Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 42

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 42
koma inn. Hún geröi svo, en var svo klyfjuö bögglum, aö ég varö aö hjálpa henni meö þá og viö létum þá detta á rúmið. - Hvaö í ósköpunum er þetta? sagði ég steinhissa. - Þaö er ég ekki viss um, ungfrú, sagöi Bridey. - Hann faöir yöar kom með þaö frá New York og ég gæti trúaö, aö þaö sé dótiö yðar. Ég opnaði einn böggulinn. í honum voru silfur-hárgreiöslu- tækin min, meö fangamarkinu minu á. Bursti og greiða, spegill, skóhorn og skóhneppari - allt úr minni eigin eigu. Þá áttaöi ég mig. Faöir minn haföi farið i ibúöina okkar og safnaö saman dótinu minu. -Hvar er hann núna? spuröi ég Bridey og var reiö. - Hann er aö boröa morgunverö, og frúin er hjá honum eða var þaö aö minnsta kosti, þegar ég var send upp meö þetta. - Það eru kjólar og skór og guö má vita, hvaö fleira 1 þessum bögglum. Þú skalt taka þaö upp og koma þvi fyrir, Bridey. - Já, ungfrú. Og ég get séö, aö þér eruö bálvond og langar mest til aö bíta af þeim hausinn, en þaö er óhollt aö reiðast aö morgni dags. Þá er maöur úr jafnvægi þaö sem eftir er dagsins. En ég var alltof reið út af þessu, sem gerzt hafði, til þess aö skeyta nokkru um þessa skynsamlegu áminningu frá Bridey. Ég fór út og næstum hljóp niöur stigann til boröstofunnar. Foreldrar minir voru þar enn, og hún var einmitt aö hella i seinni bollann hjá þeim. Þau brostu viö mér, en ég geröi mig ekkert ltklega til aö kyssa þau, heldur settist bara á stólinn minn viö boröiö. - En sá fallegi morgunkjóll, sagöi faöir minn glaölega. - Hann fer svo vel viö ljósa hárið þitt. - Þakka þér fyrir, pabbi, sagöi ég kuldalega. - Hún Bridey var rétt I þessu aö koma meö dótiö mitt. Fórstu I fbúöina hennar Ellenar Randell og tókst þaö þar? - Já, Jane, sagöi hann rólega, þvi að hann tók eftir gremju minni en haföi sýnilega engar áhyggjur af henni. - Ég lét ■húseigandann hleypa mér inn og svo tók ég saman þaö dót, sem ég vissi, aö þú myndir eiga. - Þaö finnst mér heldur ósvifnislegt af þér, sagöi ég og fann reiöina I mér færast i aukana, - enda þótt ég viti vel, y hversvegna þú gerðir þaö. Þú vildir ekki láta mig fara til New York eftir dótinu mínu, þvi aö þá heföi ég um leið farið til Ellenar Randell. Hann leit á mig, talsvert hissa. - Já, en góöa Jane, ég vildi bara hlffa þér við þessu leiöinlega ferðalagi. Ég greip fram i fyrir honum. Það var nú ókurteisi, en ég gat bara ekki haft hemil á tilfinningum minum út af þvi, að faöir minn heföi leyft sér annaö eins og þetta. - Þú vissir, aö mig langaöi til að sjá Ellen Randell, og svona fórstu aö þvi að segja mér, aö þaö mætti ég ekki. En reyndu, pabbi, að hugsa þér hvers viröi hún er mér - hvaö hún hefur verið fyrir mig undanfarið. Ég ólst upp I þeirri trú, að hún væri móöir mln. Ég elskaði hana eins og dóttir elskar móður, og ef þaö er mögulegt fyrir stúlku að elska tvær mæöur, þá geri ég það. Mér finnst þaö hafa verið rangt af þér aö ryöjast inn f fbúöina hennar Ellenar Randell, meðan hún er enn i sjúkrahúsi. - Þaö eru vissar hliöar á þessu máli, sem þú athugar alls ekki, en ég verö aö taka tillit til, sagöi faöir minn. - Þaö eru líka vissar hliðar, sem þú hefur enga hugmynd um, svaraöi ég á móti. - Jane! sagöi móöir mín i umvöndunartón. - Talaöu ekki svona viö hann fööur þinn. - Þaö eina, sem ég er að sækjast eftir, sagöi ég, - er ofurlitil tillits- semi viö hana Ellen Randell. - Kannski þú vildir lika taka ofurlitiö tiliit til min? Móöir min brýndi raustina og var reið. - Og til hann pabba þins? Viltu ekki reyna aö muna, hvaö viö höfum orðið aö þola? öll þessi einmanaleikaár? Glæpinn, sem þessikona drýgöi gegn okkur? Og gegn þér? Gegn þjóöfélaginu? - Jú, mamma, ég hef hugleitt þetta allt, æpti ég. - Og mér þykir enn vænt um hana, engu siöur en um ykkur. Ég veit lika, aö hún finnur mjög til sektar út af þessu tiltæki sinu. Þiö hafiö sagzt elska mig. Sýniö þiö þaö þá meö þvi aö fyrirgefa Ellen Randell. Gleymiö öllum hefndarhug og löngun til aö refsa henni. -Nei! æpti móöir