Vikan - 29.03.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI
FJÓLUBLÁU SKÓRNIR
Draumurinn, sem mig langar til að fá ráðinn, er á þessa
leið:
Ég og vinkona mín vorum að fara á ball. Þegar við
komum að skemmtistaðnum, kallar til mín kona: „Góða
hafðu hann bara, hann er hvort sem er alltaf að spyrja
um þig“. Þegar hún leit við, sá ég, að þetta var gömul
skólasystir mjn. Strax og inn í húsið var komið, þurftu
allir að fara úr skónum. Ég hafði keypt mér nýja skó
og var mjög ánægð með þá. Þeir voru fjólubláir. Ég fór
úr mínum skóm eins og hinir, en þegar ég ætlaði að
sækja þá eftir skamma stund, voru þeir horfnir ásamt
öllum öðrum skóm. Eftir voru aðeins einir gamlir og ljótir
skór, sem mér fannst vera ætlaðir mér. En um leið og ég
leit til dyranna, sá ég hvar stúlka var að fara út með
skóna mína. Ég veitti henni eftirför, en fyrir utan hitti ég
systur mína og mág. Þau buðust til að aka mér á eftir
stúlkunni. Mér sýndist hún fara upp í ljósa bifreið með
G-númeri. Bifreiðin stöðvaðist fyrir framan hús nokkurt
hér í borg, og fór stúlkan þar inn. Ég fór strax á eftir henni.
Þegar inn var komið fannst mér stúlkurnar vera orðnar
tvær. Ég sagðist vilja fá skóna mína, en þær kváðust ekki
hafa þá. Þær hlógu hgra og drógu dár að mér.
Eftir alllangt þref án árangurs, fannst mér ég sjá stálpað
barn. Ég tók því kverktaki og bað það að segja mér, hvar
skórnir mínir væru. Þá fékk ég þá loksins.
Síðan fór ég heim og sagði þá móðir mín, að X hefði
hringt í mig. Ég hélt áfram upp á loft, þar sem ég bý.
Mér fannst inngangurinn ólíkur því, sem hann er í raun
og veru. En þegar ég var komin upp, sá ég hvar rauð
flauelisábreiða hafði verið lögð á upphækkaðan bekk. Mér
fannst þetta eiga að vera fyrir kistu, en enga kistuna sá
ég. Á ábreiðunni lá hins vegar Tiálsband, sem ég er nýlega
búin að kaupa mér. Systir mín sá, að mér brá við þessa
sjón, en sagði: „Góða láttu þetta ekki á þig fá. Þær eru
bara að hrella þig‘í. Ég ætlaði að taka hálsbandið, en er
ég tók það, sá ég, að það hafði klofnað í tvo hringi og
tók annan.
Síðan fór ég aftur á skemmtistaðinn, en fann hvergi
vinkonu mína. Hljómsveitin var farin, aðeins einn maður
var að spila á píanó og eintómir karlmenn stóðu við bar-
inn. Þannig endaði þessi draumur.
Beztu þakkir fyrir birtinguna. SOS
ÞaS er almennt talið vera fyrir skömm og skaða að
dreyma slitna og rifna skó og fyrir tjóni að týna skóm.
Og að dreyma Síkkistu getur táknað vanvirðu. Allt ber
þetta því að sama brunni. Eitthvað mun gerast í lífi þínu,
sem veldur þér leiðindum, en þó fer allt vel að lokum —
þar sem þú færð aftur þína fjólubláu skó.
VÍSA VIKUNNAR
ÖFUG SPOR
Mörgum angar aldrei vor,
eiga fang við blæinn,
og þeir ganga öfug spor
ævilangan daginn.
I FULLRIALVORU
OF HRAÐAR BREYTINGAR
í bókinni „Future Shock“ eftir Alvin Toffler, sem mikla
athygli hefur vakið vestan hafs, leiðir höfundur rök að
því, að breytingar á lifnaðarháttum nútímafólks séu orðn-
ar svo örar, að mörgum reynist þær ofviða. Ríkjandi hug-
myndir um tíma, rúm, starf, trúarbrögð, kynferðismál og
hjónaband breytast stöðugt með þeim afleiðingum, að fjöldi
fólks ruglast alveg í ríminu. Oþarfi er að fjölyrða um
átök þau og árekstra, sem svo mjög einkenna okkar tíma,
milli kynslóða, menningarheilda, foreldra og barna. Toffler
álítur, að orsök þessa glundroða megi að miklu leyti rekja
til aukins hraða hinna sífelldu breytinga.
Skoðun höfundar byggist á fjölmörgum tölulegum stað-
reyndum um daglegt líf nútímafólks, sem of langt yrði að
teha upp hér. Skal því látið nægja að drepa á fáein atriði.
Barn, sem nú er að komast á táningsaldurinn, er um-
kringt helmingi meira magni af nýjum, tilbúnum hlutum
en það var við fæðingu. Sífellt fleiri vörur, sem við notum,
eru nú eingöngu framleiddar til notkunar í stuttan tíma,
áður en þeim er fleygt. í rauninni er heimili nútímans
orðið að stórri vinnsluvél, sem hlutir streyma gegnum með
sífellt meiri hraða. Menn tengjast núorðið hlutum í um-
hverfi sínu og rjúfa síðan þau tengsl með meiri hraða en
nokkru sinni hefur áður tíðkazt.
Hraði breytinganna hefur meðal annars þau áhrif, að
mönnum finnst allt vera „til bráðabirgða". Við tengjumst
ekki aðeins dauðum hlutum lauslegar en áður, heldur
einnig fólki. Fólk streymir inn og út úr lífi okkar með
meiri hraða en áður. Búferlaflutningar eru tíðari en áður
og „hreyfanleiki“ fólks meiri. Það getur reynzt erfitt að
viðhalda tengslum við gamla vini og kunningja, þegar
starfið, búsetan og þjóðfélagsaðstaðan breytist. Fyrri kyn-
slóð tengdist aðeins fáum einstaklingum persónulegum
böndum, en þau tengsl voru varanleg og entust alla ævi.
Nú verður einstaklingurinn að aðlagast lauslegri og
skammvinnri persónutengslum. Ef börn í skólabekk eru
spurð að því, hvort nokkur hafi misst bezta vin sinn eða
vinkonu á síðasta ári vegna flutninga, — þá eru margar
hendur á lofti.
Menning nútímans einkennist af auknum breytingahraða,
og börn okkar alast upp við áður óþekktar aðstæður.
Margir yppta vafalaust öxlum yfir áhyggjum af þessu til-
efni og segja sem svo, að allt sé breytingum undirorpið
og heimurinn hafi verið að breytast frá örófi alda. En
hraði breytinganna hefur aldrei verið meiri en nú, og það
er einmitt hann, sem Toffler varar við. Hann telur óstöðug-
leika nútímalífsins hafa óheillavænleg áhrif á sálarlíf okkar
og leiða til einmanakenndar, einangrunar og lífsflótta.
Enginn vill láta væna sig um íhaldssemi, og hingað til
hefur verið álitið, að vonlaust væri að ætla sér að sporna
við rás tímans og breytinganna. En Alvin Toffler leggur
einmitt til, að það verði gert — ella sé voðinn vís.
Jón S. Bergmann.
G. Gr.