Vikan

Eksemplar

Vikan - 21.06.1973, Side 5

Vikan - 21.06.1973, Side 5
steingeit passa ágætlega saman, svo og bogmaður og vog, en skiptingin er annars svona: hrútur, ljón, bogmaður / naut, meyja, steingeit/ tvi- burar, vog, vatnsberi / krabbi sporðdreki, fiskar. Jæja þú mátt ekki taka þetta illa upp. Beztu kveðjur. Ein i bogmanni. Satt er það, þessarv stjörnu- merkjaspurningar eru eins og faraldur, en við svörum þessu öllu í beztu meiningu. Hvort okkar kokkabækur eru réttari en þinar, skal ósagt látið, en viö munum halda áfram að fara eftir þeim. Við styðjumst við stjörnuspá ástarinnar, sem kunnur sænskur stjarnspek- ingur gcröi, og þar segir m.a. svo um samband bogmanns og krabba: Sé konan I krabba- merkinu og karlmaðurinn i bog- mannsmerkinu, þá ættu þau aö hafa góða möguleika á hamingjusömu hjónabandi, þvi þau skilja hvort annað. Og bog- mannskonu og krabbakarli er spáð sambtkðarendingu um alla lifstið, án þess að þau þreytist hvort á öðru. En nú er það svo, að stjarnspekingar eru alls ekki alltaf sammála, og vonandi fer fólk yfirleitt meira eftir eigin tilfinningum og skynsemi en þvi hvort svar Póstsins er jákvætt eða neikvætt. INN ANHÚSSARKITEKTÚR Kæri Póstur! Þakka þér kærlega fyrir indælt svar við bréfi minu i 49. tbl. siðasta árs. Það er langt siöan ég ætlaöi að skrifa og þakka þér fyrir. Ég er farin að lita á björtu hliðarnar i lifinu, en samt koma dagar, þegar ég er mjög niöurdregin. Nú langar mig að leggja fyrir þig nokkrar spurningar. 1. Hvaöa menntun þarf maður að hafa til að geta orðið innan- hússarkitekt? 2. Hvað tekur langan tima að læra að verða innanhússarki- tekt? 3. Hvernig eiga steingeit (strákur) og tviburar (stelpa) saman/ Svo þakka ég fyrir allt gamalt og gott og vona, að þú hafir ein- hvern tima pláss fyrir þetta bréf. Ljósbjörg Þakka þér sjálfri fyrir bréfið, og vonandi fækkar „svörtu” dögunum jafnt og þétt. Innanhússarkitektúr er ekki hægt að læra hérlendis, en erlendis er hægt að mennta sig i þessu fagi eftir fleiri en einni leið. i Danmörku er t.d. tveggja ára skóli, þar sem engin aldurs- takmörk eða menntunarskilyrði eru fyrir inngöngu. En nemandi úr þeim skóla, sem við töluðum við, kvaðst ekki vilja mæla með þeirri leið. Hann sagði, að i Danmörku væri annars konar skóli, sem tæki 3 ár, inntökuskil- yrði væru 18 ára aldurslágmark og tiltekinn vinnutimi á tré- smiðaverkstæði, auk þess sem nemendur yrðu að standast inn- tökupróf. Annars mælti þessi arkitekt með þvi að fara i gegnum Tækniskólann og taka trésmíði eða húsgagnasmiði, áður en farið væri út i innan- hússarkitektúr. Viðvikjandi spurningunni, sem þú vildir ekki láta birta, er svarið það, að allt er hægt, ef vilji og áhugi er fyrir hendi. Steingeitarstráki og tviburastelpu er ráðlagt að hugsa sig vel um, áður en þau ákveða að binda trúss saman. SVAR TIL MDX Margar konur búa I hamingju- sömu hjónabandi allt sitt llf, þrátt fyrir svolitið ófullkomið kynlif. Þær eru nú einu sinni ögn öðru vlsi þannig heldur en karlmenn- irnir. En þar sem þú sættir þig ekki viö þina ófullkomnun, virðist þetta dálitið vafasamt fyrirtæki hjá ykkur. Hertu upp hugánn og leitaöi ráða hjá kvenlækni. Ef Hfshamingja þln e*- I veöi, hlýtur þaö að verða þyngra á metunum en feimni þin við lækna. Og I alvöru: Heldurðu aö þú getir logið að manninum þinum alla ykkar ævi? Stafsetning er ekki falla- laus, en skriftin er lagleg, og úr henni má lesa heiðarleika og samvizkusemi. SÁPUVERKSMIÐJAN MJÖLL HF 25. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.