Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 16

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 16
HVAÐ SEGJA FORELDRARNIR UM KYNFERDISMÁL í Nú á dögum er fólk sem óðast að endurskoða afstöðu sína til kynferðismála. Þess vegna er brýn þörf á hlutlausum og fræðandi skrifum um þessi mál. Bókin „Sextán ára - eða um það bil” eftir Lizzie Bundgaard er skrifuð fyrir unga fólkið og foreldra þess. Hún er tiiraun tii.þess að fá þessar tvær kynsióðir til að ræða kynferðis- vandamálið á nýjan hátt. — Skömmu fyrir jólin kom bókin út i islenzkri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Höfundurinn, Lizzie Bundgaard, er kunn dönsk blaðakona, sem hefur skrifað mikið um vandamál unglinga i nútimaþjóðféiagi. Vikunni finnsf ástæða til að kynna þessa bók litillega og birtir hér fyrsta kafla hennar. Birgitta er tæpra fimmtán ára. Fyrir skömmu fékk hún bók að gjöf frá frænku sinni, sem er eldri en hún. Bókin var um. vandamál kynþroskaaldursins, verjur og hve erfitt það er bæði fyrir drengi og stúlkur að byrjá að sofa saman. Móðir Birgittu opnaði pakkann, leit á titil bókarinnar og sagði: „Við geymum þessa bók, þangað til þú ert orðin eldri, vinan. Þú ert ekkert farin að hugsa um svona lagað enn . . . .” Birgitta hreyfði engum mót- mælum.-Hún vissi, að kynferðis- mál voru ekki rædd þar á heimilinu. Foreldrar hennar höfðu að visu sagt: ,,Ef þig langar til að vita eitthvað, skaltu bara spyrja! ” En Birgitta spurði einskis. Henni fannst það óþægilegt. Hún hélt lika, að mamma hennar fengi áfall, ef hún spyrði allt i einu: „Hvernig er að kyssa strák?” eða „Hvernig er að fá fullnægingu?”. Félagar hennar i skólanum töluðu mikið um kynferðismál, og nokkrar stelpurnar sögðust hafa reynt að sofa hjá strák. En Birgitta vissi ekki, hvort það var satt. Kennslukonan hafði lika sagt þeim frá, hvernig börn yrðu til. En þeir hlutir, sem Birgitta braut mest heilann um, voru alls ekki ræddir i skólanum. Það var einkum á kvöldin, þegar hún var háttuð og lá ein i myrkrinu, að hún hugsaði um, hvernig það Lizzie Bundgaard, höfundur bókarinnar „Sextán ára eða um það bil”. væri að láta dreng gæla við sig. Hún varð alltaf eitthvað undar- leg, þegar hún kom við sig á ákveðinn hátt. Birgittu langaði til að lesa bókina frá frænkunni, þvi henni fannst eins og hún hefði getað svalað forvitni hennar. Henni fannst undarlegt, að mamma hennar skyldi fela bókina. Mér finnst framkoma móðurinnar lika dálitið kjánaleg. Húnhefði heldur átt að rétta Birgittu bókina og segja: „Þetta er bók, til þin. Þú skalt lesa hana.efþú nennir,ogefþarna er eitthvað, sem þú skilur ekki, getum við spjallað saman um það.” Ef móðirin hafði ekki lesið bókina, hefði hún getað bætt við: „Kannske fæ ég hana lánaða hjá þér seinna, ef ég má. Kannski get ég fræðzt af henni. Og við getum betur talað um hana — ef þig langar til þess — ef við höfum báðar lesið hana.” Þannig hefði hún getað 16 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.