Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.08.1973, Side 10

Vikan - 23.08.1973, Side 10
Alþýðuflokkurinn stóð uppi foringjalaus i Norðurlandskjördæmi vestra, er leiö að sið- ustu alþingiskosningum, þvi að Jón Þor- steinsson geröist afhuga mannaforráðum sinum þar. Hafði Jón farið i framboð á þess- um slóðum I seinni kosningunum 1959, þegar Aki Jakobsson vék öðru sinni úr landsmála- baráttunni eftir byltuna miklu i Siglufirði sama vor eins og dauðþreyttur heldrimaður, sem missir móðinn á örlagastundu. Jón tefldi hins vegar mætavel og varð landskjörinn þingmaður sjálfum sér og öörum til undrun- ar, en vist sér i lagi Aka Jakobssyni, þar sem hann sat eftir meö sárt enniö. Sótti Jón svo fast á I kosningunum 1963 og þó mun fremur 1967, vir.tist orðinn sæmilega öruggur um uppbótarsæti og hafði nærri fellt Björn Páls- son á Löngumýri, en fór þá allt i einu að dæmi Aka, þó að heill væri og ósigraður. Alitu sum- ir, að hinn snjalli skákmaður hefði metiö tafl- stöðu Álþýðuflokksins af mun meiri glögg- skyggni og framsýni en Gylfi Þ. Gislason og handgengnustu og eftirlátustu ráðgjafar hans og ekki haft skap til þess að eiga kannski á hættu að sökkva með fúnu skipi á slæmri siglingu. Voru ýmsir tilnefndir i stað Jóns, en valið féll loks á Pétur Pétursson, og munu alþýðuflokksmenn i Siglufirði einkum hafa ráðið þvi. Var hann reyndur að flokks- hollustu á öðru landshorni og kunnur að lip- urri fyrirgreiðslu, en naut þess og að hafa ungur tvöfaldað fylgi Alþýðuflokksins i Húnaþingi. Reyndist Pétur heppnari en flest- ir ætluðu, þó að hann yrði að una minni hlut við skiptingu atkvæðanna en Jón Þorsteins- son hafði borið mestan úr býtum. Pétur Pétursson fæddist aö Mýrdal i Kol- beinsstaðahreppi i Hnappadalssýslu 21. ágúst 1921, sonur Péturs Péturssonar bónda þar og Ólafiu Eyjólfsdóttur frá Alftarstekk i Hraunhreppi á Mýrum. Hann nam við Laug- arvatnsskólann og siðan Samvinnuskólann og lauk prófi þaðan 1942, en stundaöi þvi næst framhaldsnám i verzlunarfræöum vestur i Bandarikjunum. Pétur Pétursson var skrif- stofustjóri Landssmiðjunnar i Reykjavik 1947—1956, en i millitið i Viöskiptanefnd um skeið og verðgæzlustjóri 1951—1952, svo einn af forstjórum Innflutningsskrifstofunn- ar 1956—1959, þá forstjóri Innkaupastofn- unar rikisins 1959—1966 og 1966—1968 fram- kvæmdastjóri verksmiðjubyggingar Kisiliðj- unnar i Mývatnssveit, en hefur slöan veriö forstjóri Alafoss. Hefur hann 'einnig tekiö þátt i mörgum viðskiptasamningum og fjall- aö mikið um útflutning á islenzkum afurðum og innkaup erlendis. Alþýðuflokknum bættist nokkur liðsauki áhugasamra ungherja i styrjaldarlok, og skipaöi Pétur Pétursson sér i þá sveit ný- kominn heim frá námi. Starfaði hann kapp- samlega i samtökum ungra jafnaðarmanna og þótti brátt framgjarn og duglegur. Réðst hann i framboð i Austur-Húnavatnssýslu 1 al- þingiskosningunum 1949, og vakti dálitla at- hygli, aö jafnaðarmönnum hafði fjölgaö þar úr 38 i 73 á kjörtimabilinu eins og við tilkomu hans. Reyndi Pétur aftur á sömu slóðum við næstu kosningar, en stóð þá i stað að kalla. 10 VIKAN 34.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.