Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 23

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 23
I)r. llelgi Pjeturss. ER LÍF Á STJÖRNUNUM? Rætt við Kjartan Kjartansson, formann Félags Nýalssinna. Hvaft skin yfir sofandi barnsins brá. — Sanmeikurinn er, að Heígi áttaiði sig á, þegar hann komst til skilnings á eðli draumanna, að ekki er til einungis ótölrdegur grúi hnatta, heldur einnig, að á þeim er lif. Heimsálfusamlikingin er undirmálshugsun, fædd af háskóiafræði spennitreyju........ hvaft birta oss draumar, sýn og spá um lif allra stjörnulanda? Mun jarftskólinn storkna vift reglur og rit, þar raunheimur skeröir sitt eigift vit? — Vér finnum afteins sem fjarlægan þyt a( flugtökum hærr' anda. Einar Benediktsson, i kvæftinu Davift konungur. Innarlega við Álfhólsveg i Kópavogi er hús, sem lætur ekki hóti meira yfir sér en flest hús önnur við þá götu. Engu að siður fer þarna fram starfsemi, sem ekki aðeins er einstæð hér á landi, heldur og á sér enga hliðstæðu á gervallri jörðinni. Þetta er Stjörnusambandsstöð Félags Nýalssinna. Flestir eða allir tslendingar munu hafa heyrt dr. Helga Pjeturss getið, en ei til vill er efni kenninga hans, sem hann setti fram í bókunum Nval, Ennýal, Framnýal. Viðnyal, Sannýal, Þónyal og fleirum, ekki öllum Texti: Dagur Þorleifsson. jafnljóst. Þar eð Vikan taidi liklegt, að mörgum lesendum hennar væri forvilni á að kynnast þessum kenningum og starfsemi Félags Nýalssinna nánar, lagði hún leiö sina á Alfhólsveginn og var viðstödd sambandsfundi, sem fara nú fram tvisvar i viku. á mánudags og fimmtudags- kvöldum. Að forminu til eru fundir þessir ekki ósvipaðir miðilsfundum spiritista. en þó frábrugðnir þe.im á ýmsan hátt, til dæmis fara þeim fram i birtu, og miðlar eru fleiri en einn, venjulega þrir Fundarmenn sitja I hring, stilla saman hugi, miðlunum til stuðnings, og hjálpa þeim þannig til að komast i samband. Og þeir, sem hér tala gegnum miðlana, eru samkvæmt skoðun Nýalssinna einkum fólk, sem framliðið er héðatt af þessari jörð, en iifir nú nýju lifi á hnöttum einhversstaðar úti i liinum ómælanlega geimi. Hver miðill hefur sinn eigi : stjórnanda, þannig er dr. Helgi Pjeturss sjálfur stjórnandi eins miðilsins, Rikharður ljónshjarta, fyrrum Englandskonungur og krossfara- leiðtogi, stjórnar öðrum, gyðjan logn þeim þriðja Oegnum nuðlana hala latið til sin heyra Myndir: Sigurgeir Sigu rjónsson . fjölmörg stórmenni, erlend sem innlend, sem lifað liafa á jöröu hér, og má þar á meðal nefna Sókrates, Isaac Newton, og af innlendum framámönnum i seinni tið tii dæmis þá Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, og Asgeir forseta Asgeirsson. Og ekki nóg með það, það eru ekki einungis framliðnir menn, sem láta til sin heyra á sambands- fundum Nýalssinna, heldur og guðir og þá helzt hinir fornu guðir Germana, Æsir, sem Nýalssinnar telja. að séu raunar lifandi verur á öðrum hnöttum, á æðra þroska- stigi en ibuar þessarar jarðar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.