Vikan - 28.06.1973, Blaðsíða 40
GÍ5SUR
GULLRASS
E.FTIB-
BILL KAVANAGH e.
FRANK FLETCUER
Hann er alveg œgi-
lega smart, frœnka,
Sjáðu þennan ferlega
hatt, sem kellingin
þín er með. Hann er
hrelnasta hörmung
BANK i BORÐIÐ
Framhald af bls. 7
fingurs. Og um fram allt, sitjiö
ekki með fætur i kross, þá virkar
þetta ekki. Við bönkum þrjú litil
högg — á móti þremur höggum,
leggið það einnig minnið. Þetta er
stundað um alla Evrópu. Eng-
lendingar segja touch wood,
Frakkarnir svipaö Touchez du
bois.
En hvers vegna endilega timb-
ur? Sennilega vegna þess, að i
gamla daga hét það, að maður
gæti bankað sjúkdómi sinum inn i
tré.
Skeifa færir hamingju. En
spurningin er hvernig skal hún
hanga — með bogann niður eða
upp? Það er nefnilega ekki sama
hvort er. Sumir segja, að fyrir
alla muni megi boginn ekki snúa
upp, það færir ekk; hamingju
heldur þvert á móti. Fjandinn riði
skeifunni. Aðrir segja að vist
verði boginn að visa upp, þvi
annars sleppi hamingjan út úr
skeifunni.
STJÖRNUHRAP
Óskuðum viö okkur ekki alltaf
einhvers i æsku, þegar við sáum
stjörnuhrap? Þekktur, núlifandi
rithöfundur hefur I skáldsögu
lýst hjátrúnni i sambandi við
stjörnuhrap. Það er aðalsögu-
hetjan sem segir frá, en það gæti
alveg eins verið einn okkar:
,,Ég fór fram úr. Kannske var
það stjörnubjartur himinn sem
lokkaði. Það stirndi á dökka
flauelið yfir svörtum trjákrónun-
um. Allt i einu var stjörnuhrap.
Ég flýtti mér að óska. óskaði að
viö Vibeke giftum okkur og yrð-
um hamingjusöm. Annað i viðbót.
Annað stjörnuhrap i viðbút. Ég
óskaði mér aftur. 1 þetta skipti,
að ég yrði fljótlega forrikur... svo
við gætum gift okkur um leið og
ég yrði stúdent. Og svo svei mér
ef það var ekki eitt til. Þó að ég
trúði ekki á svona lagað, varð ég
að óska einhvers. Það varð að
vera eitthað skynsamlegt eða
fallegt —þvi hugsaðu þér, ef ósk-
in rætist.”
Það er ekki sama hvernig maö-
ur óskar sér. Sumir halda þvi
fram að maður eigi bara að óska
sér einhvers með sjálfum sér.
Hrópi maður óskina, svo að ein-
hver heyri, rætist hún nefnilega
ekki. Aörir segja, að maður skuli
óska sér þess sama, hvert
þeirra þriggja skipta sem stjarna
hrapar.
Gömul kona sagði, að það væri
örlagarikt að færa ekki fram
ósk við stjörnuhrap. Þá gæti einn
af ættingjum okkar dáið áöur en
árið væri úti. Hún hafði einnig
heyrt að stjarna hrapaði vegna
þess að einhver hafði slökkt á
henni. Þar brennur ljós einnar
manneskju niður. Þess má gjarn-
an geta aö til finnst þveröfug
skýring, nefnilega sú að i hvert
skipti sem stjarna hrapar fæðist
barn.
t dag vitum viö að stjörnuhrap
á ekkert skylt við stjörnur, þvi
það er einfaldlega sandkorn sem
kemur þjótandi inn i gufuhvolfið
og verður hvitglóandi. Við getum
vel skilið að þetta fyrirbrigði —
áður en nokkur vissi hvað það
var — gat komið imyndunarafli
fólks af staö og árangur þess kon-
ar starfsemi var tilbúnar út-
skýringar, sem áttu afskaplega
litið skylt viö raunveruleikann.
TRÚGIRNI
Er þepsu ekki likt farið i dag,
eða hvað? Við höfum skáldað upp
úrskýringum á fyrirbrigðum sem
við vitum litið eöa ekkert um.
Og svo göngum við um og trúum
mörgum þessara útskýringa, og
þeir áköfustu fá jafnvel aðra til að
trúa hinu sama. Sagan er full af
dæmum um slungið fólk sem hef-
ur notað sér þessa sérstöku gerð
trúgirni meðborgara sinna. —
Það hefur orðið rikt eða aflað sér
valds yfir sálum meðborgara
sinna. Og þetta heyrir alls ekki
fortiðinni til.
FÖSTUDAGUR SKIPHERRA
Nú á dögum getur maður, eins
og kunnugt er, tryggt sig gegn
öllu mögúlegu. Til dæmis þeir
sem ferðast oft með flugvélum
geta tryggt sig svo að eftirlifandi
ættingjar biði ekki efnahagslegt
tjón, ef flugvél ferst. Viö
þekkjum til manns sem alls ekki
vill verða sér úti um tryggingu —
„Þvi þá finnst mér örugglega að
allt muni ganga á afturfótunum”.
Sá hinn sami veit að það er til-
gangslaust og óskynsamlegt að
hugs sem svo, en samt sem áður
getur hann ekki gert neitt við þvi.
Það hefur heyrst að hinn látni,
ameriski hershöfðingi Eisen-
hower, einn mesti hermaður
seinni heimsstyrjaldar', hafialltaf
borið á sér gullpening. Hann von-
aði að peningurinn færði sér
heppni, þegar orustur gengu hvað
verst. Annar ekki minna frægur
frá vorum dögum, Sir Winston
Churchill, hélt þvi fram i mót-
stöðu við allæaðra að svartir kett-
ir vissu á gott.
Hjátrúin er rik innan margra
atvinnugreina. Hamingjan náði
þann leikara, sem leyfir sér að
blistra innan veggja leikhúsanna,
eða gengur með hatt yfir svibið,
slikt gæti reynst örlagarikt. Aðal-
æfing á helzt að vera léleg, þá
verður frumsýningin góð. Sumar
leikkonur geyma kjólinn sem þær
notuðu i sinum fyrsta leiksigri.
Miðasölufólkið trúir þvi, ab ef sá
fyrsti sem kemur og kaupir miða
á nýtt verk sé gamall, muni verk-
ið ganga lengi. En ef þaö er barn,
á verkið sér ekki langa framtið.
Meðal sjómanna hefur alltaf
40 VIKAN 26. TBL.