Vikan

Eksemplar

Vikan - 21.06.1973, Side 16

Vikan - 21.06.1973, Side 16
Indversk trúarbrögö liafa löngum þótt í'orvitnileg. Á siðustu árum liafa margir sótt til Indlads og þótzt hafa komizt þar i allan sannleik um lifið og tilveruna. Hér segir litillega frá trúarbrögðum Hindúa. Brennheitir dagar. sólin skin án afláts. loftið er þungt og mettað sandryki. Ganges nær þvi upp- þornuð. Ain minnir á sandöldur Sahara og ekki er hægt að stjaka flatbotna báti áfram nema á henni miðri. Annars staðar situr hann fastur. Arvatnið er eins og baunasúpa að sjá. óhrein og illa lyktandi mjakast þetta fræga fljót gegnum óshóima sina til sjávar. Á 2700 kilómetra langri leið sinni frá rótum Himalyafjallanna yfir sléttur Hindustans til bengölsku strandarinnar, er Ganges ekki einungis hið heilaga fljót Ind- verja. heidur einnig lifgjafi millj- óna manna sem nota það til á- veitu. þvotta og baða, til drykkjar handa sér og húsífýrum sinum og við matseld. Við Ganges er næsta algeng sjón að sjá smáhópa, alla næsta lika. nálgast árbakkann. Fremst ganga fjórir menn og bera börur, fléttaðar úr pálmablöðum og bambus. Að baki þeirra gengur gamalla maður og aftastur stálp- aður drengur, sem leiðir hjólhest. Á bögglaberandum eru festar nokkrar trjágreinar. Á börunum liggja likamir dauðra manna, ýmist vafðir i rauðar eða hvitar dulur. Þarna eru hinir dauðu á sinni hinstu ferð til hreinsunar og bálfarar. Að bál- förinni lokinn verður öskunni dreift yfir hina heilögu Ganges. Á þennan hátt hafa milljónir Hindúa verið hreinsaðir og brenndir i þúsundir ára. Ættingj- arnir bera hina látnu niður að hinni heilögu á og veita þeim sið- ustu þjónustu sina um leið og þeir uppfylla skyldur sinar sem rétt- trúaðir Hindúar. Indverjum er ekkert eðlilegra en verða vitni að slikum útförum, en Vesturlandabúum finnast þær vera á mörkum þess raunveru- lega. Útförin fer fram samkvæmt ævafornum siðum, sem ókunnug- um eru óskiljanlegir. Enginn syrgjendanna sýnir nein merki sorgar, aðeins virðingu fyrir þeim látna, sem þeir kveðja i sið- asta sinn. Engin tár eru felld, enginn ekki heyrist, engin hryggð eða sársauki verður séður á likfylgdinni. Gamall maður kveður konu sina. Sonur fylgir föður sinum til hinstu hvilu. Konur fá ekki að vera viðstaddar likbrennslu Hindúa. Þar koma ekki aðrir nærri en fullorðnir karlmenn fjöl- skyldunnar. Allt er afar einfalt og Á meðan logarnir leika um likið, situr maður hinnar látnu hreyfingar- laus skammt frá bálinu. Þegar allt er brunnið til öslu, ris hann á fætur. Öskunni er kastað i Ganges. Likaminn er horfinn til jarðarinnar, en sálin hefur tekið sér bústað i likama nýfædds barns. virðulegt. Sorgin er borin af sönn- um virðuleika. Hindúar eru fátækt fólk og þeir viðhafa hvorki presta né likvagna við greftranir sinar. Þær eru framkvæmdar mjög stuttu eftir að maðurinn hgfur látizt. Allt sem þarf til greftrunarinnar eru bör- urriar, klæði til þess að sveipa lik- ið i, burðarmenn og nokkrar trjá- greinar til þesstað kveikja eldinn með. 1 næsta nágrenni við lik- brennslustaðinn gengur lifið sinn vanagang. Bátarnir liggja við ár- bakkann og biða þess að þeim verði ýtt á flot. Eigendur þeirra fara fram hjá likfylgdinni án þess að lita á hana og fólk streymir niður að árbakkanum til þess að freista þess að fá flutning yfir ána án þess á þvi verði séð að greftr- unarathöfnin hafi minnstu áhrif á það. 8—9 ára drengir hætta leik sin- um andartak og virða fyrir sér likfylgdina, en gleyma sér sam- stundis aftur Við leikinn. Spölkorn frá bálinu fást bændurnir við ak- uryrkju með frumstæðum verk- færum sinum. DAUÐINN OG FÆÐINGIN. Maðurinn fæðist, lifir og deyr. Við verðum að horfast i augu við 16 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.