Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 4
ReyniS LIMMITS súkkulaði- og
megrunarkexið strax í dag
Fæst nú aftur í öllum apótekum
Afar bragðgott
Heildsölubirgðir:
G. OLAFSSON, Aðalstræti 4
í\ /1/Í^ISvJ ~—i i _
SKARTGRIPIR
rnu —i
FERMINGARGJÖFIN T AR
Modelskartgripur er gjöf
sem ekki gleymist.
■ SIGMAR OG PAIMI -
Hverfisgötu 16a. Sími 21355
PÓSTURINN
Svar til HSM
Ekki vill Pósturinn viðurkenna
að rangt hafi verið að birta um-
rætt bréf; við leggjum mikið
upp úr ritfrelsi hér á blaði, eins
og oft hefur verið bent á. En
hitt getur Pósturinn ekki annað
en játað að honum fórst heldur
óhönduglega að svara að því
sinni, og er okkur það að sjálf-
sögðu harmsefni. Hitt er svo
annað mál að fleiri mættu líta
sér nær, og er bréf þitt, sem
þú þrátt fyrir allt hafðir vit á
að óska að ekki yrði birt, vott-
ur þess að þú sért þeirra á með-
al. Annað eins plebbaorðbragð
hefði ekki orðið mannskemm-
andi fyrir aðra en sjálfan þig,
hefði það birzt á prenti.
Til aö niðurlægja
Ömar
Virðulegi Póstur!
Tilefni þessa bréfs er rætinn og
ómerkilegur þvættingur sem
einhver „Gamall maður fyrir
norðan'' skrifaði í blaðið sem
kom út seytjánda febrúar. Ég
nenni ekki að vera að hugsa
um það sem hann sagði í upp-
hafi, en í niðurlagi bréfsins
gerði hann máttleysislega til-
raun til að niðurlægja Ómar
Valdimarsson, þann sem sér um
þáttinn „Heyra má þó lægra
láti". Segir hann þann þátt
þvælu. Ég las Vikuna í hópi
góðra kunningja og vorum við
öll sammála um að svo væri
ekki, því „Heyra má . . ." er
tvímælalaust bezti poppþáttur
sem fyrirfinnst í íslenzkum blöð-
um.
Okkur langaði aðeins til að
segja Ómari að hann þarf ekki
að hafa áhyggjur af þvaðrinu í
þessum gamla (það er einmitt
þannig fólk sem stemmir stigu
við heiðarlegu og heilbrigðu
þjóðfélagi), yfirgnæfandi meiri-
hluti lesenda þáttarins er mjög
ánægður með hann.
Kær kveðja til Póstsins og megi
máttarvöldin opna augu og
hjarta gamla mannsins fyrir
norðan.
J. H.
Sá gamli Norðlendingur hefur
greinilega komið við kvikuna í
þó nokkrum lesendum með bréfi
sínu, ef marka má bréfin sem
stöðugt tínast til okkar viðvíkj-
andi skrifi hans. Við bjóðum
sem flesta velkomna í þær rök-
ræður. Og ekki þætti okkur
neinu spilla þótt sá aldraði
sendi okkur línu aftur.
Árás á biblíulega
kristni
Ágæti Póstur!
Ég ávarpa þig sem ágætan og
er það með réttu. En því miður
verður hið sama lýsingarorð
vart notað um efnisval blaðsins
að undanförnu. Blaðið hefur
lagzt svo lágt að birta niður-
rifsgreinar, stefnt gegn krist-
inni kenningu. Á ég þar við
endurholdgunarkynningu og
spíritismavillu sem borin er á
borð fyrir lesendur sem sann-
indi.
Ég veit að slíkt efni á greiðan
aðgang til margra Islendinga,
og geri ég ráð fyrir að það sé
röksemd sem þið notið ykkur til
varnar, en það nægir ekki til
réttlætingar því greinar þessar
eru bein árás á biblíulega kristni
og vænti ég að blaðið taki ekki
afstöðu gegn henni.
Hægt er að bæta fyrir þessa
hlutdrægni með því að birta
hina biblíulegu kenningu. Væri
tilvalið fyrir ykkur að leita til
dæmis til biskupsins og kenni-
manna hinna „evangelísku"
safnaða sem hafa vilja, getu og
þekkingu til að fræða þannig
að treystandi sé.
Með vinsemd, G. Þ.
P.S. Til umþenkingar sendi ég
ykkur eftirfarandi ritningarvers:
Tít. 1:10, 11 og I. Tím. 4:7.
Pósturinn er ekki verr kristinn
en svo að hann hefur Biblíuna
aldrei utan seilingarfæris er
hann svarar bréfunum til sin, og
raunar fleiri helgirit. Til upplýs-
ingar þeim lesendum, sem kann-
ski eru ekki eins vel settir með
lesningu, birtum við hér tíunda
og ellefta vers fyrsta kapítula í
bréfi Páls postula til Títusar,
svohljóðandi: Því að margir eru
þverbrotnir og fara með hégóma-
mál og leiða í villu, allra helzt
eru það umskurnarmennirnir, og
verður að stinga upp í þá; það
eru mennirnir, sem kollvarpa
heilum heimilum, er þeir kenna
4 VIKAN 13. TBL