Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 4

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 4
Teppin sem endast. endast og endast á stigahús og stóra gólffleti Sommer teppin eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefniS og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, sislétta áferð og er vatnsþótt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppln hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. Við önnumst mælingar, lagnlngu, gerum tilboð og gefum góða greiösluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og Sommer gæði. PÓSTURINN Hárgreiðsla Kæri Pósturl Mig langar til að fá upplýsingar um það, hvað maður þarf að vera búin með marga bekki í iðnskóla til að komast að sem lærlingur hjá hárgreiðslukonu. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? D.Á. Fyrsta skrefið er að komast að sem nemi á einhverri stofunni, síðan er skólinn sóttur með- fram vinnunni. Skriftin er ekki beint falleg og fremur ólæsileg, en úr henni má iesa dugnað og ákaflyndi. Gullsmíði Kæri Pósturl Mig langar til að spyrja þig um nokkur atriði varðandi gull- smíðanám. Fer aðalkennslan fram hjá gullsmið? Hvernig er bóklegu námi háttað og hvaða fög laerð? Hvað tekur námið langan tíma? Fær nemandi greidd einhver laun, meðan á námi stendur? Með fyrirfram þakklæti. j.þ. Eftir því sem við komumst næst, er talsvert erfitt að komast að sem nemi hjá gullsmið um þess- ar mundir. En takist það, þá er gullsmiðurinn sjálfur aðalkenn- arinn. Námið tekur 4 ár, þar af er neminn 3 mánuði á ári { iðn- skólanum og lærir þar tungu- mál, reikning, teiknun o. fl. — Hann fær lítils háttar laun sem nemi. Svar til einnar í miklum vanda Þú skalt bara halda áfram að vera hamingjusöm með piltinum þínum. Að vísu þorum við ekki að lofa því ákveðið, að börn ykkar erfi ekki þennan eigin- leika, sem þú lýsir, og höfum raunar grun um, að hann geti komið fram í öðrum eða þriðja lið. En er eitthvað voðalegt við það? Þú ert hrifin af piltinum þínum, og þeir eru áreiðanlega ekki margir, sem llta á þennan eiginleika sem löst eða lýti. Þú getur rætt þetta við lækni, en i öllum bænum láttu ekki þessa smámuni spilla hamingju þinni og tilfinningum þínum til manns- ins. Stafsetningin er góð, nema þú ert ekki viss í reglunum um y. Skriftin er snotur og ber vott um tilfinningahita og mann- gæzku. Steingeitarpiltur og vog- arstúlka eiga vel saman, að því tilskildu, að stúlkan sætti sig við ráðríki piltsins. Ef nafn er falsað Kæri Póstur! Mig langar til að bera aðeins eina spurningu undir þig, og hún er: Ef nafn er falsað á vfxil, getur maður þá stefnt þeim, er það gerir, og er mikil sekt við því? Fer það eftir upphæð víx- ilsins? Með kveðju og virðingu. S.H. Sá, sem getur sannað, að nafn hans hafi verið falsað á víxil, þarf ekki að borga hann. Falsar- inn verður dæmdur til að greiða fjárkröfu samkvæmt víxilupp- hæðinni. Skjalafölsun getur varð- að ailt að 8 ára fangelsi, en við- urlög við broti sem þessu eru ákveðin eftir eðli brotsins og ferli viðkomandi manns. Við fengum þessar upplýsingar í dómsmálaráðuneytinu og von- um, að þær nægi þér. Kennarinn alveg óður Kæri Póstur! Eg þakka fyrir allt gamalt og gott og þó sérstaklega þáttinn um poppið og framhaldssög- urnar. En nú kemur vandamál, sem ég vona, að þú getir ráðið fram úr fyrir mig. Þannig er mál með vexti, að ég er í skóla hér í bæ og læri ensku, eins og sjálf- sagt er. En kennarinn er alveg óður. Ég er frekar góð f ensku, en það er sama, hvað ég geri og segi rétt, hann stekkur alltaf upp á nef sér. Ég er alltaf að drepast úr taugaóstyrk, þegar ég fer í tfma, og ekki batnar hann, þegar ég sé ferlíkið birtast. Hin- ir krakkarnir kvarta um þetta líka, og við vitum hreinlega ekki, hvað við eigum að gera. Eigum við að hætta að mæta í tíma hjá honum eða eigum við að kvarta við skólastjórann? — 4 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.