Vikan - 08.02.1973, Page 22
Klukkan átta næsta morgun
kom heil hersing til að undirbúa
veizluna. Klukkan hálftiu kom
pósturinn og þegar Ann ekki fékk
neitt lifsmark frá bróður sinum,
flýtti hún sér upp á herbergið og
bað um talsimasamband við út-
lönd og pantaði viðtal við
Larchmont.
— Þaö verður hálftíma bið, frú
Brandywine, sagöi simastúlkan.
— Ég bið eftir samtalinu á
herbergi minu.
Hún lagði -simtólið frá sér og
gekk að rúminu, þar sem grimu-
búningar þeirra lágu tilbúnir til
kvöldsins. Hún bar búning sinn
við sig og horföi á sig i speglinum.
Þetta var hirðmeyjarkjóll frá
átjándu öld úr ljósbláu silki og
kjóllinn var svo fallegur aö hana
langaöi til að máta hann. Það var
nokkuð erfitt að komast I kjólinn,
en að lokúm tókst henni það. Svo
setti hún upp hárkolluna, hvita og
mikla fyrirferðar.
Hún leit aftur i spegilinn. Þetta
var glæsilegur klæðnaður, en eitt-
hvaö svo eyðilegur án skartgripa.
Hún gekk aö öryggishólfinu I
veggnum, valdi lykilstafina og
tók fram svörtu silkiöskjuna, sem
varutan um gjöfina, sem Michael
hafði gefiö henni á fyrsta brúð-
kaupsdaginn þeirra. Hún opnaði
öskjuna og horfði á dásamlegu
skartgripina, hálsfestina og
eyrnalokkana. Hún minntist þess
hve hamíngjusöm hún hafði
verið, þegar hann gaf henni þetta.
Henni hafði fundizt hún vera sem
öskubuska, elskuð og dáð af
prinsinum sinum. En tilfinningar
hennar voru nú aðrar, aðeins
nokkrum mánuðum siðar.
Og hún varö ennþá leiðari,
þegar hún virti fyrir sér spegil-
mynd sina. Hún hafði dökka
bauga undir augunum og
hörundiö, sem alltaf hafði verið
mjúkt og ferskt, var eitthvaö svo
grámuskulegt. Taugaálagið hafði
greinilega tekið mikið á hana,
sérstaklega þetta með laföi Kitty.
Lafði Kitty! Hún var gráti nær af
biturleik og öfund, þegar hún
hugsaði um þessa manneskju. Já,
einmitt öfund! Hún hefði viljað
gefa mikið til þess að geta boriö
af þessari andstyggilegu
manneskju, sem hafði stolið
manninum hennar, hún sem var
þrefalt eldri en hún sjálf. En það
var hræöilegt aö sjá úlli'tiö a
henni sjálfri.
Hún kom auga á Michael i
speglinum. Hann stóö I dyra-
gættinni og virti hana fyrir sér.
Hún sneri sér við.
— Þú hefðir getað drepið á dyr,
sagði hún ergilega.
Hann kom inn i herbergiö.
— Fyrirgeföu, ég ætlaði ekki að
láta þér bregða.
— Hversvegna ertu ekki á
rannsóknardeildinni?
— Vegna veizlunnar, Schlessing
og Villeneuve eru báðir farnir i
fri, svo það verður ekkert gert
þar fyrr en eftir helgina. En
meðal annara oröa, simastúlkan
bað mig að skila til þin, að hún
hefði verið neydd til að afþakka
simtalið þitt.
— Simtal?
— Sem þú pantaðir, sima-
samtal viö Bob. Það er lokað fyrir
símtöl til útlanda.
— Hversvegna?
— Það er liklega vegna þess að
simastúlkan á lika fri fram yfir
helgi. Ég er hræddur um aö bréfið
þitt hafi heldur ekki komizt
áleiðis. Það er einkennilegt hve
allar póstsamgöngur I Evrópu
eru óábyggilegar.
