Vikan

Issue

Vikan - 21.06.1973, Page 14

Vikan - 21.06.1973, Page 14
GIKT — Ég hcld ég hafi fengiö gikt i handlegginn, læknir f:g hefi reynt að liðka mig til, en það gagnar ekki. Getið þér gefið mér eitthvað viö þvi? — Sársaukann leggur út frá öxlinni og niður i olnbogann, sagði frú B. — Ég man ekki til að ég hafi meitt mig, svo ég reikna með að það sé gikt. Rannsökn leiddi i ljós að stirð- leikinn i öxlinni stafaði af vöðva- samdrætti. Þegar þrýzt var á auman blett ofarlega á bakinu, hljóðaði hún. — Við getum kallað þetta gikt, þótt það sé nú reyndar ekki nákvæmlega rétt orð. — Er það þá taugaverkur? — Gikt, taugaverkir og vöðva- gikt er nokkurnvegin það sama, sagði ég. — Þetta er bólga i band- vefjunum og þrýstir á vöðva, liðabönd og taugar. MARGAR ORSAKIR — Orðið gikt er yfirleitt notað um verki i hreyfingarkerfinu, bæði við liði og annarsstaðar. Við köllum það lfka liðagikt. — Hvað orsakar bað. læknir? — Viö vitum litið um paö sagöi ég. — Vöövagikt er mjög algeng hjá konum á breytingaskeiðinu, en getur samt komið á öllum aldri. Gikt er algeng á þreklegum og vöðvasterkum karlmönnum og hjá veikbyggðum konum. Giktarköst geta komið af of mikilli áreynslu, kulda, trekk, rangri stöðu við vinnu og tognun á vöðvum. Skrifstofufólk, sem situr allan daginn i óhentugum stólum við skrifborð, sem ekki eru i réttri hæð, getur fengið vöðvaverki, vegna þess að það gætir þess ekki að sitja rétt. Veðurbreytingar geta orsakað langvarandi verki, sérstaklega ef loftið er kalt og rakt. Það er lika sagt að vöðva- verkir séu algengari hjá fólki, sem er spennt á taugum. VIRUS — Eftir sjúkdóma, eins og misiinga, skarlatssótt og aðra svipaða sjúkdóma, geta oft komið giktarverkir. Stundum eru lika verkir i öxlum og aftan á hálsi reglulegur faraldur og þá orsakast það af virus. Verkir i brjóstvöðvum og magavöðvum eru lika oftast af sömu orsökum. — Er ekki hægt að komast að þvi hver orsökin er með röntgen- myndatöku? — Þér verðið að sjálfsögðu að fara i myndatöku. lika i blóðrann- sókn, svaraði ég, — en venju- legast er litið upp úr þvi að hafa. Við þurfum heldur ekki að biða eftir úrslitum úr þeim rann- sóknum, til að hefja aðgerðir. Hvild er nauðsynlegust. Þér megið ekki nota arminn meira en nauðsynlegt er. En umfram allt, verðið þér að klæða yður og foröast kulda. HITI ER NAUÐSYNLEGUR — Hiti er fyrir öllu, það er gott að nota hitapoka, hitabylgjur og infrarauða geisla. Giktarpiástur og áburður getur lika gert sitt gagn. Verkjatöflur, sérstaklega aspirin, er það bezta til að stilla verkina. Það eru reyndar til fleiri verkjastillandi lyf, sem hægt er að nota með góðum árangri. MAÐURINN SEM HITTI SJÁLFAN SIG var þegar hruninn i rúst — en þegarhann heyrði, að konan hans ætlaði að fara að vitna með sækjandanum, ef málið kæmi til fullkominnar dómsmeðferðar, þá ákvað hann eindregið að játa sig sekan.. Hann vac^algjörlega ófróður um alla lagakróka, en hélt sig mundu hlifa henni viö mikilli eldraun, og viö leyfðum honum að halda það. Við gátum ekki mikið annað gert fyrir hann. Lögreglan hafði neitað að láta hann lausan gegn tryggingu, þar eð hún var hrædd um, að hann mundi fara sér að voða, væri hon- um sleppt lausum. Ég fór að heimsækja hann skömmu fyrir réttarhöldin. Hann var enn mjög sjúkur maöur og mundi verða enn um hríð, en enda þótt hann væri hálflamaður, gat hann hugsað I samhengi og rökrétt. Hann talaði um hana — það gerði hann reyndar alltaf. — Þú skilur..ég gat aldrei trúað minni eigin heppni. Svona kát og falleg og greind stúlka eins og Eileen — hvað gat hún séö I manni eins og mér? Hún heföi getaðgifzt hverjum sem hún sjálf vildi, þvi að karlmennirnir sveimuðu kring um hana eins og býflugur, og það voru menn með sjálfstraust og góöar framtiðar- horfur. Og svo tók hún mig með tólf pundin mln á viku, og enga von um batnandi kjör. — Ég fór að hugsa um, hve illi- lega ég hefði brugðizt henni. Hún var sköpuð til að eignast fallega hluti — þeir voru hennar rétta umhverfi og henni þótti svo vænt um þá! — Nei, þú mátt ekki halda, að hún hafi neitt verið að kvarta. Hún dáðist bara að þeim eins og krakki, og velti þvi fyrir sér, hversvegna hún gæti ekki eignazt þá, þegar hana langaði svona mikið i þá. Hún hafði enga hug- mynd um, hve dýrir svona fallegir hlutlr eru. Hún hafði engan skilning á peningamálum. Hún varð bara ástfangin af hlut- um sem hún sá. Og ég þoldi þaö ekki. Það var rétt eins og aö horfa á barn svelta. Gegn um þreytulega röddina gat ég heyrt hennar rödd — þessa skæru, stööugu móögunarrödd, sem barmaði sér yfir þvi, að aðrar konur skyldu hafa þaö, sem hún sjálf ætti ekki kost á — röddina, sem var si og æ að minna hann á, að hún hefði getaö gifzt hinum eða þessum og verið rik, að hún hefði látið undan þessar vonlausu og ósjálfbjarga ást hans, og þvi væri hann skyldugur til aö halda hana almennilega. Ég heyrði lika þessi endalausu, óum- Framhald á bls. 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.