Vikan


Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 39
HVAÐ OÐRU BETRA Þaer eru sérfræðingar í súkkulaði. — Eta helzt ekki annaö — það er því engin furða að þær skuli velja súkkulaði frá Móna, það er svo svakalega, ofsalega gott á bragðið — og nærandi. (En þótt súkkulaði sé gott á bragðið, ættu samt allir að hirða tennurnar). þarna ekki nokkur lifandi sála. Og þannig yrði það sennilega áfram, þvi að þessi stigur lá til einskis sérstaks staðar, þar sem hann endaði á hæð þarna skammt frá, en þar stóð heljar- stór fornaldarsteinn, sem kall- aður var „Legsteinn skrattans". Við vorum komnir um það bil mílufjórðung i áttina til þorpsins, og ég var rétt farinn að vona að þessi kviði minn væri ástæðulaus, þegar ég heyrði veikt, langdregið ýlfur. sem virtist koma lengst innan ur skóginum, og kom okkur til að greikka sporið. — Hann hvutti þinn virðisl ekki vera einn á ferð, sagði ég Qg sendi Alan gfeöilaust bros. — Og langt frá því aleinn, bætti ég við, þegar ýlfrinu var svar- nð úr ýmsum áttum. — Kannski er hann að kalla saman hunda- svstkinin sín til þess að láta tvo villuráfandi listamenn klappa :;ér ,á bakið? — Láttu ekki eins og asni. hreytti hann út úr sér. — Mað- ur gæti haldið, að þú tryðir þvi t kki enn, að þetta séu hundar — Sannast að segja trúi ég því heldur ekki, sagði ég snöggt. — Auðvitað eru það hundar! sagði hann, óþolinmóður. — Hundar ýlfra svona stundum. er það ekki? — Jú . . . stundum — en úlf- f.r gera það alltaf, og einkan- lega þó þegar þeir eru að kalla hópinn saman til veiða. — Og hvað heldurðu þá, að þeir æili sér að veiða? spaug- oði hann. — Okkur! svaraði ég harka- lega. — Ég veit ekki, hvað þu gerir, en ég ætla að hlaupa til þorpsins eins og ég kemst. Og. sem meira er — ég ætla að skilja trönurnar mínar og kass- ann hérna í skurðinum, til þess að verða fljótari á fæti. Alan snuggaði þrjózkulega og hristi höfuðið. — Ætlarðu að flýja undan nokkrum flökkurökkum? Hann komst ekki lengra, þvi að í sama bili hófst hinn mesti djöflagangur af snörii og ýlfri aö baki okkur. Fyrir beygjuna á stígnum kom hópur dýrá, að minnsta kosti tólf talsins og það var ekki um að villast, að þetta voru úlfar. Veiðin var haf- ín og við vorum veiðdýrin! Og áfram héldu þeir, með trýnin niðri i sporunum okkar. Augun i þeim glömpuðu rauð, er þau lentu í geislum rísandi tungls, og langir, grannir skrokkarnir teygðu úr sér á fim- Jegu stökki, sem bar þá yfir jörðina með furðuhraða. Hjart- að i mér varð að blýi við að horfa á, hver hratt þeir nálguð- ust. Við hefðum eins vel getað reynt að hlaupa undan hrað- lest i von um að sleppa á eigin fótum frá þessum óþreytandi ferfætlingum. Það þýðir ekkert að hlaupa! hvæsti ég. — Þú þreytir þig bara til einskis. Ef við gætum fundið tré . . . Ég leit í kringum mig til að svipast eftir tré, sem hægt væri að klifra upp í. En sú leit varð árangurslaus. Háu, beinu stofn- arnir veittu enga fótfestu, og greinarnar voru Jangt ofan seil- ingar. En þó var það svo, að hefðum við eitt.hvað fast að baki gætum við ef til vill varist þessum ræn- ingjaflokki. Stóran trjástofn — stein — eða ... Ég renndi augunum yfir brekkuna í örvæntingarfullri leit, kom auga á útlínurnar á einhverju, sem var ofurlítið ijósgrárra í tunglsskininu. Þetta var stóri steinninn uppi á hæð- inni — óhöggvinn steinn, sem kallaður var „Legsteinn skratt- ans“. Ef við gætum komizt þangað og klifrað upp eftir hon- um, gætum við kannski haldið villidýrunum í skefjum þangað til morgunbirtan ræki þau aft- ur inn i gren sín í skóginum. — LTpp! Upp! Ég benti í of- boði og tók að brölta upp eftir brekkunni. Skrattalegsteinninn, Það var eina lífsvon okkar! Síðan ltófst martraðarkennt klifur gegnum lyg og runna, yf- ir hála mosavaxna steina og möl, sem skrapp undan fæti og varð að stórum malarskriðum, Þarna vottaði ekki fyrir nein-' um stíg, og á hverri stundu hefðum við getað rekizt á óyfir- stíganlegan klettavegg. Ég þorði ekki að stanza og lita um öxl, en ég heyrði heilan kór af urrandi kokhljóðum og ýlfur, sem hópurinn gaf frá tftr, 13. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.