Vikan

Tölublað

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 45

Vikan - 01.02.1973, Blaðsíða 45
■þressur til að þrykkja í plaköt og bæklinga með undirstöðu- atriðum fræðanna, sem dreift var á meðal fólks eftir föng- um. Þá flutti herinn einnig með sér verktól ýmiss konar og áhöld til saumaskapar, til að hægt væri að halda við vopnum og flutningatækjum liðsins og staga í einkennisbún- ingana. En þessi starfsemi varð þó smám saman að leggjast niður, því að menn þeir og dýr, er höfð voru til að bera þetta, týndu fljótt tölunni. Engu að síður leiddi þessi starfsemi til þess, að talað var um „ráð- stjórnarlýðveldi á ferðalagi“. Til allrar hamingju var gönguliðinu marghrjáða víðast vel fagnað af almenningi, enda hefði það að öðrum kosti áreið- anlega aldrei komizt á leiðar- enda. Kommúnistar komu sér í mjúkinn hjá sveitaalþýðunni með því að skipta stórjarð- eignum milli bænda, hvar sem þeir fóru um, og þar að auki fór rauði herinn ekki með rán- um, nauðgunum og rupli, og var það í fyrsta sinni í allri sinni löngu sögu, að Kínverj- ar kynntust þvílíkum her. Ag- inn í rauða hernum var svo strangur, að til kynja má telja, og slaknaði aldrei á hon- um hversu mjög sem syrti í álinn. Maó hafði innrætt liði sínu átta boðorð, sem voru áreiðanlega haldin betur en flest önnur boðorð, sem sagan kann frá að greina. Fyrsta: Lokaðu alltaf á eftir þér, þeg- ar þú yfirgefur hús, sem þú hefur heimsótt. Annað: Hafir þú verið næturgestur í húsi, vefðu þá svefnmottuna snyrti- lega saman og skilaðu henni. Þriðja: Vertu alltaf vinsam- legur og. kurteis við fólkið og réttu því hönd til hjálpar. Fjórða: Ef þú færð einhvern hlut lánaðan, mundu þá eftir að skila honum. Fimmta: Verði þér á að skemma eitthvað, bættu það þá fullum bótum. Sjötta: Sýndu heiðarleika og sanngirni í öllum viðskiptum við bændurna. Sjöunda: Borg- aðu tafarlaust allt, sem þú kaupir. Áttunda: Vertu hrein- látur og sýndu snyrtimennsku í umgengni! Gættu þess að koma þér ekki upp salerni nema í skikkanlegri fjarlægð frá íbúðarhúsum. Það er eftirtektarvert, að þrátt fyrir þær óhemju þraut- ir, sem herinn varð að þola á göngunni, þá voru liðhlaup næstum óþekkt. Hermennirnir börðust og gengu möglunar- laust, og dóu æðrulaust hvort heldur vopn óvinanna eða sult- ur og ofþreyta unnu bug á þeim. Margar konur höfðu fylgt eiginmönnum sínum í gönguna. Meðlimir kommún- istaflokksins, sérstaklega þeir sem háttsettir töldust, gátu ekki hætt á að skilja fjölskyld- ur sínar eftir, því að víst mátti telja að þjóðernissinnar myndu myrða þær. Á hinn bóginn hlutu þeir, sem höfðu konur sínar og börn með í göngunni, að lifa í stöðugri sálarkvöl vegna þeirra þrauta, sem þau urðu að þola, því að auðvitað varð ekki hjá því komizt að eitt gengi yfir alla. Maó Tse-túng fór ekki var- hluta af þess konar áhyggjum. í einni af óteljandi loftárásum, sem gerðar voru á göngufólkið, tókst honum ekki að koma konu sinni, þeirri þriðju í röð- inni, Hó Tse-níen að nafni, nógu fljótt í skjól. Hún fékk í sig mörg sprengjubrot, en hélt þó lífi. Eftir þetta var hún flutt á frumstæðri bóndakerru, sem tilheyrði hjúkrunarliði hersins, en þegar farnir voru fjallastígar svo þröngir, að kerrum, varð naumlega komið við, lét bóndi hennar binda hana upp á múlasna. Tvö börn sín höfðu þau hjón með sér. Eftir eina loftárásina, sem var sérlega svæsin og olli miklu tjóni, þótti þeim ekki lengur á það hættandi að hafa þau með í förinni og skildi þau eftir í umsjá bónda- fjölskyldna nokkurra. Börnin lifðu bæði af stríðið og náðu fundi móður sinnar mörgum árum síðar. Otto Braun hafði líka eigin- konu með í för, töfrandi fal- lega kínverska konu, sem hann hafði kynnzt í Kíangsí. Hún var engu slakari í baráttunni eða úthaldsverri en maður hennar. Þeir Maó og Braun áttu auk annars við ákveðið vandamál að stríða, sem þeir mörgu, sem gerzt hafa þrælar tóbaksnautn- arinnar, ættu að minnsta kosti að skilja. Báðir voru þeir keðjureykjendur, en á göng- unni reyndist erfitt að afla tóbaks sem annars. Þeir félag- ar reyndu að bæta þetta upp með því að tína jurtir, sem þeir af lærdómi sínum í jurtafræði vonuðu að komið gætu í tó- baks stað, og svæla þær. Meðal verstu þröskuldanna í vegi göngunnar voru stórfljót- in, sem mörg falla í djúpum gljúfrum. Eitt þeirra var Tatú í Setsjúan vestanverðu, straum- hart