Yfirborðsmennska hans ruglaöi
hana svolitið I svip, en svo varð
hún frá sér af reiði.
— Djöfúllinn þinn!
— En Ann, þetta er ekki
beinlinis fallegt orðbragö.
— Hvernig vogar þú að láta
hirða bréfin min?
Hann leit kuldalega a hana,
eins og reiði hennar kæmi honum
ekkert viö. — Já, sjáöu nú til,
Ann. Þú hefir þann leiða vana, aö
láta allt fá annan blæ meö
skýringum þinum, gera allt verra
en það er.
— Jæja! Ég býst viö aö ég hefði
átt að segja i bréfinu að aðgeröin,
semþú lést gera á mér, hefði veriö
til ágóða fyrir allt mannkyn? Eða
fyrir þessa vesalings gamla fólk,
sem þú talaðir svo fallega um,
þegar við komum hingaö fyrst!
— Nei, þetta er ekki gert fyrir
fátæk gamalmenni.
— Aðeins fyrir auðug gamal-
mehni, en það gerir málið
helmingi verra! Hvernig getur þú
verið svona tilfinningalaus.
Hvernig gaztu fengið þig til að
taka þátt i svona viðbjóöslegu
athæfi?
— Mitt tilefni ér ákaflega
einfalt, — sjálfsbjargarviöleitni.
Ég viöurkenni að þetta var
nokkuð hrottaleg aðferð, en þegar
Arnold bauð fram son sinn, sem
orkugjafa, þá fannst mér það rétt
og sjálfsagt aö þú yrðir minn
orkugjafi, min uppspretta.
— Uppspretta! En hve þú
túlkar þetta fallega! Eins og ég sé
belja, sem hægt er að mjólka!
Guö minn góöur — og þetta gaztu
gert við eiginkonu þina ....
— Hlustaðu nú á mig Ann. Ég
ætla ekki að fara að rifast við þig.
Það voru ekki önnur ráð fyrir
hendi, ef ég ætlaði að ganga undir
þessa aögerö og Mentius full-
vissaði mig um að þetta gæti ekki
á nokkurn hátt skaðaö þig.
— Ef ég lifði það af! En þið
hafið sjalfsagt ekki tekiö það svo
hátiölega ef . . . . já, ef ég hefði
nú ekki lifað það aP Hvað hefðir
þú þá sagt? „Vesalings Ann, hún
létiil sitt tyrir okkur . Þaö væru
ekki dónaleg eftirmæli!
— Ég er búinn að segja þér aö
áhættan væri óveruleg, sagði
hann oþolminoölega.
— Jafnvel þótt áhættan væri
alls engin, þá hafðir þú engan rétt
til þess arna, nema meö minu
leyfi. Þaö getur enginn leyft sér
slikt framferöi gagnvart öðrum
manneskjum.
— Við getum sagt að réttur
minn hangi um hálsinn á þér.
Hún lyfti höndinni og snerti
hálsmenið. — Þú átt viö aö þú
hafir keypt mig. Hún gretti sig i
viöbjóði. — Kanntu ekki að
skammast þin?
— Ef svo skyldi vilja til að þú
hafir gleymt þvi að þú áttir ekki
túskilding virði áður en þú giftist
mér, þá vil ég minna þig á það.
Þú varst aðeins vesæl skrifstofu-
stúlka, meðal þúsunda annarra á
Manhattan. Ég hefi veitt þér lif i
munaði þetta áriö.
— Sem svo lauk meö rándýru
feröalagi til Sviss, þar sem þessi
frægi læknir þinn, Mentius, fékk
tækifæri til að gramsa i höfðinu á
mér.
