvikmyndaheiminum.
Hún gerði eina undantekningu
með Lizu, þegar hún var ellefu
ára. Telpunni var boðið lítið
hlutverk í París og fékk leyfi
til að taka því tilboði. En síð-
an ekki til sögunnar meir. Allt
slíkt verður að bíða þar til Liza
verður tuttugu og eins árs. Þá
má hún gera hvað sem hún
vill. (En arf fá börnin ekki
fyrr en þau verða tuttugu og
fimm ára).
Annars er Elizabeth fyrir
löngu búin að fyrirgefa móður
sinni hörkuna, sem eyðilagði
æsku hennar. Foreldrar henn-
ar búa nú í glæsilegu húsi við
Beverley Hills og sambandið
við dótturina er með mestu
ágætum.
Á sama hátt hafa þau hjón-
in samband við fjölskyldu
Burtons í Wales, og hún fer
þangað með manni sínum svo
oft sem tækifæri gefst. Þar
hittir hún fólk, sem lætur
kvikmyndastjörnuna gleymast
og Elizabeth Burton nýtur
þess að fá að vera í friði. Þar
geta þau jafnvel setzt inn á
knæpu, án þess að nokkur
maður skipti sér af þeim og
geta líka blandað sér saman
við föstu gestina.
Burtonhjónin njóta þess að
vera saman og það vilja þau
helzt vera alla tuttugu og fjóra
tíma sólarhringsins. Þess vegna
reyna þau oft að fá hlutverk í
sömu kvikmyndunum og ef
það tekst ekki, þá fylgja þau
hvort öðru eftir til þeirra staða
sem valdir eru til upptöku. Því
er líklega ekki hægt að neita
að Elizabeth er afbrýðisöm og
það getur átt sinn þátt í því
að hún vill ekki vera fjarvist-
um við eiginmanninn. En vin-
ir þeirra segja að þau njóti
alltaf samvistanna, hvort sem
þau eru heima hjá sér eða ann-
ars staðar.
Slúðurdálkahöfundar halda
örugglega áfram iðju sinni
hvað Taylor—Burton-hjónun-
um viðkemur. Þau hafa aldrei
getað dulið neitt fyrir um-
heiminum og þau „viðurkenna"
að þau verði hamingjusamari
með hverju árinu sem líður.
Þótt Elizabeth Taylor sé nú
orðin fertug og amma í ofaná-
lag, þá eru það engar hömlur
á lífsgleði hennar. Hún er nú
orðin grennri en áður og hef-
ur öðlazt skilning á raunveru-
legum verðmætum og hún er
líka fegurri en nokkru sinni
fyrr. Aðdráttarafl hennar er
líka jafn mikið og áður.
☆
i KLOM ræningja
Framhald af bls. 15.
að ég setti viftuna í gang aftur
og þá varð kalt, of kalt til að ég
gæti sofnað.
Kuldinn var það versta.
Kuldinn og bleytan. Vatnið sem
draup niður úr lokinu var að
gera mig vitlausa. í hvert sinn
sem ég hreyfði mig varð ég að
hagræða teppinu. Þegar ég
hafði það alveg yfir mér fékk
ég ekki vott af lofti. En þegar
ég ýtti því ofan af mér, lak á
mig og mér varð ískalt."
f bláa Volvónum var það
margt að átta sig á að FBI hafði
þegar fyrir hádegi öðlast vit-
neskju um hverjir báðir ræn-
ingjarnir voru. FBI í Boston
staðfesti hiklaust að eigandi
bílsins væri George Deacon,
sem starfað hafði við Massa-
chusetts Institute of Technology
en síðar flutt sig til háskólans í
Miami.
f bílnum fundust nokkrar
töskur og svart koffort með
rennilás. f koffortinu var grænn
lykill að mótelherbergi. Hann
gekk að herbergi 153, Rodeway
Inn — mótelinu sem Barböru
Mackle hafði verið rænt frá.
f skrifblokk, sem einnig
fannst í koffortinu, voru nokkr-
ar venjulegar hvítar vélritun-
ararkir. Á þremur þeirra fundu
FBI-snæiararnir þrykkt af orð-
in: „ROBERT MACKLE: He.rra
minn, dóttur yðar hefur verið
rænt. . .“ Með þessum orðum
hófst, fiárkröfubréfið.
f koffortinu voru líka tvö
blöð rifin úr atvinnuskrá Mi-
ami-símaskrárinnar. Þar voru
utanáskriftir og símanúmer ka-
þólsku kirkjunnar. Og sá fyrsti,
sem mannræninginn hafði
hringt til, hafði verið kaþólsk-
ur prestur.
Móðir Barböru hafði sagt svo
frá að sá smávaxnari ræningj-
anna hefði verið með grímu. í
Volvónum fannst rauð, prjónuð
skíðagríma með svörtum og
hvítum röndum. FBI-mennirn-
ir fundu líka tuttugu millilítra
ampúlu með deyfilyfinu xylo-
cain ásamt ellefu sprautunálum
og nokkrum sprautum.
Og svo sem til að taka af
allan vafa fannst líka í bílnum
ávísanahefti með prentuðum
nöfnum: Herra George D. og
frú Dorothy Deacon ásamt
heimilisfangi Deocons í Miami.
Það varð einnig ljóst að fé-
lagi Deacons í glæpnum var ung
kona að nafni Ruth Eisemann-
Schier. f svartri handtösku lá
peningaveski hennar og þrjú
vegabréf, tvö frá heimalandi
hennar Hondúras og eitt gefið
út af Bandaríkjunum. Þar var
einnig stúdentsskírteini hennar
frá Miami-háskóla ásamt öðru
skírteini, sem veitti henni leyfi
tii að vera á sjórannsóknastöð
háskólans eftir að vinnu þar
lyki. í handtöskunni voru enn-
fremur tveir flugfarmiðar gefn-
ir út á G. Deacon og S. Post, en
samkvæmt þeim ætluðu þessar
manneskjur að fljúga til Las
Vegas föstudaginn tuttugasta
desember. Miðarnir giltu aðeins
aðra leið.
í einni ferðatöskunni fann
FBI sjö ljósmyndir. Ein þeirra
var af George Deacon, krafta-
lega byggðum manni með mik-
ið skegg svart. Hann lá á rúmi
með lögregluhúfu yfir kynfær-
unum. Að öðru leyti var hann
nakinn.
Önnur mynd sýndi Ruth Eise-
mann-Schier í ögrandi stell-
ingum, í nærbuxum og brjósta-
haldara einum fata.
Af hinum myndunum hafði
aðeins ein nokkra þýðingu. Hún
var af Barböru Mackle. Hún lá
með lokuð augu. Undir höku
hennar hafði einhver sett spjald
með orðinu „Rænt“.
Kerfi FBI var nú fyrir alvöru
sett í gang og fljótlega skilaði
það enn meiri upplýsingum um
ræningjana.
George Deacon hafði byrjað
að vinna á sjórannsóknastof-
unni í Miami fyrsta júní 1968.
Sem aðstoðarmaður við rann-
sóknir hafði hann um átta þús-
und og fimm hundruð dollara
í árslaun.
Ruth Eisemann-Schier var
fædd áttunda nóvember 1942 í
E1 Hatillo í Hondúras. f marz
1967 hafði hún tekið próf í
13. TBL. VIKAN 47