Vikan

Tölublað

Vikan - 28.06.1973, Blaðsíða 36

Vikan - 28.06.1973, Blaðsíða 36
SPENNANDI FRAMHALDSSAGA EFTIR RODERICK GRAEME 10. HLUTI SVARTSTAKKU R Fulltrúinn klóraöi eina undirhökuna. — Þér hafiö sýnileg betri kjör en hér gerast. Ef viö þurfum aö feröast, fáum viö ekki annaö en fjóröa flokks gistihús, og þurrar samlokur aö boröa. — Vel á minnst, sagöi Verrell, — ég var aö vona, aö þér heföuö tima til aö boröa meö okkur kvöldverö i kvöld. — Mariotti ljómaöi allur. — Konan min var einmitt aö tala um þaö I gær, hve lítiö viö færum út. Kvöldverðinum var lokið og Mariotti og kona hans voru farin heim, og Verrell og Georg fannst þeir hafa lokiö daglega góöverkinu sinu heiöarlega, og þaö fyrir marga daga. Frú Mariotti var boldangskven- maöur, sem vildi segja álit sitt - ekki alltaf sérlega merkilegt, - hvort sem hún var að tyggja matinn eða ekki. Þeir sátu nú i forsalnum, þar sem var óþægilega heitt, afþvi að loftræstingin haföi bilaö, og drukku iskælt Campari og sódavatn við þorstanum. — Hve lengi veröur Akhmin innan landhelginnar? spurði Georg. — Það veit ég ekki, sagöi Verrell, — við erum enn ekki búnir að reikna það út. — Það getur nú ekki veriö mjög lengi. — Nei, llklega ekki. — Þá verður naumur timi hjá okkur, nema flugvélin finni þaö strax. — Rétt segir þú. Georg lauk úr glasinu sinu. Svitinn rann niöur andlitiö á honum. — Verrell, sagöi hann, en þagnaði slöan. Verrrell lyfti brúnum. — Á ég von á siðapredikun um nauösynina á aö valda ekki vandræöum I alþjóöaviöskiptum? Georg iöaöi á stólnum, órólegur. — Hér eigum viö skipti viö tvær framandi þjóöir og megum beinlinis ekki óviröa fána annarra þeirra. — Ekki einusinni til þess aö komast aö sannleikanum? — Við getum ekki einu sinni veriö vissir um aö Egyptarnir hafi upplýsingarnar i höndunum. Og jafnvel þótt viö værum vissir um þaö, megum viö ekki brjóta alþjóðalög til þess að ná i þær. Verrell lauk úr glasinu sinu og kallaði á þjóninn að færa þeim tvö I viöbót. Sjálfum fannst honum hann ekki þekkja neinn lagabálk, þjóðlegan eöa alþjóðlegan sem ekki hefði gott af þvl að vera brotinn einstöku sinnum, en samt játaði hann meö sjálfum sér, aö kannski væri ekki rétt að láta undan til- hneigingum sinum til lögbrota. Það var hádegi og brennandi hitinn helltist niður úr heiðsklrum himninum og gegnþurrkaði loftiö. Að hreyfa sig var sama sem að svitna og að hugsa var sama sem aö verða alveg uppgefinn. Göturnar voru manntómar og öll borgin virtist vera i fasta svefni. Skrifstofa Mariottis var ennþá heitari og loftþyngri en daginn áöur og þar var leiöinlegur þefur af flugnaeitri. Mariotti haföi hneppt frá sér skyrtunni, niður úr öllu valdi og fitukeppirnir stóöu út úr henni, löörandi I svita. — Hversvegna koma þeir ekki? spuröi Georg og var óþolinmáöur. Mariotti yppti öxlum. Hann var i vondu skapi af þvi að þurfa aö hreyfa sig svona mikið. — Hringið þá upp og spyrjið, hvað sé aö? — Ég hrigndi þú upp fyrir aungabliki og þeir höfðu ekkert - aö tilkynna mér. — Hringiö þér þá aftur. Mariotti tautaöi eitthvaö, en tók svo simann og valdi númer. Þaö var seint svaraö I simann, þvl aö hann var ekki sá eini, sem var tregur á aö hreyfa sig. Hann talaöi, hlustaði