Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 22

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 22
Ann hafði alls ekki reynt aö spyrja hann. Henni var ljóst að úr þvl aö Mentius ekki vildi vera hreinskilinn, þá var engin von til að fá þau hin til að segja sann- leikann. Jafnvel Sally var farin að hafa gát á tungu sinni, þótt hún hefði sýnt það áður að hún vildi vera hreinskilin, en það var meira en hægt var að segja um Michael. Hún hafði því ekki önnur ráð en að leita sannleikans eftir öðrum leiðum. Næsta morgun bað hún um aö sér yrði ekið til Windischgratz, hinum megin við vatnið. Þar gekk hún inn á litiö veitingahús og bað um aö fá að nota sima, fann númeriö i simabókinni og'hringdi til Stahlings, sagöi til sin og bað hann að hitta sig, hún þyrfti nauö- synlega að tala við hann. Hann kom eftir tiu minútur og þau settust i bás og báðu um kaffi. — Ég viðurkenni, að siðast þegar við sáumst, þá hagaði ég mér eins og kjáni, sagði hann. — Mér fannst þér hafa fullan rétt til aö segja þaö sem þér sögöuö, svaraði hún. — Þaö hefir lika komið á daginn, að þér höfðuö á réttu að standa. — Já, en þetta var samt heimskulegt. Mentius gaf mér ágæt meðmæli, en það er ekki auðvelt að fá svo vellaunaða vinnu, eins og ég hafði hjá honum. En ég skal ekki þreyta yöur meö vandamálum minum. Hvaö var þaö, sem þér vilduð spyrja mig um? — Þér munið liklega eftir þvi að viö vorum svæfð i Aquadorm- hylkjunum i þrjá sólarhringa. Ég trúi ekki aö það hafi veriö eingöngu til reynslu. Ég vil vita hvaðv raunverulega skeöi meö okkur. Stahling hristi höfuöið. — Þá hafið þér farið i geitahús að leita ullar, sagði hann. — Ég veit ekki neitt. Um leið og þiö voruö sofnuö, tók Mentlusar- mafian ykkur I sinar vörzlur. — Mentiusarmafian? — Já, það hefir starfsfólkið kallaö þau, ég á viö Zimmermann, Villeneuve og Schlessing. Þau sögðust þurfa að taka ykkur upp á sjúkradeildina, til að gera rannsöknir á ykkur. — Ég hélt þau gætu gert það með elektróðunum. — Það sagði ég lika við þau. En Zimmermann sagöi aö það þyrfti að gefa ykkur Xenogas, til að halda ykkur i svefni i þrjá sólar- hringa og þau gátu ekki gert það nema þarna uppi. Og svo var fariö með ykkur upp, — meira veit ég ekki. — Fóru þau lika upp meö Martin Hirsch? - Já. — Hversvegna kallið þið þau Mentiusármafíuna? — Vegna þess að þau umgangast aðeins hvert annað og eru svo leyndardómsfull. Þau hafa verið að vinna aö einhverju I fjögurár, en enginn veit hvað það er, en eitthvað er það i sambandi við aldrað fólk’, enda er það sú grein læknavisinda, sem Mentius stundar. Þau búa öll upp á lofti i álmu þjónustufólksins, þau borða saman og tala yfirleitt ekki við aðra en hvert annað. — Eiga þau ekki skyldmenni? — Ekkert þeirra er gift. Ég held að foreldrar Villeneuve búi I Zermatt, en það lítur ekki út fyrir aö hin tvö eigi ættmenni hér um slóðir. — Ekki nein ástasambönd? — Orugglega ekki Zimmermann, hún er hreint vélmenni. Schlessinger þekkir einhverja stúlku i bænum, se'm hann hittir viö og við, en' oftast situr hann einn á herbergi sinu og hlustar á plötur. Klassiska músik, aðallega Bach. — En Villeneuve, hann er svo laglegur. — Jú, hann á sin ævintýri. Stundum er hann meö stúlkunum sem vinna á hælinu, en hann fer vel með það. Hann stundar mikið . fjallgöngur og sund. Hafiö þér hugsað yður að reyna til við hann? — Hann er reyndar sá eini, sem kemur til greina. Ég verð að fá að vita hvað gert var við mig, á ein- hvern hátt. Þvi eitthvaö var gert við mig, það er öruggt. Eitthvað, sem þau vilja ekki aö ég viti. Hún tæmdi kaffibollann sinn. — E'f ég get verið yður eitthvaö til aðstoðar, þá geri ég það með glöðu geði. — Þakka yður kærlega fyrir, mér þykir gott að mega leita til yðar. — Þér hljótið að skilja að viö Kurt Otterlie erum báðir reiöir viö lækmnn. Viö gætum vel hugsaö okkur að gera honum lifiö leitt ef við fáum tækifæri til þess. — Ég skal minnast þess. Ég þakka yður kærlega fyrir komuna. Þegar hún kom aftur til hallarinnar, gekk hún niöur að álmu þjónustufólksins. Það var einföld tveggja hæða bygging, sem rúmaði að minnsta kosti tuttúgu herbergi. Þéssi álma lá eins og i leyni bak við trén og það eina, sem hægt var að segja henni til ágætis, var að útsýnið