Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 40

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 40
hingað með sér og hann vissi mæta vel að ég myndi kaupa hass fyrir peningana og þar af leiðandi halda kyrru fyrir á herbergi minu og alls ekki verða á vegi hans daglega. Það var beinlinis það sem hann vildi. En þegar ég fór að valda honum ónæði, þá leigði hann þessa varðhunda. Akvörðun hans er sú sama, nefnilega að halda mér kyrrum í höllinni. — En hversvegna, Martin, hversvegna? — Ég veit það ekki. En hann gerir aldrei nokkurn hlut, án þess að eitthvað búi undir. Og ég held að maðurinn þinn sé að gera nákvæmlega það sama við þig. Ann lokaði augunum. Angistin greip hana, vegna þess að hann sagði það, sem hún hafði alltaf verið hrædd um. — Ég held þú hafir á réttu að standa.sagöi hún að lokum. — Og ég hefi verið að reyna að finna einhvern, sem gæti sagt okkur sannleikann um hvað gert var viö okkur í hylkjunum, þvi að ég efast um að Mentius hafi sagt okkur sannleikann. En við megum ekki láta á þvi bera að við séum tor- tryggin, við verðum að fara var- lega, Martin. Og það væri ekki verra að þú reyndir áð láta hassið vera. — t>að er rétt. Ég hefi hugsaö heilmikið um liferni mitt þessa dagana. Ég verð að komast frá honum. Mig langar til að dvelja hér f Evrópu og reyna ....Hann varð vandræðalegur. — Þér finnst það kannske skritið, en ég er svolitiö að dunda við aö yrkja ljóð. — Mér finnst það ekkert heimskulegt. Mig langaði einu sinni til að verða ballettdansmey, en ég gafst upp. Það sem skiptir máli, er að reyna fyrir sér. Þá veit maður að maður gerir það sem hægt er. — Já, það er satt. Hann brostr og stóð upp. Þetta var i fyrsta sinn sem hún hafði séð á honum elpðisvip — Það er liklega bezt að ég hypji mig. iiun l>lgdi honum gegnum svefnherbergið, en við dyrnar nam hann staðar og leit á hana. — Mér finnst næstum undarlegt að hugsa um pabba og manninn þinn sem ,,þá”; Næsta dag skein sólin og aftur varð hlýtt i veðri. Ann beið, þangaö til Michael var sofnaður, þá fór hún i sundbolinn og gekk niður að vatninu. Þegar hún kom aö bátabryggjunni, sá hún aö Villeneuve var þar að synda. — Er vatnið kalt? kallaði hún. — Svolitið svalt en ljómandi gott. Rödd hans var mjög elskuleg. — Er nógu djúpt til að stinga sér? — Já, já, það eru fjórir metrar. Hún stakk sér og varð hrollkalt i fyrstu, en svo náði hún sér fljótt og synti rösklega kringum bryggjuna, siðan tróð hún marvaða. — Komið þér oft hingaö til að synda? Hann svaraði ekki strax og þef»ar hann svaraði, var röddin háðsleg: — Nei, vitið þér nú hvað, frú Brandywine. Þér hafið verið hér áður og bersýnilega veriö aö biða eftir einhverjum, þar sem þér reynduð ekki að synda. Ég held að þessi staður hafi ekki orðið fyrir valinu hjá yður, nema vegna þess að þér vissuö að ég er vanur að synda hér. Hún hló. — Þá hefi ég komið upp um mig! Allt I lagi, ég viðurkenni það. Ég hefi verið aö vona að ég gæti hitt yður. — Ég þakka gullhamrana, það er að segja, ef þér talið ekki um læknisfræði við mig. — Það dettur mér ekki i hug. — Veit maðurinn yðar að þér eruð hér? — Til aö hitta svona áðlaðandi ungan lækni? Nei, svo heimsk er ég ekki. Hún lagöist á bakið og lét sig fljóta i áttina til hans. — Hann er örugglega geymdur I frysti- kistunni. Hún var farin að venjast myrkrinu og hún sá aö hann horfði stöðugt á hana. — Leggið þér i vana yðar að eltast viö unga lækna? spurði hann i striðnistón. — Það skiptir ekki máli hvort þaö eru læknar eða ekki. Aöeins að þeir séu ungir . . .og aðlaðandi. Skyldi ég hafa gengið of