æpti eitthvaö snöggt og lagði svo símann aftur. — Signor, sagði hann, — eins og ég sagöi yöur, er ekkert aö tilkynna. Flugvélin hefur tilkynnt, að ekkert sjáist til vélbátsins. Fluga flaug suðandi rétt fyrir framan fulltrúann. Hann greip sprautuna og ýtti á tappann, en nú var brúsinn tómur, og bunan var ekki neitt. Hann andvarpaði djúpt, setti frá sér brúsann og horföi á fluguna fljúga áfram, skuggalegur á svipinn. Verrell kveikti sér I vindlingi. Hvaö haföi fariö úr lagi? Höföu Egyptarnir verið klókari en hann haföi búizt við - höfðu þeir ekki fariö venjulega sjóleið, ef ske kynni, aö þeir Georg - eða jafnvel lögreglan - hefðu komizt á spor þeirra biði þeirra nú innan landhelginnar? Þeir voru meö upplýsingar, sem voru milljóna virði og þeir voru nýbúnir aö fremja morö og voru nú aö reyna að sleppa, svo að þeir gátu varla farið of varlega - en samt höfðu þeir siglt svo áhyggjulausir út úr höfninni i Monaco, svo að varla heföu þeir yerið neitt verulega hræddir um sig eða haldiö, aö þeir þyrftu að gera neinar sérstakar varúöar- ráöstafanir? Þaö var sem sagt allt mögulegt til I dæminu. Georg gekk utan frá glugganum og mælti viö Verrell: — Þetta fer aö lita dálítiö svart út. Hann leit á úriö I fimmta sinn á sama stundarfjórungnum. Mariotti fór nú aö sýna meiri áhuga en hingaö til . — Viö veröum aö aflýsa þessu. — Ekki strax, svaraði Verrell. Ef þeir ganga ekki þessar fimmtán milu, sem viö höfum áætlað þeim, geta þeir veriö lángt á eftir áætlun. — Og ef þeir hafa gengiö meira en fimmtán milur, geta þeir hafa komizt gegnum sundiö fyrir dögun. Þetta getur alveg eins oröiö hrein timaeyösla hjá okkur. — Þeir ganga aldrei meira en fimmtán milur, sagöi Verrell, og reyndi að vera öruggur, enda þótt hann vissi, að þessi hraöi var ekki annað en tilgáta eins manns. Siminn hringdi og eftir stundarkorn haföi Mariotti safnaö nægilegum kröftum til þess aö svara I hann. Þetta var sýnilega einkasamtal. Mariotti hótaöi og bað á vixl, og svipurinn á honum ýmist herskár eða biöjandi, og rétt áöur en samtalinu lauk, var hann hinn auömjúkasti - enda þótt enginn auðmýkt skini út úr svipnum - og af þessu réöu þeir félagar, aö hann hefði veriö aö tala viö konuna sina. Mariotti lagði simann. Samstundis hrigndi hann aftur. Hann andvarpaöi og tók hann. Svo hlustaði hann, svaraði einhverju stuttaralega og rétti svo simann aö Verrell. — Þetta er flugstöðin. Hún segist ekki geta haldið áfram þessari leit. Hafi annaö þarfara aö gera. Var þaö bara tilviljun, aö hádegisveröartiminn skyldi ein- mitt vera kominn? hugsaöi Verrell meinfýsnislega meö sjálfum sé. - Spyrjiö þá hvort þeir vilji vera. svo góöir aö halda áfram ofurlitið lengur. ÞAÐ er mjög áriöandi, aö leitinni sé ekki hætt. Mariotti andvarpaöi æ þvi meir. Hann sagöi eitthvaö snöggt I slmann og lagöi hann slöan frá sér. — Þeir ætla aö halda áfram til klukkan tvö, en þá veröa þeir lika aö hætta. Verrell leit á úrið sitt. Hálfeitt. Gæti Akhim komiö i sjónmál næstu hálfa aöra klukkustund- ina? Og ef hann geröi þaö ekki, hvaö þá? Atti þessum leiðangri aö veröa snögglega lokiö, einmitt þegar hæst átti aö hóa? 36 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.