Vikan - 21.06.1973, Qupperneq 48
upp f hús, sem er hér upp i
fjöllum. Þaö höf&u tveir menn
verið myrtir og annar þeirra var
Mathews. Ég vil helzt ekkert
rugla fyrir þeirri mannhjálp, sem
við fáum i Messina.
— Guð minn göður. andvarpaði
Wright aftur. — Hana: Lofaðu
mér að tala viö hann Georg.
— Sem húslæknir hans held ég
ekki, að hann sé nógu hress til
þess.
— Þú nærð i hann, annars . . . .
Verrell lagöi simann.
— Ég er ekki viss um, að mig
langi neitt til Englands aftur,
sagði Georg.
Lögreglu-aðalstööin i Messina
var húsaþyrping við eitt horniö á
torgi. Tvö húsin stóðu hornrétt
hvort á ööru, en með tvennskonar
þökum og það þriðja, aögreint
með stuttum vegg, var enn
frábrugöið hinum tveimur, svo að
þetta var heldur ruglingsleg
heildarmynd, rétt eins og ólikir
húsameistarar hefðu byggt hvert
hús, án alls tillits til þess sem
fyrir var eða koma skyldi. Tvö
húsanna voru með svölum með
járngrindum, og enda þótt þær
hefðu upphaflega veriö fallegar,
voru þær nú mjög úr sér gengnar.
Hétt við torgið voru tveir
gosbrunnar, upphaflega með
tveimur skálum, hvora upp af
annarri og útskorna súlu i miðju,
en timinn hafði eyðilagt
skálarnar og toppinn á súlunni.
Skrifstofa fulltrúans var á
neðstu hæð i fyrsta húsinu, heit og
loftlaus. Stórar feitar flugur
suðuðu og enda þótt fulltrúinn
væri öðru hverju að reyna að
sprauta eitri á þær, virtust þær
alveg orðnar ónæmar fyrir þvi.
Maiotti fulltrúi var roskinn
maður, sem hafði verið
kraftalega vaxinn en nú feitur og
letilegur, og meö margar undir-
hökur. Hann starði með
gremjusvip á Verrell.
— Þér viljið láta hafa auga meö
þessum báti úr lofti? sagði hann á
frönsku - en það var eina málið,
sem báðir skildu.
— Já, en þér vilduð vera svo
góöur.
— En það krefst mikils
undirbúingas.
— Yður verður ekki skotaskuld
úr þvi.
— Og auk þess viljiö þér fá bát?
— Já, verulega hraðskreiðan
bát.
Fulltrúinn tók sprautuna og
miðaði á flugu, sem framhjá
honum flaug. Hann missti af
henni. Hvitlauksþefurinn
breiddist út um allt herbergið. —
Þetta er hreint ekkert smáræði,
sagði hann gremjulega.
— Okkur var sagt, að þér væruð
maður, sem mundi sigrast á
öllum hindrunum, sagði Verrell
Ismeygilega.
— Máske, sagði hinn,
hæverskulaust. En hvar á ég að
ná i svona bát?
— Ég býst við, að tollararnir
ykkar hafi svona báta til að elta
smyglara á.
Mariotti horfði á á sér. — Það
er ekki alltaf sem bezt samkomu-
lag milli lögreglunnar og tollsins.
Og eins og er , þá eru það uppá
það allraversta.
— Þér getið sagt þeim, að þér
hafið fyrirmæli frá Róm.
Mariotti andvarpaði. — Ég
skal gera það, sem ég get. Ég
skal tala kurteisislega við þá,
enda þótt þeir hegði sér eins og
raun er á. En ég get engu lofað -
alls engu.
— Það væri fallega gert af yður.
Á meginlandinu halda menn, að
hægt sé að koma öðru eins og
þessu i kring i einum hvelli. Hann
pataði með höndunum. — En hér
kostar það mikla fyrirhöfn og
skipulagningu. Það er ekki fram-
kvæmt I fljótum hasti.
Verrell tók vindlingahylkið sitt
upp og rétt það fram — Ég skal
sjá um, að Róm fái að vita, hve
liölegur þér hafið verið við okkur.
Mariotti kveikti i vindlingnum,
en skeytti ekki um hina. Hann
slökkti á eldspýtunni. —-Hvenær
kemur þessi bátur frá Monaco?
— Hvenær sem er i fyrramálið,
en þó liklega um tiuleytið.
Kannski væri rétt að byrja að
leita i dögun, ef ske kynni, að
hann væri hraðskreiðari en við
gerum ráð fyrir,
Fulltrúinn miðaði á nýja flugu
og i þetta sinn hitti hann i mark.
Flugan suðaði ákaft og barði
vængjunum, en jafnaði sig siðan
og flaug burt. — Til hvers ætti
nokkur maður að reyna að
smygla viski til Crotone? sagði
fulltrúinn.
— Það er mikill ágóði á
smygluðu viski, og I Crotone er
einhver félagsskapur, sem tekur
á móti þvi, en sá staður er talinn
öruggari en aðrir hér.
— Hversvegna ekki lofa
lögreglunni þar að fást við þetta?
— Ég hef fyrirskipanir um að
ná I þá héðan.
Martiotti andvarpaði. — Þessir
menn eru Egyptar og sigla undir
egypskum fána.
— Já.
— Þá verð ég aö vara yður við
þvi, sagði hann hátiðlega, og með
nokkurri sjálfsánægju, aö ekkert
er hægt aö gera nema báturinn
komi inn i landhelgi.
— Vitanlega.
— Og ég verð að vara yður við
þvi, að alþjóðalögum er
stranglega framfylgt.
— Að sjálfsögðu, sagði Verrell.
Mariotti leit snöggt á Verrell,
en fannst þá, að ekkert hefði veriö
til að hlæja að. — Hvar búið þér?
— t Morandi.
Framhald í næsta blaði.
48 VIKAN 25. TBL.