Vikan


Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 22
Það verður ekki annað séð en að þetta sé hamingjusöm fjölskylda. ekki á slúðuröldunum. Einn af þingmönnum Bandaríkjaþings gekk það langt að hann vildi láta banna þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton land- vist. Á hinn bóginn barðist Si- byl Burton fyrir því að halda manni sínum og oft lét hún þess getið í blöðum að þau væru að fullu sátt. En Burton gat ekki haldið sér í skefjum og einn góðan veðurdag hringdi hann í Liz og bauð henni til hádegisverðar. Úr því hittust þau við og við og reyndu að greiða úr framtíðarhorfum sín- um. HANN MINNTI HANA Á TODD Elizabeth Taylor sver og sárt við leggur að hún hafi aldrei á þessu tímabili reynt að fá Burton til að skilja við Sibyl. Hún bjó einfaldlega í Gstaad, reiðubúin til að hitta Burton, þegar hann bað hana um það, eftir því sem hún sagði sjálf. Þetta samband þeirra var eig- inlega nákvæmlega eins og samband hennar og Mikes Todd hafði verið í upphafi. Hún glataði hjarta sínu algerlega á vald þess manns, sem gat ráð- ið yfir henni. Leikarinn frá Wales hafði þá þegar tamið þessa konu og gert sig sjálfan að herra yfir þessari frægu leikkonu, sem hafði þó verið álitin bæði ákveðin og þrá. Burton átti erfitt með að leysa þetta mikla vandamál sitt. Honum þótti vænt um konu sína, en gat ekki afborið að lifa án Liz. Hann vildi reyn- ast fjölskyldu sinni vel en þráði þó allra heitast að gera sambandið við Liz löglegt. — Stundum var almenningsálitið svo mikið á móti þeim að fólk talaði jafnvel um að myrða þau. Þau umgengust varla nokkra manneskju, jafnvel vinir þeirra veigruðu sér við að hitta þau. Að lokum tók Burton ákvörð- un og hann fékk skilnað frá Sibyl. Elizabeth Taylor og Richard Burton giftu sig svo í Montreal, meðan Burton var að æfa hlutverk Hamlets. H J ÓNABANDIÐ — ENDURNÝJUN LÍFDAGA Fyrir Richard Burton var Elízabeth Taylor nýtt líf, nýir krjaftar, nýtt hugrekki og hæfi- leikarnir leystust úr læðingi. Á tímabilinu sem hann kynnt ist Elizabeth Taylor fyrst, drakk hann mikið og það var almennt álitið að leikferill hans væri á niðurleið. Sá Burton, sem kvæntist Eliza- beth Taylor var nýr maður. nýr leikari, sem fékk hvert til- boðið öðru betra, bæði frá leik- húsum og kvikmyndafélögum. Sjálfur lýsti hann þessu þann- ig: „Elizabeth er mér eitt og allt, andi minn, blóð mitt og sál og allt mitt hugmynda- flug. Ef ég missi hana visna ég og dey!“ Og Elizabeth bætti við: „Því er eins farið með mig.“ Elizabeth Taylor og Richard Burton eiga ekki börn saman, en þau lifa skemmtilegu fjöl- skyldulífi og þeim líður vel. Þeim er báðum mjög annt um einkalíf sitt. Til fjölskyldu þeirra teljast: synir hennar og Michaels Wilding, Michael og Christopher, Liza, dóttir henn- ar og Mike Todd og litla þýzka stúlkan Maria, sem Elizabeth ættleiddi, þegar hún Var gift Eddie Fisher. Maria var lítil, bækluð stúlka, sem Elizabeth fékk samúð með og langaði til að hjálpa. Hún er nú orðin hraust og lagleg stúlka og nýtur öryggis fjöl- skyldunnar í ríkum mæli. Tvö börn Burtons heimsækja hann við og við. ‘ HAMINGJUSÖM FJÖLSKYLDA Öllum börnunum þykir mjög vænt um Burton, sem er mjög barngóður og hann hefur sjálf- ur sagt. „Ef maður elskar móð- urina, þá verður sambandið við börnin eftir því.“ Telpurnar kalla hann pabba og Maria litla er mjög hreykin yfir því að skrifa nafnið sitt ,,M. Burt- on“. Án efa á Liza Todd sérstöðu í hjarta móður sinnar. Ekki einungis vegna þess að faðir hennar var eiginlega fyrsti maðurinn, sem Elizabeth Tayl- or elskaði heitt, en ekki síður vegna þess að svo miklir erf- iðleikar voru bundnir við fæð- ingu hennar. Þegar Liz Todd átti við mestar sorgir að stríða, var Liza eini sólargeislinn hennar. Þótt Burtonhjónin eigi mörg hús og vistarverur, meðal ann- ars í Englandi, Mexico, Ame- ríku og Frakklandi, þá er hús- ið þeirra í Gstaad það sem þau hafa mestar mætur á. Það er Framhald á hls. 47. 22 VIKAN 13.TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.