Vikan - 21.06.1973, Blaðsíða 39
VIÐAR-ÞILJUR
í miklu úrvali(panel-borð og plötur)
Einnig nýkomið IDULUX loft og veggplötur,
50x50 cm.
MADISON-harðplastplötur
HARÐVIÐARSALAN S/F
Grensásvegi 5 — simar 85005 og 85006
dýrar nú orðið. Það er svo sem
margt. sem mig ’.angar til að gera
og ég vona að mér endist timi til
þess. . . .
— Kannske er .von á framhaldi
af ..Dýrunum i Hálsaskógi” og
fleiri bókum?
— Það má vel vera. En ég er nú
svolitið farinn að vinna við barna-
tima fyrir minnstu börnin aftur
og svo er ég að vinna að tveim eða
þrem sjónvarpsþáttum fyrir
börn. Fyrsti þátturinn kom fyrir
jól. Það var „Siglaðir söngvar-
ar”. Sá næsti kemur i marz og
heitir ,,Káta fjölskyldan” of það
er þáttur fyrir alla fjölskylduna.
Nafnið á þættinum er úr fyrstu
visunni, sem segir frá tónlistar-
elskandi fjölskyldu, sem býr i
Lovisugötu 2.Það eru foreldrarnir
sjö börn, köttur, hundur og
kanarifugl. Þau syngja öll. . .
Og Egner sprettur upp og sezt
að pianóinu, spilar og syngur um
söngelsku fjölskylduna, svo það
ómar um allt húsið.
Svo litum við á búningateikn-
ingarnar og sviðsteikningarnar.
Það er sannarlega gleðiefni, að
eiga von á þvi að kynnast þessari
fjölskyldu. Þetta er heimur út af
fyrir sig, þar sem allir fá að njóta
sin áf hjartans lyst. (Þetta er
skrifað, áður en sjónvarpsþáttur-
inn hóf göngu sina.) Thorbjörn
Egner er svo jákvæður á sinn
glaðværa hátt, þarna er að finna
sömu glaðværðina og i Karde-
mommubæ og öðrum leikritum
Egners.
,,Já, aðrir geta stritað,
ég aðeins syng og hlæ”, syngur
Lilli Klifurmús i Hálsaskógi.
Þessi litli trúbadúr er einn þeirra,
sem hefir skilið lifsspeki Egners
að „skilja gagnið i þvi ógagn-
lega” i allri list, ekki sizt i tónlist
og skemmtilegum visum.
LÍFIÐ - DAUÐINN -
ENDURFÆÐING
Framhald af bls. 17.
Hindúa gagnvart sjálfum sér og
komandi kynslóðum, að lifa
þgnnig að hann nái moksha.
Hvert góðverk, sem maður lætur
af sér leiða, færir hann nær mark-
inu.
Þegar endurlausninni er náð
frelsast sálin, sem tekið hefur sér
bólstað i hverjum likamanum á
fætur öðrum svo árþúsundum
skiftir. Þó að ég sé skósmiður i
dag og lifi eftir fimm hundruð ár
sem jarðyrkjubóndi, er það samt
sem áður ég sem endurleysist.
ÚTSKVRINGIN.
Kenningin um hringrásina,
samsara.og endanlegt takmark,
moksha, getur útskýrt ástandið i
Indlandi. Hún útskýrir fátæktina,
óhamingjuna og þjáningarnar.
Hún útskýrir andvaraleysið og
hæfnina til þess aö sætta sig við
allt.
Fólkið sveltur. Börn deyja.
Flóð og aðrar hörmungar eru tið-
ir viðburðir. Rikidæmið er gifur-
legt hjá örfáum einstaklingum,
en milljónir manna búa við ótrú-
lega fátækt. Hindúinn tekur þetta
gott og giit og telur engar breyt-
ingar mögulegar. Gæði þessa
heims eru misskift og óhamingj-
an og þjáningarnar álita þeir að
séu óhjákvæmilegt hlutskifti sitt.
En samsara.algilt og ófrávikjan-
legt lögmál rikir. Eina von þeirra
er að bæta aðstöðu sina með góð-
verkum og verða betur settir eftir
næstu ofpinberun.
Hvorki lifið né dauðinn hafa
neina merkingu, segir Hindúinn.
Við fæðumst um leið og við deyj-
um. Sál okkar ferðast áfram.
Þannig er það og við verðum að
viðurkenna það.
ELDURINN.
Hinir dauðu liggja á börum sin-
um við Ganges. Sólin er i hvirfil
punkti. Hvergi ber neinn skugga á
og hitinn er óbærilegur. Hinir
látnu eru laugáðir i Ganges, lagö-
ir aftur á börurnar og yfir þá er
ausið vigðu vatni. Yfir likið er
breitt sef og nokkrar trjágreinar.
Siðan er hinn dauði blessaður og
eldur lagður að. Bálið er ekki
stórt og er i fullu samræmi við fá-
tæklegt lif hins látna. Að klukku-
stund liðinni er bálförinni lokið.
Eftir er ekki annað en raka sam-
an öskunni og kasta henni i Gang-
es.
Likaminn er horfinn til jarðar-
innar, en sálin hefur þegar tekið
sér bústað i likama nýfædds
barns einhvers staðar á jörðinni.
