Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 32

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 32
skyldugt til að ræða vandamálin við foreldra sína. Þannig má leið- rétta margan misskilninginn og losna viö óþarfan ótta. O—o—O ER LÍFÁ STJÖRNUNUM? Framhald af bls. 25. orkuþurrð seg;r annar, fersk- vatnsleysi, geislavirkni, og svo mætti lengi telja. Svo er þaö mengunin, mengun lands, lofts og lagar, aö ógleymdri hugarfars- menguninni, sem Sigurður Magnússon hjá Loftleiðum benti svo réttilega á. Er það rétt at- hugað hjá Sigurði að telja það verstu mengunina, þvi aö öll mengun hlýtur að vera afleiðing rangs hugarfars og þar af leiðandi verður aö byrja á því aö breyta hugarfarinu, ef mann- kyniö á að átta sig á þvi, að þaö er oröið nokkuð brýnt að moka sinn eiginn flór. Ein af aðaluppgötvunum Helga er uppgötvun hans á stilli- lögmálinu, en með skilningi á þvi skapast möguleikar til þess að færa sér i nyt þekkinguna á lifs- sambandinu á milli stjarnanna. Með þvi að átta sig á, að rikjandi hugarfar á hverjum stað ræður þvi, hvaöan magnast er, opnast möguleiki til þess að notfæra sér betra hugarfar á öðrum hnöttum. Er það ekki að ófyrirsynju, að biskupinn okkar varaði menn við, I prédikun sinni i Dómkirkjunni siðastliðið aðfangadagskvöld, að liala samband ■ við stjornur, þar sem illa er lifað. Hinn nýi fagnaðarboðskapur er skilningur þess, aö það, er frá stjörnunum, sem hjálpar er að vænta. 1 framhaldi af þessu kemst Helgi að þeirri niöurstööu, að framvindustefnurnar eru tvær. Lifstefnu og helstefnu kallaði hann þær eða diexelixis og dysexelixis og ættu þeir, sem lesið hala „Kristmhald undir Jökli”, að kannast við þau hug- tök. Ber að þakka Laxness það að vekja athygli manna á kenningum dr. Helga með skrifum sinum um Goodman Syngman, sem ég sé ekki betur, en að eigi að vera hugmyndir listamannsins um dr. Helga Pjeturss. Helstefnan er stefna vaxandi þjáningar, sú lifsviðleitni, sem fóstrar með sér sjúkdóma, styrjaldir, eyðingar-visindi og trúarbrögö. En lifstefnan er leiðin til ávallt fullkomnara lifs. Þar sem lifstefnan ræður. þar hafa lifendurnir áttað sig á, hvað lifið i eöli sinu er og lilgangur þess. Þá fyrst geta menn orðið þeir þátt- takendur i framþróun lifsins i alheimi, sem svo mikil nauösyn er á. — Rikir þá helstefna hér á jörð og ef svo er, hvernig verður stefnunni breytt? — Ef mönnum er það ekki ljóst, að hérá jörð rikir rakin helstefna, er það sönnun þess, að svo sé. Fyrsta skrefiö til lækningar á drykkjusýki er, að viðkomandi átti sig á. að hann er drvkkju- sjúklingur. Til þess að breyta til lifsteínu verður mannkyniö eöa einhver hluti þess að horfast i augu við þá staðreynd, að svo haldi fram sem horfir, þá er stefnt beint af björgum fram. Grunur • um að illa horfi og fávizkubjartsýni um það, aö ,,þeir” bjargi málum, er ekki nóg. En ,,þeir” i huga afskipta- leysingjanna eru vist allir aðrir en þeir sjálfir. — Gerum ráð fyrir, að menn átti sig á hinum tveim framvindustefnum, hvert er þá framhaldið? — Framhaldið verður að vera, aö menn uppgötvi þá stórkostlegu hæfileika, sem