min. - Ég skal aldrei fyrirgefa þessari kven- snift. Ekki einusinni fyrir þig. Þetta uppþot okkar hafði komiö fööur mfnum mjög úr jafnvægi. Hann hrukkaði enniö og sagöi: - Ég skil þaö vel, Jane, hve erfitt þú átt með aö skilja afstööu okkar. En ef þiö mamma þin viljiö hætta aö æpa hvor á aðra, skal ég reyna aö útskýra það. -Pabbi, sagði ég einbeitt. - Þaö er engra útskýringa þörf. Og ég skil fullkomlega afstööu ykkar. Þiö mamma viljiö láta mig hata Ellen Randell, eins og þiö geriö, en þaö vil ég bara ekki. Ég elska hana. - Við hötum hana ekki, sagöi faöir minn rólega. - Jú, þaö gerum viö æpti móöir min og baröi hnefunum i boröið, svo sem til áherzlu. - Víst gerum viö það. Ég vil láta refsa þessari konu. Ég vil láta hana þjást eins og viö höfum gert. - Svona, svona, Nora, sagði faöir minn. Láttu þér ekki veröa illt. Móöir min lokaði augunum og greip höndunum fyrir andlitiö, og þær skulfu. Mér þótti fyrir þvi aö hafa komiö henni svona út úr jafnvægi, en vildi samt ekki láta undan. Mig haföi veriö aö langa til aö tala um Ellen Randell, og einhvernveginn lagöist þaö i mig, aö þetta yröi siöasta tækifærið til þess. Faöir minn sagöi: - Mér þykir leitt, aö þér skuli mislika svona þaö, sem ég gerði. Ég játa, að ég heföi ekki átt aö fara inn i Ibúöina. En ég náöi bara I dótiö þitt þar, afþvi mér fannst þú þurfa á þvf aö halda. - Komstu þá meö myndina af Ellen Randell, sem stóö á skrif- boröinu minu? - Nei, sagði hann lágt en einbeittlega. En . . . .lofaöu mér aö tala viö þig. Móöir mln tók hendurnar frá andiitinu Hún virtist vera oröin rólegri, þvi að hún talaði nú lágt.- Hlustaöu a hann pabba þinn, elskan. Hann þarf aö segja þér ýmislegt og þaö sem hann segir þér, er af viti. Ég laut höfði og mig langaöi mest til aö gráta, ekki sjálfrar min vegna heldur konunnar, sem haföi veriö svo góö viö mig, öll þessi ár. En þá tók móöir min i hönd mér og hélt henni fast. Jane . . . .elsku Jane min . . . .þetta er ekki eins slæmt og þú heldur. Viö ætlum alls ekki neitt aö fara aö krossfesta hana Ellen Randell. Hlustaðu á það, sem hann pabbi þinn ætlar að segja áöur en þú ferö að dæma okkur. Ég leit upp. - Gott og vel, sagði ég lágt og mesta reiöin sjatnaöi i mér. - Þaö er ekki nema sanngjarnt. En ég veit ekki einusinni, hvernig henni liöur . . . .eftir þennan alvarlega uppskurö. - Henni liöur vel, sagði faöir minn. - Hefuröu hitt hana? - Nei, afþvf aö mér fannst ég ekki eiga aö gera þaö, eins og allt var i pottinn búiö. En ég hef talað viö fólk, sem hefur séö hana, og hún er óöum aö hressast. - Guöi sé lof! sagöi ég innilega. -En þú veröur nú samt að gera þér ljóst, aö hún er sek um hræðilegan glæp. Þin vegna er ég fegin aö hún skuli hafa reynzt þér svona vel, þvi að sumar konur heföu nú ekki farið vel með börn, sem þær höföu stoliö. En ef Ellen Randell fær ekki refsingu fyrir verk sitt, gefur það slæmt for- dæmi og þessar heimsku og afvegaleiddu konur, sem geta ekki átt barn en langar að eiga það, fara þá að dæmi hennar og stela sér barni. - En hún var mér raunveruleg móöir pabbi. Enginn hefði getað aliö mig betur upp. Ekki einusinni, þó ég heföi alizt upp viö ykkar auö og völd, heföi ég fengið betra uppeldi. Ég lærði að standa á eigin fótum, og ég lærði aö láta mér þykja vænt um vinnuna. Ég hef fengið gott uppeldi, bæði i skólum og verklega, og ég vona, aö geta oröiö ykkur að liði. Það veit ég, aö ég get, ef þiö gefiö mér bara tækifæri til þess. Og allt þetta hefur Ellen Randell gert fyrir mig. - Jane . . . .ég talaöi viö saksóknarann. Hann vill heldur ekki láta hana sleppa viö refsingu. Ef hann gerði þaö, mundi hann sennilega missa stööuna. Og ég - sem er aö bjóöa mig fram til þings - hef ekki efni á neinni linkind, þvi aö þaö getur skaöaö stjórnmálamann. - Þú hefur bæöi völd og áhrif, sagöi ég, - og gætir komiö þvi i kring, aö hún slyppi viö refsingu. Og þannig áunniö þér aödáun með þvi aö sýna, aö þú kannt að fyrirgefa. - Nei, kjósendurnir þola þaö ekki, Jane. Framhald i nanstu blndi 42 VIKAN 5. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.