var stór- kostiegt. Klukkan var að veröa tólf og byggingin virtist mann- laus, svo hún fór inn og leit i kringum sig I tómlegu anddyrinu. Á veggnum var uppsláttartafla og hólf fyrir bréf og blöð handa starfsfólkinu. Hólfin voru með nafnspjoldum og a einu þeirra stóð: Dr. de Villeneuve I A. Hun adlaði að fara að leita hann uppi, þegar hún kom auga á Bill Bradshaw, sem kom niöur stigann, með ferðatösku I hendinni. — Hvað er um að vera, hvert ertu að fara? spurði hún. — Ég er rekinn úr vistinni. — En hversvegna, Bill? — Það má segja að ég hafi gerzt sekur um framhleypni. Reyndar ásaka ég ekki Michael, ég heföi gert það sama i hans sporum. — Þetta er leiðinlegt, Bill, sagði hún og það I einlægni. Henni hafði alltaf veriö hlýtt til Bills. — Og hvað ætlar þú nú að gera? — Ég veit það ekki ennþá. Ég lit eitthvað i kringum mig i Evrópu, I einn eöa tvo mánuði, svo fer ég heim. Ég á eitthvað af aurum i vasanum, svo ég er ekki á flæöiskeri. En ég er feginn að ég gat kvatt þig. Það hefir veriö mjög ánægjulegt aö kynnast þér. — Sama segi ég. Og gangi þér allt i haginn, Bill. Hún rétti honum höndina. Og þegar hann var búinn aö taka upp töskur sinar aftur, spurði hún: — Segðu mér, þekkir þú Villeneuve lækni? — Ég veit hver hann er. — Hvenær er hann vanur að koma frá rannsóknarstofunni? — Þau, þarna þriburarnir láta aldrei sjá sig fyrr en við miödegisveröinn. Þau boröa saman við borð. — Hvað gera þau svo? Hann horfði á hana með forvitni. — Ég reikna með að þau fari til herbergja sinna og leggi sig. Annars veitég ekkertum þau. Jú, biddu við, Villeneuve fer oft niður að vatninu til að synda, þegar gott er veður. — Hvar getur hann synt? — Hérna fyrir neðan. Það er bryggja hérna bak við húsið. Jæja, þarna er leigubillinn kominn .... Það var bill aö flauta við inn- ganginn. Hún fylgdi honum út og veifaði til hans aö skilnaði, þegar hann ók burt og siöan gekk hún I áttina að aðaldyrunum. Um kvöldið beiö hún, þar til Michael var kominn I ró I hylkinu sinu, en þá fór hún i sundbol, skó og ullarpeysu og gekk niöur að vatninu. Það var svalt i veðri þetta kvöldið, svo hún var fegin peysunni. Hún gekk meðfram vatninu, þar til hún kom að báta- bryggjunni fyrir neöan álmu þjónustufólksins. Hún settist fram á bryggjuna og deif tánum I kalt vatnið. Hún haföi gleymt úrinu heima, en hún gizkaöi á að klukkan væri um ellefu. Hún beið lengi, aö minnsta kosti I þrjú kortér, aö hún hélt, en svo var henni orðið svo kalt að hún fór heim að húsinu. Ég reyni aftur annað kvöld og verð þá kannske úthaldsbetri, hugsaöi hún. Og hún hugleiddi með sjálfri sér, hvernig hún ætti að fá hann til að tala. Ef veðrið. aöeins væri betra, en þvi var ekki aö heilsa. Næstu þrjá daga rigndi stöðugt og siöan kom Jculdakast, sem sannarlega ekki var til þess að lokka fólk i miönæturbaö. Ann varð þvi að taka á þolinmæðinni. Lifið gekk sinn vanagang i höllinni. Og einn daginn sagði Michael að Arnold hefði sagt sér frá samtali þeirra. — Ég er feginn aö þú veizt þetta allt núna, mér ar ekkert um aö leyna þig þvi sem hér fer fram. Hún var nú ekki viss um að hann segði sannleikann, ekki eftir þá reynslu, sem hún haföi haft undanfarið, en hún var samt ánægð yfir þvi að hann tók þessu vel, hún haföi verið hrædd um aö hann yröi ergilegur, éf hann frétti um framhleypni hennar og aö hún hefði snúið sér til Arnolds, en ekki til hans. Hún skildi lika að þeim hafði fundizt heppilegra að halda. sem flestu leyndu. Og þvi meira sem hún hugsaði um aö eitthvað væri gruggugt við þaö sem gert haföi veriö viö þau þrjú, hana, Martin óg Hugh, þvi ósennilegra fannst henni þaö, það gat ekki verið að Michael gerði neitt, sem gæti skaöaö hana. Henni fannst lika óliklegt, þegar hún hugsaöi betur um þaö, að Mentius og Sally gerðu sig sek um siöferðilegt brot. Svo voru það rauöu blettirnir, hún gat ekki verið alveg viss um aö blettirnir á eimi hennar og þeir, sem hún sá á Hugh, væru eins. Og ef eitthvað hefðj verið gert við hana, hlaut hún aö veröa þess vör sjálf. Að visu var hún óvenjulega þreytt og máttlaus, en það var heldur ekki uppörvandi að búa þarna og veðrið var lika svo leiðinlegt.... Nei, það var Framhald á bls. 39. 22 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.