— Má maður koma inn,. var
sagt frá dyrunum. Það var
Arnold Hirsch. — Michael sagöi
mér að þér hefðuð verið að reyna
að ná I bróður yðar I sima og mér
datt I hug hvort ég gæti ekkj oröiö
að liöi. Stundum er léttara aö
ráöa íram úr fjölskylduerjum,.ef
einhver utanaðkomandi er við-
staddur. En fyrst langar mig til
að votta yður aðdáun mina, þér
eruð undursamlega fögur i
þessum búningi. Einmitt svona
hafði ég hugsað mér Mariu
Antoinettu.
Maria Antoinettc var svo
heppin að hún var hálshöggin,
en 6g þarf aö láta grafa og
gramsa i höfðinu á mér. Ég er
ekki viss um aö hennar hlutskipti
hafi verið verra en mitt.
— En þér hafið ekki hlotið neitt
mein af þessu, kæra Ann. Ég verö
að segja að bréfiö, sem þér
skrifuðuð bróður yðar, var
heimskulega óréltlátt. Það má að
visu kalla það eðlilegt, en það eru
til svo margar skýringar á þessu
máli.
— Hvaða skýringar?
— Þér getið litið á yöur sem
þátttakandi i visindalegri tilraun.
Hættan var óveruleg fyrir yður',
samanborið við þá áhættu sem
við tókum. Ég þarf vonandi ekki
að benda yöur á hve mikils virði
þetta er fyrir mannkynið.
Hún hló kuldahlátri. —
Mannkynið! C, nei, reynið ekki aö
telja mér trú um þaö. Mér er vel
ljóst hvernig þiö ætlið að miðla
þessari svokölluðu æsku ykkar.
Það verða aðeins nokkrir út-
valdir, sem fá að njóta Mentas,
ekki aörir en þeir, sem þið veljið.
Hann lyfti brúnum. — En kæra
barn, þér hljótið aö sjá aö þaö
þarf aö hafa hemil á
dreyfingunni! Eöa álitiö þér að
hvert einasta mannsbarn eigi að
fá aðlifa i hundruö ára? Þér getiö
ekki veriö svo skammsýn!
— Þaö er liklega ekki aðal-
atriöið, en hversvegna ættuö þið
að hafa einkarétt til að ráöa lifi og
gerðum manna, ráöa þvi hver fær
að njóta Mentas?
— Vegna þess að ég á það.
— Við eigum þaö, leiðrétti
Michael.
— Já, við eigum það. Það er
talað um jafnrétti en mannfólkiö
er svo ólikt. Samfélagið ætti að
veita öllum sömu möguleika, en
það eru ekki allir færir um að not-
færa sér það. Þaö eru aðeins fáir,
sem geta framkvæmt það sem
þeir vilja. Það sem vakir fyrir
okkur, er að veita þeim fáu, sem
geta eitthvað, tækifæri til að lifa
lengur og fullkomna lifsstarf sitt.
Fyrir þann minnihluta mann-
kynsins, sem er framar öörum að
greind og sköpunargáfu, er
dauðinn fjandmaður, sem heggur
fast og þétt I raðir þeirra, þegar
þeir standa á tindi ævinnar.
Hversvegna á ekki aö gefa þeim
fleiri tækifæri? Væri það ekki
mannkyninu til góðs? Ég býst
ekki við aö þér getið neitað þvi að
heiminum er lélega stjórnaö i
dag, jafnvel þótt sum lönd hafi
þróazt til hins betra.
— Ég neita þvi ekki.
— En það er æpandi þörf fyrir
meiri framþróun, hélt hann
áfram. — Og þvi verður aldrei
framfylgt meö uppreisnum. Og
hvað segið þér um þetta æskufólk,
sem er til einskis nýtt. Nei, það er
framsýni og tækni, sem þarf að
koma til. Hugsiö yður aöeins
hverju Mozart, Platon, Budda og
Marcus Arelius hefðu getað
komiö til leiðar ef þeir heföu
Fravihald. á'bls'. 41.
2.2 VlKAN 6. TBL.