Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 5
Vona, að þetta lendi ekki í körf- unni. Kærar þakkir og heilmikið af kveðjum. Ein á skólabekk ásamt skólafélögum. P.S. Hvernig er stafsetningin? cZZ Lýsing þín er vitanlega bara önnur hlið málsins, en ef við göngum út frá því, að hún sé sönn og rétt, þá hafið þið fyllstu ástæðu til kvörtunar. Geðvonzka er vægast sagt óheppileg lynd- iseinkunn kennara. Við leggjum til, að þið gerið út nefnd á fund skólastjóra og standið fyrir ykk- ar máli æsingalaust og skynsam- lega. Það væri óviturlegt að gera uppreisn gagnvart mann- inum, án þess að reyna kurteis- legri leiðir fyrst. Stafsetningin er í góðu lagi, en skyldi vera hætt að kenna kommusetningu í skólum landsins? Hann færði sig nær og... Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, og ég vona, að þetta fyrsta bréf mitt lendi ekki í ruslakörfunni. Þannig er mál með vexti, að ég er hrifin af strák. Ég hef nokkr- um sinnum talað við hann, en hann er ferlega feiminn. Og núna um daginn var ég að dansa við hann á balli, þá kom vanga- lag, og við vorum frekar vand- ræðaleg, en vönguðum ekki. En meðan á laginu stóð, var hann alltaf að færa mig nær sér og kreista höndina á mér. A ég að skilja sem svo, að hann sé hrif- inn af mér, en sé of feiminn til að láta það í Ijós öðruvísi? — Hvað lestu úr skriftinni, og hvernig eiga tvíburarnir (kven- kyn) og fiskarnir (karlkyn) sam- an? Ein, sem er í leit að sannleikanum. Ósköp er þetta elskulegt og sak- leysislegt bréf. Það er svo gam- an að vera ungur og halda í höndina á einhverjum. Auðvitað er hann hrifinn af þér, eða kannski er hann bara hrifinn af því að halda utan um indæla stúlka og kreista á henni hönd- ina. Hverju skiptir það? Þú get- ur a. m. k. verið handviss um, að hann hefur ekkert á móti þér. Vertu þolinmóð og auðvit- að pínulítið elskuleg og uppörv- andi við hann, og svo verðum við að vona, að vangalagið verði lengra næst. Og þakkaðu bara fyrir, að hann skuli vera svolít- ið feiminn. Við lesum bliðlyndi og snyrtimennsku út úr skrift- inni þinni. Tvíburakona og fiska- karl þurfa að leggja dálítið að sér, svo að samskipti þeirra megi blessast. Tvíburi eða krabbi? Kæri Póstur! Ég er í miklum vafa. Það er um stjörnumerki. í sumum blöðum er ég í tvíburunum,' en í öðrum í krabbanum. Ég er fædd 21. júní. Hvað lestu úr skriftinni? Stína. Samkvæmt okkar kokkabókum tilheyrir þú tvíburamerkinu, en auðvitað hlýtur krabbinn að hafa sín áhrif. Við leggjum til, að þú lærir venjulega skrift, þvi það hlýtur að vera seinlegt að skrifa löng bréf með prentstöfum. MEÐMÆLI ÞEIRRA, SEM NOTAÐ HAFA GRENNINGARFÖTIN ER YÐUR GÓÐ TRYGGING D. I. GRENNINGARFÖT gera nú öllum kleift að grenna sig, og það á þeim stöðum likamans, sem hver og einn þarfn- ast. Hið vandaða og sérframleidda efni, sem i fötunum er, orsakar útgufun líkamans og kemur sfarfsemi hans af stað. Vatnið í yztu vefjum likamans leitar út. Með þessu nást offitulög í burtu, en þó aðeins þar sem grenningarfötin eru notuð. Velliðan yðar og öryggi eykst við að grennast. Fimm mismunandi grenningarföt gefa yður kost á að grenna þá staði likamans, er þér óskið. EINFÖLD NOTKUN: Klæðist fötunum f 1—2 klst. daglega eða meðan þér sofið. * * * Frú D. J„ Randers, hefur losnað við 16 kg á 1 Vz mánuði og skrifan „Það var gleðidagur f lifi minu, þegar ég gat aftur notað kjól nr. 40. Áður komst ég með naumindum í kjólastærð 46." ..Vinkona mln mælti með grenningarfötunum við mig vegna þess góða árangurs, sem hún hlaut við notkun þeirra." Frú M. H. Nordborg. ,.Á föstudaginn var kom pöntun min á grenningarfötunum til min. gerð A og D. Ég hef á þessum þrem dögum létzt um 2 kg." Frú H. E. Amot, Noregi. „Ég hef losnað við 3—4 kg fyrir ofan mitti á einum mánuði." Frú. I. C. Fjelleröd. „Ég hef séð grenningarfötin hjá vinkonu minni og sá líka, að hún hefur grennzt, þess vegna vil ég líka reyna." Frú M. N.f Silkeborg. „Eg mæli með grenningarfötunum." Frú J. T. B„ Aarhus. Frú M. Timring, Herning, Danm., sagði í símtali: „Ég er fjórum cm grennri um mittið eftir eina viku." „Ég 'vil hér með þakka fyrir hin einstöku grenningarföt. Á þrem mán- uðum hef óg grennzt um 12 kg." Frú M. H„ Grindsted. Œ-rED Þessum augljósa árangri náði frú O. Christensen, V.N., vegna notkunar á hinum einstæðu D. I.- GRENNINGARFÖTUM. Og árangrinum náði hún eftir aðeins 7 mánaða notkun. r i i ------------—^ Vinsamlegast sendið með litmyndabækling yðar og nánari upplýsingar um D. I. GRENNINGARFÖTIN mér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga frá minni hálfu. i Nafn: ^ Gata: I | Borg: ! HEIMAVALR8KV8ÍÍ39 5. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.