Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 15

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 15
Naujardlak er fertug. Hún er af gamla skólanum. Hún er ein af þeim veiftimannaknnum . sem una hag sinum vel á Norðvestur- —Grænlandi. llun er iyrst og fremst kona veiðimannsins, klædd bjarskinnsstigvélum og sokkum úr héraskinni. Knnur veiðimannanna. Kona sem elur upp sjö-átta börn i óþettum bragga, sem hún hefur fengið að gjöf frá Dönum. Konu, sem hiklaust fer með manni sinum i langar sleðaferðir, til að veiða og draga björg i bú og hefur þá oft börnin sin með sér. Konu, sem kann að fara með sleðaeyki, byssur og skutla. Konu, sem kann að hirða selskinn og kjöt og tyggur skinn- stigvél mannsins sins á morgnana, til að mýkja þau. Ég hitti tvær Eskimóakonur, sem ég mun seint gleyma, Torgne, sem er þrjátiu og tveggja ára og hefur reynt að brjótast burt frá sinum frumstæðu heim- kyrnium og Naujardlak, sem býr þar enn og unir glöð við sitt. A leiðinni heim. Torgne er læst inni i bragga i Nato-stöðinni i Thule, sem er eiginlega umferðamiðstöð fyrir þá Eskimóa, sem reyna að leita hamingjunnar i Danmörku. Þetta er eina umferðaæðin til hinna norðlægu byggða, þrjátiu milum fyrir norðan Thule. Torgne er á heimleið, til fæðingarþorpsins Qanaq. Hún er aö koma frá Kaupmannahöfn, þar sem hún hefir unnið sem gangastúlka á sjúkrahúsi. Það er herlögregluvörður við braggadyrnar og sjónvarps- upptökuvél fest Á einn vegginn. Þessar varúðarráðstafanir eru gerðar henni til verndar. Hún er nefnilega eina konan þarna meðal tvöþúsund karlmanna. Karlmanna, sem ekki hafa séð kvenmann i heilt ár . . . . Hvernig sem það nú atvikaðiSt, þá sátum við tvö saman við borð á norölægasta næturklúbb heimsins, „Top of the World”, þegar liða tók að miðnætti. t þorpunum er mikill fjöldi barna. Venjulega bera þau ekki föðurnafn. Þarna er raunveru- lega hægt að tala um frjáls uppeldi. Börnin mega gera þaðsem þau vilja —og gera þaö. Við vorum svo að segja á sömu leið. Hún með þyrlu og ég, ja, ég get tekið mér i munn orð foringjans, sem átti að sjá mér fyrir farartæki: Meö hverjum fjandanum sem þú vilt, að þvi undanskildu, Vð ég mátti ekki stiga inn i Nato-þyrlu. Það varð dauðaþögn, þegar við skunduðum inn i salinn. Það heyröist ekkert hljóð, annað en 1 hringlið i ismolum i drykkjar- glösum Torgne er mjög smávaxin, en hún stækkaði verulega I minum augum. An þess að blikna gekk hún keik á undan mér inn i salinn. Og nú hafði þögnin verið rofin af ruddalegum hláturrokum og hvislingum. En mér varð ekki um sel, þegar ég sá i hvaða vandræði ég hafði komiö henni. Við fengum ekkert næði viö borðiö, þeir komu einn og einn og Framhald. af bls. 33. A vorin taka fjölskyldurnar sig upp og fara i langar sleðaferðir til að veiða sel og rostung. Hér á myndinni sést ein fjölskylda á áningastað. 5.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.