Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 24

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 24
ER LÍF A STJÖRNUNUM? Kjartan Kjartansson, formaður Félags Nýalssinna. Til að fyrirbyggja allan mis- skilning skal það tekið fram, að Nýalssinnar telja félag sitt ekki trúarlegs eölis, heldur raun- vfsindalegs. Félagsmenn eru nú um 250 talsins, en margir aðrir hafa sýnt starfsemi félagsins áhuga og mætt á sambands- fundum. Formaður félagsins er Kjartan Kjartansson, vél- fræðingur, og eftir að hafa skoðað Stjörnusambandsstöðina og verið viöstaddir fundi, spurðum við hann nokkurra spurninga um starfsemi og tilgang félagsins. Fyrst spurðum við hann um upp- runa þess. — Félag Nýalssinna var stofnað 1950 að frumkvæði Þorsteins Jónssonarj bónda og rithöfundar á Olfsstöðum, sagði Kjartan, — og tilgangur félagsins er að vinna að útbreiðslu á uppgötvunum dr. Helga Pjeturss, um eðli og tilgang lifsins i alheimi. En við erum þess fullvissir, að uppgötvanir hans séu slíkar að vöxtum og viösýn, að um undir- stöðuþekkingu sé að ræða, er nægi sem leiðarvísir til þeirrar vitframsóknar, sem mannkynið veröur að hefja, ef ekki á illa að fara. Kenningar hans eru ó- missandi undirstaða til frekari framfara I vitvisindum, og þær sýna það ljóslega, að það er mannlegu viti ekki ofurefli að gera sér grein fyrir sjálfu sér eins og talið er. — Hvers eðlis eru þessar upp- götvanir, sem þú lætur svo mikið af og hvernig stendur á þvi, að þær eru ekki þekktari en raun ber vitni? — Til þess aö skilja uppgötvanir dr. Helga Pjeturss er nauösynlegt að hafa einhverja lágmarks- þekkingu á stjörnufræði. En ég eftir að hann skrifar höfuðrit sitt, Nýal, að menn tala um það sem nokkurnveginn eðlilegan hlut, sem Helgi gekk út frá sem forsendu. — Hvernig uppgötvar Helgi það, sem þú kallar lifssambandið á milli stjarnanna? — Það, sem leiddi til þessarar höfuðuppgötvunar, var skilningur hans á eðli svefnsins og draum- hefi margoft orðið þess var, mér til mikillar undrunar, að fjögur hundruð árum eftir aö Brúnó upp- götvaði, að fastastjörnurnar eru sólir, virðist ástandið vera þannig, að nú seint á tuttugustu öldinni er það ekki almenn þekking, að allflestar stjörnurnar á himinhvolfinp eru sólir, sama eölis og okkar sól. Mynd sú, sem þessarí grein fylgir, er af sólnasveip, sem i eru eitt hundrað þúsund milljónir sólna, og eru sveipir þessir kallaðir vetrar- brautir og fjöldi þekktra vetrar- brauta er þúsund milljónir. Svo furðuleg sem þessi mikla smið er og hin liflausa stjarnfræði, þá er stjörnuliffræöin miklu furðulegri. Helgi uppgötvar lifssambandið á milli stjarnanna og til þess að geta fylgzt með honum I þeim málum, verður að vita af stjörnunum. En þegar Helgi birti kenningar sinar fyrir fimmtiu árum, var það rikjandi skoðun, að jörðin og plánetur okkar sólkerfis væru einu jarðstjörnurnar á^ himninum, sól okkar átti að vera einstök að þvi leyti að eiga sér fylgihnetti. Og er þá ljóst, að fyrirvari þess að tala um lifið á stjörnunum er auðvitað að átta sig á þvf, að stjörnurnar eru til. Nú er það almenn skoðun stjarn- fræðinga, að flestum ef ekki öllum sólum fylgi jarðhnettir og á þeim þróist lif. Til dæmis telur stjarnfræðingurinn Desmond King-Hele, að i okkar vetrarbraut séu 2.500.000.000 jarðhnettir með lifi á og þar af 100.000.000 með það þróuðu lífi, að reynt sé á þessum hnöttum að hafa samband við aðra hnetti. Skilst af þessu, hvers vegna kenningar Helga eru ekki þekktari en raun ber vitni. Það er ekki fyrr en nú, fimmtiu árum Miölarnir og fleiri fundarmenn haldast I hendur, tii aö sambandiö veröi betra. Sigriöur Guömundsdóttir, cinn miöla Stjörnusambandsstöðvarinnar, f sambandsástandi. llún cr húsmóöir i Keflavlk, en kemur tvisvar i viku inn I Kópavog til að taka þátt i sambandsfundum. Stjórnandi hennar'er ásynjan Lofn. lifsins. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þar sé um lifmagn að ræða og sambönd vitunda. Hann áttar sig á þvi, að draumar eins eru ævinlega að undirrót vökulif annars, að draumar séu þannig tilkomnir, að hinn sofandi maður fái samband við einhvern vakandi mann og sjái að nokkru og heyri það, sem hinn vakandi maður sér og heyrir. Framhald þessa skilnings var svo sú stórkostlega uppgötvun, að samband hins sofandi manns var ekki einungis við samstirninga hans, heldur einnig og miklu oftar við íbúa annarra hnatta. Er hér svo mikil nýjung á feröinni og vitundarútvikkun, aö aldrei hefur stærra stökk fram á við verið tekið i vitsögu mannkynsins hér á jörö. Og er vel skiljanlegt, að það taki menn töluverðan tíma að átta sig á, aö hér er ekki sagt frá hugarburði eða getgátum, heldur náttúrufræði eins og hún getur fegurst orðiö. Framhald upp- götvunarinnar á draum- sambandinu er, að svefnnæringin verður fyrir inngeislun lifmagns, sem draumurinn eins og berst með. Ætti hver og einn aö geta 24 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.