Vikan

Tölublað

Vikan - 28.06.1973, Blaðsíða 6

Vikan - 28.06.1973, Blaðsíða 6
Það eru flestir, sem banka í borðið og muldra einhverjar „særingar" til að forða sér frá óhöppum þann daginn. Flestir eru nefnilega dálítið hjátrúarfullir... Við setjum fram fullyrðinguna: Allir' eru hjátrúarfullir. Það heyrir til undantekningar, ef einhver sver og sárt við leggur að viökomandi sé algjörlega laus við allt slfkt. Það leikur enginn vafi á þvf, að hjátrúin var mun sterkari á þá gömlu góöu daga, en enn þann dag i dag haga margir lífi sinu i samræmi við hana. Ef ekki opinberlega, þá i leynum. OPINBERLEGA EÐA t LEYNUM: Það eru býsna margir sem banka i borðið og muldra ,,sjö — niu — þrettán” eða aðrar „særingar” til að forða sér frá óhöppum þann daginn. Flestir eru nefnilega dálitið hjátrúar- fullir. Viö spuröum til gamans tölu- verðan hóp þekkts og óþekkts fólks og bjuggumst kannske við að flestir mundu hlæja að okkur og segja, að svoleiðis væri bara vitleysa. En samt sem áöur fyrir- hittum viö marga, sem fóru með „særingar” af og til — opin- berlega eða I leynum. Margir reyndu að komast hjá vissum að- 6 VIKAN 26. TBL. stæðumeða fannst að þeir yrðu að gera þetta eða hitt, — til öryggis. Nokkuð af þvi jaðraði við það sem kallað verður þvingunar- hugsanir, en hreint ekki svo litill hluti var góð og gamaldags hjátrú. Og við getum slegið þvi föstu, að flestir sem við töluðum við, eru það sem kallað er menntað nútima fólk. Þetta fólk er að v£u i góðum félagsskap. Hinn frægi lif- og stærðfræðingur Albert Einstein bankaði einu sinni i borðið i návist áhorfanda, sem spurði undrandi: „En — eruö þér hjátrúarfullur, Einstein?”. Og Einstein svaraði „Nei, nei, en ég held að þetta hjálpi lika þeim, sem ekki eru hjátrúarfullir”. Hvað er hjátrú? Við þeirri spurningu er örugglega hægt aö gefa langt og flókið svar. Við látum okkur nægja stutta skýringu úr alfræðiorðabók: „Hjátrú er nokkuð sem styðst ekki við nein skynsamleg rök. Oft á hjátrú rót sina að rekja til trúarlegra hugmynda og hugs- ana sem tilheyra frumstæöum menningarsamfélögum. Það, EINSTEIN — áleit að'orðbankið hjálpaði lika þeim, sem ekki eru hjátrdarfullir. BANK CHUURCHILL — hélt þvi fram I mótstöðu við alla aöra, aö svartir kettir vissu á gott. annars mikill fjöldi ráða gegn öll- um heimsins sjúkdómum. Gikt, til dæmis. Hér kemur ein hjátrú um hvernig hægt er að lækna gikt: Saumið þrjár kastaniur i ullartreyju og berið næst likamanum. Þá hverfur giktin. Missi maður kastaniurnar koma kvalirnar aftur. Við reiknum með, að enginn taki slikt „ráð” hátiðlegt i dag, og þó, hver veit? Kastaniur voru einnig brúklegar gegn illkynjuö- um igerðum. I gamla daga var hægt að kaupa I verzlunum rauð armbönd með málmþynnum innan i. Þau voru einkum ætluð gegn alls kyns þjáningum. Gikt hefur greinilega þjáð jafn marga hér áður fyrr, sem I dag,þvi viö henni er til gnótt góðra ráða, til dæmis að sjóöa tvær matákeiðar af ediki og konfaki saman við eina matskeið af terpentinu, væta siöan ullarklút i öllu saman og leggja hann á likamann. Gott var að nudda við og við, og umbúðirnar áttu að liggja á yfir nótt. 1 gamla daga höfðu menn auðvitað ráð við meinum á borð við ástarsorg, afbrýðisemi, heimþrá, ólund — já og jafnvel einfeldni. ‘Flestir kannast við hugtakið að „magna sendingu”. Nú á dögum teljum við ekki neina sérstaka hættu samfara fyrir- brigðinu. En svo var ekki i þá gömlu góðu daga. Þá gat maður hæglega lagzt veikur af völdum illrar sendingar frá einhverjum. Sá ógæfusami varð svefnlaus og sinnulaus. Hvort sjúkdómurinn varð sérlega útbreiddur i Harðangurshéraði vitum við ekki, en þaðan höfum við að minnsta kosti ráð til að bæta ves- aldóminn: sem áður var trú, verður seinna hjátrú.’” KASTANtUR t ULLARTREYJUM. Við höfum nú þegar eina vis- bendingu: Það sem áður var trú, verður seinna hjátrú. Það er hreint ekki svo litið sem fellur undir þá útskýringu,meðal t

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.