Vikan - 23.08.1973, Side 13
Framhaldssaga eftir Ethel Gordon. S.iotti hluti
Ég svitnaöi af ótta, þrátt fyrir kuldann. t sjón-
hending sá ég þetta allt fyrir mér, allt sem var svo
ógnvekjandi á þessum .stað, — Sanders Hall.
Morguninn eftir komu allir
saman við jólatréð. Gleði
telpnanna var smitandi og það
var sem við öll gleymdum
hörmungunum eitt andartak,
gleymdum, að nú voru aðeins tvö
börn, til að gleðja sig yfir jóla-
trénu, Maggie og litla barnið. Ég
sagði, að allir væru þarna saman-
komnir, en það var alls ekki rétt,
Ernest var ekki þarna.
Ég tók þvi að skyggnast um
eftir honum og ég fann, að ég
saknaði hans. En það var svo sem
ekki við þvi að búast, að hann
langaði mikið til að taka þátt i
jólagleðinni, þegar Elisabeth var
horfin. En Frances var reglulega
i essinu sinu. Ég hafði þá óþægi-
legu tilfinningu, að hún væri að
látast, vegna gamla mannsins,
föður sins, það væri aöalatriðið,
að honum liði vel.
Þegar búið var að opna alla
pakkana og við sátum og nutum
þess að horfa á telpurnar, meðan
við drukkum kaffi, stakk Sam
skyndilega höfðinu inn i dyra-
gættina og gaf Charles bendingu.
Aður en ég hafði tima til að hugsa
um, hvert erindi hans væri, var
hann kominn aftur inn með körfu
i hendinni. Hann settist á hækjur
við hliðina á Maggie.
— Hélztu kannski, að við Joan
frænka hefðum gleymt þér, að
jólasveinninn hafi gleymt að
koma með gjöfina frá okkur?
spurði hann og Maggie kinkaði
þegjandi kolli.
— Nei, hann gleymdi þvi ekki.
Hann komst bara ekki áfram i
snjónum fyrr en nú. Hann sagðist
vona, að þú værir ekki mjög leið
yfir þvi að biða. Hann tók yfir-
breiðsluna af körfunni, með mikl-
um tilfæringum. Þá heyrðist
aumlegt gelt, sem kafnaði i
fagnaðarlátum Maggie. Svo varð
hún mállaus af gleði. Charles lyfti
upp úr körfunni litlum h\ it og
brúndeplóttum hvolpi og lagði
hann varlega i kjöltu Maggie.
— Mamma, sjáöu, hvislaöi hún
lágt og hélt hvolpinum varlega
upp að brjósti sér.
— Joan, en dásamlegt, sagði ég
og þrýsti hönd hennar.
— Það var Charles, sem átti
hugmyndina, sagði hún hógvær-
lega.
— Hann hélt, að hvolpurinn
myndi kannski létta Maggie svo-
litið einveruna.
Sanders gamli fékk að skoða
hvolpinn og hann klappaði honum
varlega með sjálfandi höndum. —
Hvaö heitir hann? spurði hann, en
Maggie skildi hann ekki, svo
móðir hennar kom til hjálpar.
— Hann er að spyrja hvað hann
heiti, sagði hún.
— Depill, svaraði Maggie, eins
og það hefði verið ákveðið fyrir
löngu og að þetta væri eina
nafnið, sem gæti komið til greina.
Morgunninn leið og það var far-
aö snjóa, svo þá var ánægja
telpunnar fullkomin. Ég öfundaði
Maggie af þvi að skoppa 1 kring-
um hvolpinn i snjónum og þetta
var i fyrsta sinn, sem ég var
þreytt á þunga minum.
Það snjóaði án afláts i heila
viku og fannfergin var svo mikil,
að það var ekki hægt að komast
áfram I bfl, nema þar sem snjón-
um hafði verið ýtt frá.- Með þvi
var loku skotið fyrir gönguferðir
minar og mér fannst ég vera að
kafna innan dyra. Og þegar það
svo bættist við, að kuldinn varð
svo mikill, aö við urðum að halda
okkur alveg innan dyra, þá hélt
ég, að ég myndi brjálast.
Að fokum varð það svo þetta
veðurlag, sem kom því til leiðar,
að Frances og Walter ákváðu að
fara suður á bóginn. Charles ók
með þau til flugvallarins og við
veifuðum, svolengi sem við sáum
til þeirra.
— Ég er að hugsa um að biðja
Charles að fara með þér i bió i
kvöld, sagði Joan svolitið siðar.
— Kemur ekki til mála, sagði
ég. — Nú er laugardagur og þá
eigið þið kvöldið saman. Ég læt
mig ekki dreyma um að þiggja
það boð og taka það frá ykkur.
— Hvað er það, sem þú ætlar
ekki aö taka frá oljkur?
Ég sneri mér við og sá að
Charles var kominn aftur. Var
klukkan þá orðin svona margt?
— Anna þarf að fá einhverja
tilbreytingu, sagði Joan, — svo aö
ég stakk upp á þvi, að þið færuð
saman i bió\
Framhald á bls. 45
34.TBL. VJKAN 13