langt, hugsaði hún. Það er liklega bezt að fara varlega. — Þetta er fjarskalega leiðinlegt, þegar maður er ekki sjálfur i þessum aðgerðum. Leiðist yður aldrei sjálfum? Ég á við, er það ekki leiöinlegt að fást við aö lagfæra forngripi? — Ég lít ekki á fólk eins og húsgögn, svaraði hann rólega. — En stundum er ég leiður á þessu, það viðurkenni ég. — Þér segið vonandi ekki frá þessu ævintýri mlnu, maðurinn minn er hræðilega geðvondur á köflum. — Eg skal ekki segja frá. — Það var fallega sagt. Hvaö heitiö þér? — Claude. — Ég heiti Ann. Sæll, Claude. Er ekki fleki þarna úti? Eigurrt við að koma i kappsund þangað. Nokkrum minútum siðar hófu' þau sig upp á flekann, hlæjandi, en svolitið móð. — Finnst þér ekki maðurinn þinn vera farinn að yngjast tölu- vert? spuröi hann. — Þau eru öll unglegri. Mentiusarmafian hefir gert kraftaverk. . — Jæja, svo þú hefir heyrt um gælunafn okkar. i — Það er sagt að þið hafiö fengið þetta nafn, vegna þess hve leyndardómsfull þið eruð. — Við erum neydd til þess, vegna Mentiusar. Ef þaö kæmist upp hvaða aöferöum hann beitir, þá myndu aörir fljótlega gera þaö sama. En það er ekki hægt að fá einkaleyfi á ensymum. Það veröur ekki hægt að halda þessu leyndu mikið lengur, en það má ekki vitnast hver aðferð er notuð. Hugsaðu þér hvaö myndi ske, ef allir færu að nota þetta, ef ekki ein einasta vera létist 1 nokkur hundruð ár. . — Ég býst við að þessvegna séu herra Hirsch og þau hin svo ákveöin I að halda aðferðinni Ieyndri, sagði hún. — Sá sem eignast einkaleyfið á Mentas, verður mjög voldugur maður, er þaö ekki? — Voldugastur I veraldar- sögunni. Hún fann að hann snerti hné hennar. — Þetta eru nú ekki sérlega rómantiskar samræður, sagði hann. Hún hló. — Mér finnst þetta fjarskalega rómantiskt, svaraöi hún. — Kemur þú I veizluna hjá lafði Kitty? — Nei, ég á fri þá helgina og ég ætla að heilsa upp á foreldra mina. En ég sé eftir þvi nú að hafa lofaö að heimsækja þau. Hann tók hana I faöm sér og kyssti hana og hún stritaði ekkert á móti. En þegar hann fór að taka niöur um hana hlýrana á sund- bolnum til að kyssa brjóst hennar, sagöi hún: — Gerðirðu þetta þegar ég var i Aquadorm- hylkinu? — Mér meira en datt það I hug. — Barst þú mig upp? — Nei, við notuðum hjólabekk. Hún smeygði sér varlega úr örmum hans. — Ekki meira i kvöld, sagði hún með eggjandi látbragði. — Ég vil ekki aö þú missir áhugann á mér. Við sjáumst annað kvöld. — En ef mig langar ekki til að hitta þig þá? Henni fannst rödd hans reiðileg og hún var ekki hissa á þvi, vegna þess hvernig hún hafði sjálf hagaö sér. Hún reis upp og hló striðnis- hkátri. — Þá færðu aldrei að vita hvers þú hefir fariö á mis. Hún stakk sér og synti til lands. Hann haföi talaö eitthvað um framleiðslu á Mentas, en hvaðan fengust þessi ensym? Voru það ensym úr lifandi manneskjum? * Eins og RNA? Og þá sennilega úr ungum manneskjum. Úr henni sjálfri? Mentius hafði sagt þeim aö* þetta ensym færi að hverfa úr likamanum um tuttugu og fimm ára aldurinn og það væri ástæðan fyrir þvi að likaminn tæki að eldast. Hann hafði fundið þetta ensym, og gat ekki framleitt þaö ólifrænt og til að ljúka rann- sóknum sinum haföi hann þurft fjármagn. Að likindum hafði Arnold Hirsch, sem sist gat beöið, aldursins vegna, spurt Mentius, hvort ekki væri hægt að fá þetta ensym úr yngri manneskjum. Og Mentius haföi ábyggilega staðfest það. Þá hafði Arnold boðiö fram son sinn og laföi Kittu hinn unga elskhuga sinn. Já, og Michael hina ungu konu sina. Þetta var grimmdarlegt, ótrijlega 40 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.