mannshugurinn býr yfir og notfæri sér þá mögu- leika, sem skapast, ef þeir yrðu nýttir. Aður nefndir möguleikar koma ekki að haldi fyrr en menn átta sig á þvi, að þeir eru að öllu eðli og upplagi sambandsverur. Og vilji menn sannreyna þetta eðli sitt, geta þeir i þvi efni byrjaö á að athuga drauma sina frá nýölsku sjónarmiði. Eftirfarandi grein, sem tekin er upp orörétt úr Nýal, er góöur leiöarvisir þeim, sem þetta vilja reyna. Hún er svohljóðandi: ,, . . . til sérhvers orðs i með- vitundinni svarar sérstakt ástand heilans. Og ef nú getur flutzt orð frá huga til huga, þá er þaö af þvi að ástand eins heila getur haft þau áhrif á annan heila, að sama ástand verði þar. Eöa með öðrum oröum, ástand eins heila getur framleitt sig i öðrum heila. En ef svo er, þá getur alveg eins flutzt frá einum heila til annars það ástand, sem samsvarar mynd i meövitund þess, sem heilann á. En það verður sama sem að einn maður geti séð með augum annars. Eða meö öörum orðum: þaö sem ein augu sjá, getur komið fram, eigi einungis i þeim heilanum sem augun fylgja, heldur einnig i öðrum.” Sem sagt, draumvitund eins er meðvitund annars.” — Menn eru þá i draunn aö hnýsast I einkalif annarra. — Svo má aö oröi kveöa, og það sem merkilegast er, eins og áður er sagt, er það að þessir aðrir eru langoftast menn á öörum hnöttum. - Er þetta nú ekki einum of langt gengið? — Á þessu má átta sig með þvi aö athuga drauma sina, ef þaö er gert án fyrirfram sannfæringar um það, að hinn meðvitundar- lausi maður, en það eru menn i svefni, búi ekki sjálfur til sýnir þær, er honum birtast i draumi. Hvernig stendur á þvi, að menn sjá til dæmis i draumi allskonar tæknibúnað, sem ekki er til hér á jörð? Hvernig getur ófróður maður i stjörnufræði séð i draumi mörg tungl á lofti, sum full, önnur vaxandi eða minnkandi? Er þetta tilbúningur hins meðvitundar- lausa heila og taugakerfis? Hin nýalska skýring er. að hinn sofandi maður, i dæmum þessum, sér með augum manns, sem i fyrra dæminu er staddur á hnetti, sem lengra er kominn i tækni- þróun en við hér á jörð, en i seinna dæminu á hnetti, sem á sér fleiri tungl en eitt, eins og t.d. Júpiter, þó að þar finnist raunar ekkert lif. Meö þvi að skilja þetta, þá skilur maður um leið, hvers eölis Opinberunarbókin er og önnur álika spádómsrit. 1 Opinberunarbókinni er verið að lýsa lifinu á öðrum hnöttum eða hnetti, sem er að syngja sitt siðasta. Allt i einu opnast ný útsýn til skilnings á eðli spádóma, vitrana og trúarbragða. Uppgötvun Helga á eðli draum- lifsins bregður, björtu ljósi visindanna yfir svo margt, sem ekki var skilið áður. „Þessi skilningur sýnir, svo að ekki veröur um villzt, hvernig stefnt er til sambands lifsins á hinum ýmsu jarðstjörnum al- heimsins, og ennfremur, að það samband er hér á jörðu mjög ófullkomið enn þá”, segir einhversstaöar, ég man ekki hvar, en ég gæti ekki orðað það betur. „Undir þvi er allt komiö, hvort tekst að vekja áhuga mannkyns vors á sambandinu við fullkomnari mannkyn á öðrum jarðstjörnum alheimsins.” — Hafiö þið ekki samband við menn á öðrum hnöttum, þá er þið haldiö sambandsfundi