Vikan

Tölublað

Vikan - 28.06.1973, Blaðsíða 18

Vikan - 28.06.1973, Blaðsíða 18
Birtan skiptir öllu máli fyrir grósku plantna, Ef birtuskilyröi eru ekki rétt, vanþrífast þær eða deyja og þá skiptir ekki miklu máli hvað vel er búið að þeim hvað næringu snertir. Rétt birta þýðir hvorki mikil birta eða lítil, heldur einfaldlega þau birtuskilyrði sem þessi ákveðna tegund þrífst bezt við. Fáar tegundir stofublóma þola sterkt sólskin í suðurglugga í lengri tíma. Vesturgluggar eru betri, en varast verður samt að láta sterkt sólskin skfna beint á vissar tegundir. Ef um saman- plantanir fleiri tegunda f sama keri er að ræða, getur þurft að draga úr birtunni með rimla- gluggatjöldum eða fausum skjól- tjöldum (efni strengdu á ramma eða tágavef). SUÐURGLUGGINN Þar má rækta kaktusa með góðum árangri, einnig allar tegundir þykkblöðunga. Þykk- blöðungar eru samnefni fyrir fjölærar plöntur sem hafa þykk og oft safarík blöð. Ættimar eru margar og tegundir enn fleiri. Einnig er hægt að rækta éftir- taldar tegundir í suðurglugga og oft með góðum árangri, ef tekið er tillit til sérstakra þarfa þeirra. Aechmea fasciata, Bougainvillea, Þríburablóm. Euphorbia splendens, Klifur- kóralviður. Fortunella japonica, appelsintré. Hibiscus, havajírós. Mesembrianthemum blandum. Pelargoniar Sansevieria, Tengdamóðurtunga. Stephanotis floribunda, Frúar- lauf. Þríburablóm þolirekki ofvökvun, sama máli gegnir um tóbaksreyk. VESTURGLUGGINN Eftirtaldar tegundir eru heppi- legar í vesturglugga. Sumar þurfa þó sérstaka varúð til að góður árangur náist. Anthurium Flamingóblóm. Aphelandra, Silfurfjöður. Begonia glaucophylla. Belóperone Hamingjublóm. Brumfelsia, Cissus Striata, Japanavin Coffea arabica, kaffitré. Dipladenia rosea Ficus pumila, Hengigúmtré. Saintpauliá. Silfurfjöður þarf meiri áburðar- gjöf en hinar, einnig mikla vökvun, ella hanga blöðin fljót- lega. Ilmbikar þolir aftur á móti ekki of mikla vökvun, þá verða blöðin gul. Hann þarf að klippa niður snemma á vorin. Flamingóblóm' þarf að verja gegn sterku sólskini. Pálsjurt á að vökva í undir- skálina, því blöðin þola ekki'kalt vatn, hún þolir heldur ekki sterkt sólskin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.