Vikan

Tölublað

Vikan - 28.06.1973, Blaðsíða 19

Vikan - 28.06.1973, Blaðsíða 19
Vel <snyr er konan án Snyrtivörur hafa þekkzt frá ómunatíð, þó að sennilega enginn eða fæstir geti-sagt til um það hvenær þær voru fyrst teknar í notkun, eða hvernig snyrt- ingu kvenna áður fyrr var háttað. í dag eru ótel jandi lyf og smyrsl til á markaðinum. Sífellt fer snyrti- vörumerkjunum f jölgandi og hefur það sína kosti, að nú þarf enginn að vera i vandræðum að fá eitthvað við sitt hæfi. Svo hafa snyrtivör- urnar sótt fram að þær eru ekki einskorðaðar við konuna, heldur njóta nú karlmennirnir margir hverjir góðs af ýmsum smyrslum og lyf jum sérstaklega gerðum fyrir þá. Það er ekki nóg, að tegundirnar séu margar, það þarf að kunna að meðhöndla þær rétt, því ekki pass- ar það sama fyrir feita og þurra húð. Þar koma snyrtistofurnar og snyrtisérfræðingarnir til aðstoðar. Islenzkar konur hafa margar hverjar verið hlédrægar við að sækja snyrtistofur, en hverjar aðr- ar snyrtidömur ættu að vera færar um að leiðbeina konum um val á snyrtivörum og notagildi þeirra? Mikill meirihluti af íslenzkum kon- um hafa þurra húð, og vegna okkar snöggbreytta veðurfars þarf að vernda þessá húðgerð mjög vel. Nota góð raka- og næringarkrem reglulega. Aðal hættan með þessa húðgerð er, að ef hún þornar of mikið þá strekkist hún og vilja þá myndast fíngerðar hrukkur og sprungnar æðar í kinnum. Fyrir þessa húðgerð er einnig mjög gott að fá nudd reglulega og nærandi maska. Þyri Dóra Sveinsdóttir skrifar um snyrtingu og snyrtivörur Það er visindalega sannað, að ef konan er ánægð með sjálfa sig og útlit sitt, öðlast hún sjálfsöryggi. Með réttri með- höndlun og réttri notkun á snyrtivörum þarf engin kona nú á dögum að hafa áhyggjur af útliti sinu... Blönduð húð er bæði þurr og feit, oftast skiptist þannig að kinnarnar eru þurrar en enni, haka og kring- um nef feitara. Rakakrem kemur þar vel að notum, til að jafna rak- ann í húðinni. Ef fara ætti nánar í þessa húðtegund getur hún oft ver- ið erfið viðfangs. Ef vel ætti að vera þyrfti að nota snyrtivörur bæði fyrir þurra og feita húð. Mild- ari krem, maska og andlitsvötn fyrir þurra partinn en meiri djúp- hreinsun og þurrkandi fyrir feita partinn. Feit húð er oftast mjög erfið við- fangs. Á unglingsárunum gætir þess mikið vegna breytinga á hor- mónastarfsemi. Það verður að gæta ítrasta hreinlætis og hollrar fæðu, sætindi og feitmeti hafa al- mennt mjög slæm áhrif á þessa húðtegund, oftast fylgist að feit húð og feitt hár. Á feitri húð mynd- ast fílapensar (acne) og jafnvel bólur, og getur verið varhugavert að hfeinsa húðina sjálfur því mikil smithætta er fyrir hendi. Einnig er mjög erfitt að lagfæra húð sem hefur verið það mikið kreist, að bú- ið er að sprengja háræðarnar. Myndast þá Ijót ör sem geta verið til ævarandi lýta. Fyrir þessa húð- tegund eru framleidd sérstök krem andlitsvötn og maskar sem þurrka húðina og sótthreinsa. Unglingar geta haft minnimáttakennd vegna útlits húðarinnar, en nú er hægt að bæta úr því með réttri meðhöndlun og notkun á snyrtivörum. Þó getur húð unglinganna stundum orðið það slæm, að læknismeðferð þurfi við. Engin nútímakona getur í dag verið án snyrtivara, það er ekki langt síðan konum þótti nóg að setja ofurlítið púður á nefbroddinn og varalit á varirnar og þá voru þær „fínar". En tímarnir breytast. Kona sem vill líta vel út i dag hugs- ar fyrst og fremst um að hafa húð sína hreina áður en hún byrjar á að farða hana. Hún byrjar á að setja gott dagkrem, á allt andlitið áður en hún hefst handa við sjálfa förð- unina. Dagkrem eða öðru nafni raka- krem er nauðsynlegt að nota til að halda jöfnum raka í húðinni, og passar það fyrir flestar húðtegund- ir. Þar á eftir getur hún farið að setja sjálfan farðann á andlitið. Gæta verður vel að jafna hann vel yfir allt og gleyma ekki hálsinum, því ekkert er Ijótara á að lita en snjakahvítur háls og dekkra andlit. Þegargerð eru kaup á andlitsfarða verður að gæta þess að liturinn passi vel við húðina, en ekki sakar að nota lítið eitt dekkri lit að kvöldi til. Notkun á andlitspúðri hefur frekar minnkað nú i seinni tíð, þar sem tízkan hefur verið þannig, að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.