Vikan

Tölublað

Vikan - 28.06.1973, Blaðsíða 41

Vikan - 28.06.1973, Blaðsíða 41
m MTJOLBREYTT | ’TJHVAL | GÆRDINUEFNA® EJ n M ESI m cuiGcnum Grensasvegi 12 sími 36625 El EJ 13 13 13 13 13 t3 13 13 13 13 13 13 13 ?} rikt mikil hjátrú. t gamla daga vissi það ekki á gott að láta úr höfn á föstudögum. 1 þvi sam- bandi minnumst við óheppna skipherrans frá Yarmouth. Hann hét Föstudagur. Hann lét úr höfn á föstudegi á skipi sem hét Föstu- dagur, og hafði verið sjósett á föstudegi.. Hann sást aldrei meir. Vfð byrjuðum þessar hugleið- ingar á þeirri fullyrðingu að flest- ir séu hjátrúarfullir. Liklegast förum við ekki fjarri sanni ef við sláum botninn i þessar hugleið- ingar með annarri fullyrðingu: Hjátrúin kemur til með að blómstra — lengi, lengi enn. ÍRSKT BLÓD Framhald af bls. 9 Tom reis hægt upp úr stólnum, studdi sig við armana og bak stólsins. — Þú. Það hefir verið þú sjálfur! Hvorugur mannanna sá Berna- dette. Hún hafði komið hlaupandi niður stigann, til að heilsa föður sinum, en henni var fljótt ljóst, að þetta var ekki skemmtilegur fjöl- skyldufundur. Hún fann hatrið streyma á móti sér. Hún þekkti varla föður sinn, hann var svo gersamlega niður- brotinn maður. Henni fannst lika eiginmaður hennar framand- legur, þar sem hann stóð þarna, stjarfur og hörkulegur, með glott á vörum. Tom saup hveljur. Enni hans var orðið eldrautt og það sást hvernig slagæðin á hálsinum hamaðist. — Hversvegna? spurði hann — Katherine, sagði Joseph. — Katherine, endurtók Tóm i lágum rómi. — Katherine, hvað kemur þetta henni við. Tom rétti hægt úr sér og benti með hægri hönd á Joseph. — Þú komst þessu öllu i kring. Frá upphafi. Þú tókst dóttur mfna. Það var eitt atriðið i leiknum. Ómerkilegi íraræfill! Katherine! Já, nú minnist ég þess. Þú varst alltaf....Það var Katherine. Þú beiöst lengi. — Já, ég beið lengi, sagði Joseph. — En Katherine vissi það aldrei. Kvöldið, sem hún dó, bað hún mig að kvænast dóttur ykkar. Þaö var hennar siöasta ósk, eina óskin hennar. Svo ég gerði það. Tom Hennessey staulaðizt i áttina til Josephs og barði út i loftið með hnefunum i reiði. En þá greip Joseph eins og ósjálfrátt utan um manninn, sem hann vissi aö var að falli kominn. Þá kom hann auga á Berna- dette. — Þú hefir drepiö föður minn!, öskraði hún. — Hringdu, sagöi Joseph. — Sendu eftir lækni og þjónunum, til að koma honum i rúmið. Rödd hans var kuldaleg. Bernadette starði á eiginmann sinn og stór tár runnu niður mjúkar kinnarnar. — Ég heyrði allt, sagði þún. — Þér hefir ætið verið sama um mig, er það ekki? — Jú, sagði Joseph, þótt hann kenndi i brjósti um hana-. — Það hefir mér alltaf verið. En við getum ekkert gert i þvi máli framar, eða finnst þér það? Læknirinn sagði að rikis- stjórinn hefði fengið heilablæð- ingu. Þaö var sennilegt að hann vissi ekki af neinu, sem fram fór i kringum hann og að hann myndi verða þannig til æviloka. Hann myndi þurfa á mikilli hjúkrun að halda. Bernadette var föl og róleg, þegar hún sagði: — Þetta er hús föður mins. Hann verður hér meðan hann lifir. Sendið eftir konunni hans og barninu hennar. Svo þannig varð það. Tom Hennessey var alfluttur heim. Joseph fannst þetta töluverö kaldhæðni. Hann var mjög háttvis gagnvart Elizabeth i sorg hennar, en Bernadette hataði hana. Courtney, litli drengurinn hennar, var settur i barnaher- bergin með Ann Marie og Rory. Þegar Tom Hennessey lézt, tveim árum siðar, var getið um hann i blöðunum sem ,,mann- legasta rikisstjóra i rikjasam- steypunni” og menn fundu honum margt til ágætis. Tom Hennessey var jarðaður við hlið konunnar, sem álltaf hafði elskað hann. Og timinn leið. Ast og tilbeiðsla Rernadette á Joseph varð að ástriðu, þótt henni væri ljóst, að hann kærði sig ekkert um ást hennar og endurgalt hana ekki. Hún hafði töluvert af þráhyggju föður sins og hún var ákveðin i að vinna að lokum ást Josephs, þótt það tæki langan tima. Hún lagði sig alla fram, geröi honum allt til hæfis, tók þátt i áhugamálum hans og var honum svo undirgefin að það jaöraði við þrældóm, enda höfðu margir meðaumkun með henni. Hann virti hana lika, sem framúrskarandi húsmóður og það var lika allt, sem hann kraföist af henni. Hann hafði ekki nálgast hana kynferðislega frá þvi Kevin, yngri sonur þeirra fæddist. Hann hafði ekki óskað eftir fleiri börnum, og þíaö var eins og hann kenndi henni um að þetta barn hefði fæðst og lagöi alltaf litið til þessa drengs. Tómlæti hans gagnvart börnunum hafði engin áhrif á Bernadette. Henni fannst þaö æskilegra að ekki væri margir til að skipta honum með henni. Hún var afbrýðisöm út i Timothy Dineen og fegin, þegar James Spoulding lézt, svo Timothy fór til Titusville, til að setjast i hans sess. Þar var hann yfirmaður átta lögfræðinga, sem sáu um öll viðskipti Josephs i norð-vestur rikjunum, Ohio og Chicago. Joseph fékk sér nýjan einka- ritara, ungan og myndarlegan mann, sem hét Charles Deveraux og var snjall lögfræðingur. Charles haföi mikla ábyrgð og réði miklu og Bernadette varð mjög afbrýðisöm i hans garð, vegna þess að hann fylgdi Joseph á öllum hans ferðum. Harry Zeff og Liza konan hans, komu aldrei til Green Hills. Bernadette haföi fyrir löngu látið 26. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.