SIGURLAUG UM
ÞORSTEIN
Framhald af bls. 24.
Ég held að ég tari rétt meö, ao
hann skipi Beethoven i efsta sæti.
Þar erum við vist alveg sam-
mála. Hitt hef ég aldrei getað
skilið, að þegar hann þarf virki-
lega að einbeita sér aö einhverju
erfiðu verkefni — að skrifa og
semja — þá setur hann helzt
hetjusinfóniuna á fóninn og stillir
á hæsta til að hugurinn komist i
betra samband við pennann. Það
eru tvö herbergi á milli gramma-
fónsins og ritvélarinnar, svo að
heimilið allt nýtur góðs af snill-
ingunum. Það fer ekkert á milli
mála.
7. Nú veit ég ekki, hvort hann
man það þessa stundina. Annars
öfunda ég hann af, hvað hann er
minnugur á nöfn og annað sem
hann heyrir eða les.
k.Já, auðvitað á hann marga eft-
irlætisrétti og þykir gaman að
borða góðan mat, en er jafnframt
blessunarlega laus við að vera
matvandur eða kröfuharður i
mataræði. Ég hugsa, að góð
lambasteik bógur eða hryggur
með öllu tilheyrandi njóti hvað
varanlegastrar hylli. Hann getur
lika orðið himinlifandi yfir góðum
saltfiski, eða öðrum jafn einföld-
um mat. Þetta er góður kostur á
einum eiginmánni.
S.Nú auðvitað konuna sina! Hvað
ætli ég sé að gera öðru skóna?
Þar fyrir utan, svona almennt
talað, þykist ég viss um, að konur
eins og Indhira Gandhi eða Golda
gamla Meir muni i hans augum
hafa öllu meira til sins ágætis
heldur en Soffia Loren eða Rachel
Welch.
10. Ég veit nú ekki til að hann dái
neinn sérstakan svo mjög öðrum
fremur. En örugglega falla hon-
um vel i geð menn, sem eru i senn
frjálslyndir og djarfir i skoðunum
og binda ekki endilega sina bagga
með fjöldanum. Nú hefir Þor-
steinn skrifað margt um menn og
málefni og við oft rætt um ýmsar
persónur, sem þar koma við sögu.
Greinilega finnst mér ég merkja
aðdáun hans á mönnum eins og
Páli Briem, Skúla Thoroddsen og
fleiri af þessum aldamótamönn-
um, sem hann hefir fjallað um i
bókum sinum. Eða á hinn bóginn
á kempunni De Gaulle og hans
likum, sem með einstæðum kar-
akter-styrk og óvenjulegum hæfi-
leikum hafa gerzt þjóðarleiðtogar
og áhrifamenn i heimspólitikinni.
11. Hann fer heldur sjaldan i bió
— eins og ég. Hefur ekkert á móti
að sjá eitthvað reyfarakennt, sem
verkar afslappandi á hann. Ég
man lika, að hann var mjög hrif-
inn af Zorba, með Anthony Quinn,
sömuleiðis af Byssurnar frá
Navarone með sama leikara, sem
sýnd var hér fyrir nokkrum ár-
um.
12. Það er ekki gott að segja. En
sem friðelskandi manni vildi ég
ætla honum, að hann teldi þann
mann bezt að verölaunum kom-
inn, sem ynni af einlægum hug og
fengi sjáanlega einhverju áorkað
i þágu varanlegs friðar i heimin-
um.
13. Ætli hann hafi ekki viljað, eins
og allir litlir strákar, helzt af öllu
verða bilstjóri, skipstjóri eða ein-
hver annar stjóri?
14. Já, það er nú það. Tómstund-
irnar mættu nú vera fleiri, og þá
vantar hann örugglega ekki
áhugamál til að fylla þær upp
með. Hann hefir t.d. gaman af að
mála og töluvert hefir hann feng-
izt við ljósmyndagerð.
15. Það er nú gefið mál, að fyrst
og fremst vill hann fá tima og frið
til að ljúka við og ganga frá bók-
um, sem Fjölvi h.f. hefir á prjón-
unum. Siðan myndi hann glaður
leggja land undir fót — með
nokkrar bækur undir handleggn-
um — eitthvað út i buskann i sum-
arfri meö kellu sinni og krökkum.
ÞORSTEINN UM
SJÁLFAN SIG
Framhald af bls. 24.
hins vegar auðvitað snjöll
própaganda.
13. Ég gerði mér aldrei grein fyrir
þvi. En mér þótti alltaf gaman að
sögu. Helzt held ég, að ég hafi
viljaö verða fjölfræðingur, faðma
að mér allan heiminn, alla fegurð
og alla þekkingu. Ég held, að ég
hafi hitt á að verða brot af þessu.
Liklega langaði mig helzt til að
verða skáld svona innra meö
mér, en maður hefur aldrei getað
litið á það sem neina atvinnu-
grein, og þvi bjóst maður aldrei
við að það rættist, né heldur gerir
það .
14. Mér finnst ég gæti gert allt að
tómstundagamni. T.d. vatnslita,
.taka ljósmyndir, safna frimerkj-
um, en þvi miður, ég hef ekki
tima til neins.
15. Helzt vildi ég vera tneð fjöl-
25. TBL. VIKAN 39