Vikan


Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 27

Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 27
ru SVO HVERNIG ÞÚ ERT PAFAGAUKURINN Fólk sem hefur gaman af páfagaukum, hröfnum og fleui fuglum álika er ógjarnan lengi kyrrt á sama stað, það er málskrafsmikið og litið gefið fyrir að láta aðra komast að. Páfagaukavinii vilja betra heiminn, að minnsta kosti i orði kveðnu. I framkva^mdinni verður það svo að þeir reyna að bæta heiminn á svo mörgum sviðum að þeir koma litlu til teiðar á bverju fyrir sig. Páfagauka- vinirnir núa saman höndum af ánægju þegar erfiðleikarnir htúgast upp. Og þeir komast úr ölfum klípum vegna furðumikils hæfiieika til að strika yfir alit hið iiðna, komast hjá að hlusta á illt umtal, ennfremur \egna þess að þeir hafa gifurlegt álit á sjálfum sér. Ekki eru þeir þó án kimnigáfu. Þótt undarlegt kunni að virðast er fólk. sem elskt er að öpum, gætt svipuðum eiginleikum. HÖGGORMURINN Flestum þykja ormar og slöngur óviðfelldin kvikindi, slimug og ógeðsleg skriðdýr. Sá sem er elskur að ormum er annaðhvort frum- legur eða langar mikið til að vera það. Ormavinir sem eru raun- verulega frumlegir eru mjög smekklegir, hafa ákveðinn lifsstíl á sinn sérstaka hátt. Fáir skilja þá, en þeir eru venjulega svo and- lega þróaðir að þeim stendur á sama, geta vel lifað einir. Þeir eru umburðarlyndir og miklir frelsisunnendur. En innst inni eru þeir einmana. Þeir eru gæddir sterkri eðlisávisun til að finna skvldar sálir. SKJALDBAKAN Liki manni vel við þetta hægfara, hógværa og þögula dýr er maður sjálfur hægfara, hógvær og þögull. (Hið sama á við um þá. sem elskir eru að sniglum, kuðungum og öðru álíka). Skjaldbökuvinir fara að eigin áliti ekki fram á mikið, en i raun og veru krefjast þeir þess, sem næstum ómögulegt er að veita. Þeir vikja úr vegi, þora ekki að leggja á djúp ævintýrsins, vifja lifa lifinu á bakvið þéttasta þyrnirösarkjarr sem aðeins bliðlyndasti og nærgætnasti prins (eða prinsessa) hættir sér i gegnum. En þeir kref.iast tillits- semi. Hrjúf orð og grófir brandarar, þótt i beztu meiningu sé, geta komið tárunum út á skjaldbökuvininum. Ögraðu honum ekki, strjúktu honum ekki öfugt, þá líkar honum lífið. Og yfirleitt bregst það ekki að skeldýr þetta finni einhvern, sem er reiðubúinn að hlusta á það og bera af þvi vonskufyllstu atlögur lífsins. FISKURSNN Nú eru til allskonar fiskar, hákarlar, murtur, þorskar, karfar og sverðfiskar. Og gullfiskar, auðvitað. En sameiginleg öllum fiskavin- um er mikil þörf fyrir nærgætni, sterk þrá eftir félagsskap og ást. En jafnframt þessu vilja þeir endilega vera sem frjálsastir, og lenda þvi i mótsögn við sjálfa sig. Fiskvinurinn er eins og fiskur i vatni i stórum samkvæmum, en jafnframt oft einmana innst inni. Hann þarf að slá sér svolitið út til að finna að hann lifi lifinu. Hann hefur venjulega listrænar gáfur og gott littvtkyn. Hann kann listina að sjá eitthvað áhugavert og veitandi við allt fólk. Þessvegna verður lif hans aldi’ei dapurlegt. HUNDURINN Hundavinurinn er yfirleitt mjög hreinn og beinn, tryggur og vin- fastur eins og opin bók og ekki alltaf spennandi. Hann