Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 9

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 9
Maó Tse-túng og Sjú Te, yfirhershöfSingi rauSa hersins kínverska f Göngunni löngu. Hann stjórnaði rauða hernum síðar í úrslitaátökun- um við her Sjang Kaí-séks. Lengst af mannkynssögunnar hefur saga Austur-Asíu verið aðgreind frá sögu annarra heimshluta, þar á meðal Evr- ópu, og stóð svo að mestu fram á nítjándu öld. En síðan hafa þessi lönd ekki síður en önnur verið í sviðsljósi heimsviðburð- anna, og aldrei fremur en nú. Undir stjórn kommúnista hef- ur Kína rifið sig upp úr þeirri niðurlægingu, sem það var sokkið í vegna eigin stöðnun- ar og ágengni Evrópustórveld- anna, Bandaríkjanna og Jap- ans, sem gert höfðu landið að hálfgildings nýlendu. Og fyrst bylting kommúnista tókst og breyting hins ævaforna kín- verska samfélags í kommún- ískt þjóðfélag er síðan orðin staðreynd, sem ekki er fyrir- sjáanlegt að horfið verði frá, þá verða þeir atburðir, sem voru undanfarar umræddrar byltingar stórmerkilegir frá sjónarhóli heimssögunnar í heild. Einn þeirra atburða er Kortið sýnir leiðirnar, sem herir kommúnista fóru til stefnumótsins í Sénsí (Schensi). Feitustu örvarn- ar sýna leiðina, sem aðalherinn fór undir stjórn Maós, er í þeirri ferð var kjörinn formaður flokks- ins. Dökku flekkirnir eru þau svæði, sem kommúnistar höfðu á sínu valdi 1934. Gangan langa, sem svo er nefnd í kínverskri sögu. Lík- lega hafa nútíma Kínverjar engan atburð í meiri hávegum, þótt leitað sé um alla Kína- söguna. Maó Tse-túng (sitjandi til hægri) tekur við skýrslu frá liðsforingja í alþýðuhernum. Myndin er frá 1937, er kommúnistar höfðu komið sér tryggilega fyrir í Sénsí. Þetta átti sér stað á fjórða áratugnum, þegar kreppu og fasisma bar hæst í heimsfrétt- unum. Kína var þá daglega í fréttunum, enda veður öll vá- lynd þar í landi, ófriður innan- lands og stríð við Japan, þótt lengi drægist að því væri lýst yfir formlega. Kínverskir kommúnistar voru þá þegar komnir vel á legg, þrátt fyrir ýmis skaðvænleg áföll, sem flokkur þeirra hafði mátt þola, og ríktu á svæðum víðs vegar um landið; miðstjórn sú, sem Sjang Kaí-sék og þjóðernis- sinnar hans höfðu komið á fót, var enn veik og hvergi nærri búin að tryggja völd sín í land- inu öllu. Erlendir blaðamenn og diplómatar sögðu þá magn- aðar sögur af einhverjum dul- arfullum leiðtoga rauðliða, sem þeim hafði verið sagt að héti Sjú-maó. Þá vissu fáir að hér var um tvo menn að ræða, sem hvert mannsbarn nú kannast við; þá Sjú En-læ og Maó Tse- túng. En um þær mundir sem hér um ræðir voru þeir enn svo lítt þekktir, að jafnvel kín- verskur almenningur taldi þá eina og sömu persónuna. Eftir að upp úr sauð milli Sjang Kaí-séks og kommún- ista gerði hann út á árunum kringum 1930 ekki færri en fimm heri þeim til höfuðs, en þeir gersigruðu fjóra þá fyrstu. Fimmta sóknin hófst í október 1933. Hafði Sjang þá á að skipa bæði miklu liði og fríðu, sjö- tíu og fimm herfylkjum með nærfellt einni milljón her- manna, sem höfðu til víga meðal annars skriðdreka, flugvélar og stórar fallbyssur. Mikinn þátt í að aga þann her og kenna honum meðferð 1» 5. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.