hér i Stjörnusambandsstööinni? — Það gerum við, satt er það. Og viö notum ekki til þess nein tæknitól eins og t.a.m. fjar- skiptatæki eða annað slikt. Sam- böndin fáum viö með aðstoð miðla, en göngum út frá þeim skilningi, að miðilsvefninn sé sama eölis og vanalegur svefn að þvi undanskildu, að, miðillinn getur sagt frá þvi, sem hann dreymir, þegar hann er spurður, án þess að vakna. En þess ber að gæta, aö hér er um ákaflega veik sambönd að ræöa, þar sem samhug miklu fleiri manna en viö Nýaíssinnar erum þarf til þess að sambandiö veröi fullkomið. Helzt þarf samhug heillar þjóöar. Samböndum okkar i Stjörnu- sambandsstöðinni má likja við tilraunir upphafsmanns loftskeytasambanda, sem einungis gat sent skilaboð nokkra metra, en nú eru loftskeyti send hnatta á milli. eins og kunnugt er. og hefðu fáir trúað Marconi. ef ti.i:,; !icIfti -,iC! .i' li.in!. - i ' ' undirbúa slikt firðsamband. I- \ i vtu r;ii m.icn-l\ rn i'.t j ■.! • • : • stjórn manna voru heldur ekki i þeim mæii, aö augljost hali venö, að þau væru upphaf slikra firna, sem raforkan er i dag. — Eruð þið þeirrar skoðunar, að lifmagnið verði virkjað i fram- tiöinni á svipaðan hátt og raf- magnið i dag? — Um það þarf ekki að efast og þaö á miklu stórkostlegri hátt en rafmagnið er notað i dag, það er að segja, ef menn uppgötva lifsorkuna. Mig dreymir til dæmis oft, að ég svifi eða jafnvel fljúgi án aðstoöar tækja, enda er það jafnvel þekkt hér á jörð, að slikt geti átt sér stað og er kallað „levitation”, en hefur ekki þótt neitt rannsóknarefni fyrr en nú, meö tilkomu fyrirburða- fræöinnar, það er para- sálfræðinnar — Viltu segja eitthvað aö lokum? — Meö tilliti til endurvakinnar Asatrúar hér á landi vildi ég gjarnan koma mönnum til skilnings á þvi, að Æsir eru lifandi guðir á öðrum hnöttum, sem biða eftir þvi að geta rétt okkur jarðarbúum hjálparhönd. En til þess að svo megi verða,' verður að sigrast á heimskunni, en eeen henni eru iafnvel euhirnir aflvana. Nútima tslendingar llicgu CKKl 'Kl-llasi •(- ■*• -U hræddir, þó að einhver guðanna birtist þeim i framtíðinni eins og lærisveinarnir forðum. þegar Jesú birtist þeim, en þeir húgðust sjá anda. Jesú vildi sanna þeim. að hann væri af holdi og blóði gerr og sagði: ,, . . . þreifið á mér og litið á, þvi að andi helur ekti hold og bein, eins og þið sjáið mig hafa.” Þeir létu ekki segjast, og til áréttingar baö Jesú um eitt- hvaö til matar. Heimska læri- sveinanna varð þess valdandi, að Jesú birtist þeim ekki aftur, eins og svo ákjósanlegt hefði verið. Óðinn sé svo með þér og þakka þér fyrir viðtaliö. RÍKUSTU MENN HEIMSINS TJALDA ÞVÍ SEM TIL ER ... Framhald af bls. 19. skammt af svefnlyfjum og einnig sáust á henni áverkár. Stavros hélt þvi fram að hann heföi fundið Eugeniu meðvitundarlausa um morguninn og að hann heföi hrist hana til, til aö reyna að vekja hana. — Enginn kviðdómur i heiminum getur sannaö morö á Niarchos, sagði lögfræðingur hans. Eftir einar þrjár krufningar var þvi slegið föstu að um sjálfs- morð hafi verið að ræða og enginn 32 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.