Vikan


Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 8
Þegar tvíburasysturnar Giriny og Teresa fæddust fyrir 16 árum, leit út fyrir að líf þeirra yrði mjög frábrugSiS lífi annarra systra, ef þeim annars myndi auSnast líf og þroski. Þær voru samvaxnar á höfSunum. Nú eru þær einu Síamstvíburarnir í heimi, sem voru samvaxnir á þessum stöSum, sem aS meS vel heppnaSri aSgerS ... Svona náið var samband litlu systranna fyrir aSgerðina. OG ALDREI ÞÆR ÁTTU AÐ SKILJA Virginia Bunton var aðeins tuttugu og eins árs, þegar það var ljóst að hún var að því komin að fæða tvíbura. Hún var búsett í San Diego í Kali- forníu og hafði misst manninn sinn fyrir þrem mánuðum úr hjartasjúkdómi. Unga ekkjan, sem átti tvö börn fyrir, flutti þá heim til foreldra sinna á búgarð í Tennesee. Óvenjuleg óþægindi vegna þungunarinnar skrifaði hún á reikning erfið- leikanna við fráfall eiginmanns- ins. Svo kom að fæðingunni, sem næstum kostaði hana lífið. Eftir langvarandi kvalir og bióðgjöf, reyndi hún að beina athygli hjúkrunarfólksins að sér, en það lét sem það skyldi ckki spurningar hennar. Hvers- vegna fékk hún ekki að sjá börnin? Eftir langa bið opnuðust dyrnar á sjúkrastofunni, en það var ekki hjúkrunarkona sem kom inn með börnin, heldur var þetta faðir hennar, John Mc Cloud, sem var bóndi og Bapt- istapredikari, Hann brosti, greip hönd hennar og settist á rúm- stokkinn hjá henni. Enginn Sá sem ekki þekkir sögu systranna Ginny og Terese, sér ekki annað en kátar sextán ára stúlkur. heyrði hvað þeim fór á milli, en samt hlýtur lausnin á ráð- gátunni um ótrú'legt hugrekki ungu ekkjunnar að liggja þar. Læknarnir töldu útilokað að hægt væri að skilja telpurnar að, þær höfðu samvaxna heila og það útilokaði skurðaðgerð. Var þá engin von síðar meir? Nei, sögðu læknarnir. Það er ekkert undarlegt að margar hugsanir sóttu að ungu móður- inni. Hvernig átti maður að halda á þessum verum, hvernig átti að mata þær? Andlit telpn- anna voru svo þétt saman að það var engu líkara en innilegu faðmlegi. Það sáust aðeins þrjú augu; það fjórða, ef það var þá til, var á samvaxna blettinum. Tíu dögum eftir fæðinguna yfirgaf Virginia sjúkrahúsið með telpurnar sínar. Með hjálp íoreldranna og góðra nágranna, lærðist henni smátt og smátt að venjast því að sinna þeim. Hún fór aldrei frá þeim. Ef hún fór eitthvað í burtu, tók hún þær alltaf með sér. Telpurnar voru hraustar og döfnuðu vel. tekizt hefir að skilja Og smám saman vandist móðir- in því að þær ýmist vöfðu örm- um hvor um aðra, eða þær stjökuðu hvor við annarri. Þeg- ar önnur vaknaði og grét gerði hin það sama. Ef önnur varð veik, varð hin það líka. 8 VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.