hefur röð og reglu á flestum hlutum og safnar gjarnan þeim verðmaatum er mölur og ryð granda. Sé hann mest gefinn fyrir litla hunda er hann feiminn. Vilji hann heldur hafa hundana stóra vill hann vera sá sem ákveður — og þá er ekki friðvænlegt að vera á öðru mnáli en hann. Sækist hann eftir hundum af ræktuðu kyni er hann snobbaður, eins og maður mátti vita. Hann er áhrifagjarn og enginn vandi að telja hann á sitt mál, ef maður hefur haldgóð rök. Hann er mjög örlátur á gæsku sins hjarta og fær ríkulega goldið í sömu m.vnt -- alveg eins og i ævintýrunum. KÖTTURINN Kattavinurinn er dálitið séráparti og vill vera það. EkkerP líkar honum verr en ef sagt er við hann að hann sé eins og fólk er flest. Hann er efnishyggjumaður og dýrkar fegurðina af ofstæki. Hann klæðist ekki hverju sem er. Hann sveltur frekar en að borða hvað sem er. Hann umgekkst ekki heldur hvern sem er og likar raunar bezt að vera einn. Hann lætur ekki nema fáeinar manneskjur komast nálægt sér — en þótt undarlegt kunni að virðast er hann mjög um- burðarlyndur, þótt það sé á nokkuð ópersónulegan hátt. Hann er hlédrægur og getur virst dálitið merkilegur með sig. En inn við heinið er hann hrifandi. Og þótt hann lendi stundum fram af kem- ur hann alltaf niður á fæturna — eiginleiki sem margir sáröfunda hann af. SÖNGFUGLINN Þeir sem hafa mariuerlur, þresti, svölur og álika fyrir sitt eftirlæti eru rólegir, þægilegir og miki) snyrtimenni. Þeir eru náttúruunn- endur, þykir gaman að lifa og vænt um allt sem lifir. Þetta fólk er nærgætið og hlýlegt við alla — og þarfnast líka nærgætni og hlýleika. Börn og hundar sækjast eftir að vera i návist þess. Það er raunsætt, tekur hverjum hlut eins og hann kemur f.vrir og lætur ekki heillast af skýjaborgum. BÚRFUGLINN Þeir sem sækjast eftir að eiga kanarifugla og aðra álíka i búrum eru forvitnir um allt og alla. Þessi forvitni kemur fram á ýmsan hátt. Þetta fólk getur orðið óþolandi kjdftaskjóður, en lika fullt af skilningi gagnvart heiminum og öðru fóíki. EVi það er ekki sérstak- lega hlýlegt i viðmóti. Það nálgast fremur annað fölk af einskonar kuldalegri vinsemd. Það er yfirleitt fremur útaf fyrir sig, og vill vera eitt og fá að hugsa i friði. Það er yfirleitt sæmilega stætt efnahagslega, þykir gott að búa við öryggi í fjármálum ef annað skyldi bresta, en ber annars enga sérstaka virðingu fyrir peningum- RÁNFUGLINN Þeir sem mest eftirlæti hafa á fuglum sem fljúga einir og hátt, hauknum, erninum, kondórnum o.s.frv. eru miklir hugsjónamenn, sem heyra hið innra með sér kall óbyggðanna þegar tunglið gægist upp fyrir fjallsröndina. Þeir reyna að setja sjálfa sig í spor hömlu- lausra ævintýramanna og láta sig dreyma um fyrri tíða stigamenn og vikinga — það er að segja Þá sem tóku frá þeim ríku og gáfu þeim fátæku, nema hvað. Þeir höfða mjög til móðurtilfinningar og verndarhvata, eru bráðfyndnir og skemmtilegir. En jafnframt hræði- lega gleymnir og kærulausir. Varla nokkurt fólk er vinsælla. Og þeim tekst alltaf að verða sér úti um vini, sem taka af þeim mesta þunga lifsbyrðarinnar. 13. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.