og háskalegt. Svo að segja óhugsandi er að komast yfir það á báti. Kommúnistar þurftu að komast norðuryfir fljótið, en á norðurbakka þess hafði Sjang Kaí-sék staðsett mikið lið á öllum þeim stöð- um, sem hvað vænlegastir þóttu til yfirferðar. Maó Tse-túng, Sjú Te og Lí Te/Otto Braun ákváðu þá sam- eiginlega að halda göngunni áfram lengra vestur á bóginn, að landamærum Tíbets. Þar var yfir gljúfrin hengibrú, fræg frá fornu fari. Hún var úr járnkeðjum, sem viðar- plankar höfðu verið lagðir á. Gljúfrin eru á þessum stað óvenju djúp og fljótið sjálft hvergi straumharðara. Þar á ofan voru við stað þennan bundnar óheillavænlegar minn- ingar úr annarri kínverskri bændauppreisn á fyrri öld, svo- kallaðri Taíping-uppreisn. Ein- mitt þarna hafði síðasti foringi Taípinga, Tsjí Da-kaí prins, verið króaður inni af kínverska keisarahernum í nóvember 1866 og felldur ásamt leifum liðs síns. Þegar gönguliðið kom að brúnni, sá það sér til hrelling- ar að margir plankanna þeirra megin voru horfnir, og að yfir- ferð yrði óhugsandi unz brúin hefði verið bætt. Þar á ofan stóðu hermenn frá þjóðernis- sinnum vörð við hinn brúar- sporðinn og höfðu komið þar upp vélbyssuhreiðrum. Þeir voru þó fáir, þar eð Sjang hafði talið nær óhugsandi að kommúnistar færu í alvöru að reyna að komast yfir fljótið á jafn hættulegum stað. Maó og félagar hans sáu hins vegar fram á, að nú væri að- eins um það að velja að hrökkva eþa stökkva. Ef þeir hikuðu og biðu, var ekki við öðru að 'Kúast en að Sjang sendi meira lið á vettvang. Þrjátíu menn gáfu sig fram og buðust til að reyna að komast yfir brúna og yfirbuga óvinina hinum megin. Þeir vopnuðust handsprengjum og lögðu svo af stað. Þar sem plankana vant- aði fyrsta spölinn, urðu þeir að stíga þar eins konar línu- dans á keðjunum, en í gljúfr- unum djúpt undir þrumaði fljótið. Varðmenn þjóðernis- sinna hinum megin hófu þegar vélbyssuskothríð, og þrír sjálf- boðaliðanna voru hæfðir og steyptust niður í djúpið. Hinir tuttugu og sjö komust fram á brúna miðja, þar sem plank- arnir voru ennþá á sínum stað, tóku á sprett og köstuðu hand- sprengjunum af banvænni ná- kvæmni að vélbyssuhreiðrun- um. Varðmennirnir skutu sem óðir væru, en það var engu líkara en blýið hrykki af görp- unum, sem æddu af þeim eftir brúnni. í örvæntingu kveiktu varðmennirnir í plönkunum við sporðinn sín megin. En áhlaups- mennirnir óðu eldinn eins og ekkert væri. Þá tóku varð- menn þjóðernissinna til fót- anna. Þeir, sem ekki reyndust nógu sprettharðir, þurftu ekki griða að biðja. Göngumenn gátu síðan lagt á keðjurnar nýja planka í stað þeirra, sem horfnir voru, og komið síðan yfir fljótið öllu liði sínu og farangri. Það tók talsverðan tíma og á meðan komu flugvélar frá þjóðemis- sinnum og köstuðu sprengjum, en hittu ekki brúna. Hefði hinna hugdjörfu þrjá- tíu manna, sem buðu dauðan- um byrginn á brúnni, ekki not- íð við og yfirferðin ekki tek- izt, er trúlegast að það hefði þýtt endalok kínversku bylt- ingarinnar. Rauði herinn hefði þá hrakizt undan upp í háfjöll Tibets, þar sem hann hefði orð- ið úti á jöklunum. Frá Tatú-fljóti lá leiðin norð- ur í fylkið Kansú, norðvestast í hinu eiginlega Kína. Þegar þangað kom, hafði Maó aðeins um tuttugu þúsund vígra manna eftir í liði sínu. Eftir þetta slapp göngufólkið að mestu við áreitni hers þjóð- ernissinna. Þetta svæði er strjálbýlt og óhemju erfitt yf- irferðar, svo að hersveitir þær, sem Sjang sendi þangað á eft- ir kommúnistum, urðu flestar sjálfdauðar áður en þær næðu til þeirra. Hins vegar gerði hin óblíða náttúra svæðisins að verkum að kommúnistar sáu sér ekki fært að grundvalla þar nýtt kínverskt sovétríki. Gang- an hélt því áfram — nú til norðvesturs. Liðið var nú flest að þrotum komið, og hrundi niður unnvörpum úr kulda, hungri, sjúkdómum eða ein- faldlega þreytu. Blóðkreppu- sótt og taugaveiki hjuggu sér- staklega stór skörð í fylking- arnar. í október 1935 náði Gangan langa loksins fram til Sénsí. Flestir hermannanna voru þá orðnir gangandi beinagrindur, einkennisbúningar þeirra drusl- ur og flestir gengu berfættir, þar eð allur skófatnaður göngu- manna var fyrir löngu úr sér genginn. En nú voru skelfileg- ustu mannraunirnar á enda. Sénsí reyndist göngumönnum öruggt hæli; þar gátu þeir loks- 5. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.