Vikan - 23.08.1973, Síða 16
1
Reimleikar í
sumarbústað
Miðillinn Karin Liljegren er sannfærö um, aö skipulagöar endurbætur
á húsinu muni leiöa gömul veröbréf fram í dagsljósiö.
Þetta gæti hafa verið dásam-
legur og velhirtur sumar-
bústaður, með fögru útsýni, hæfi-
lega langt frá byggð. En stór tré
hylja útsýnið, og húsið er að falli
komið. Veggfóðrið er rifið og
málningin flögnuð af. Fjalirnar i
forstofunni eru ekki ásjálegar, og
illgresi yfirgnæfir annan gróður i
blómabeðinu.
— Við getum ekki búið þarna
lengur, segir fjölskyidan, sem á
húsið. Þar er allt of mikill
draugagangur. Ekkert okkar
hefur hingað til verið talið gætt
dulrænum hæfileikum eða
skyggnigáfu, en flest okkar hafa
áháð hvert öðru bæði séð og heyrt
svo margt i bústaðnum, að viö
getum ekki dvalizt þar.
Sumarbústaðurinn var keyptur
áriö 1956, og aðeins fáum árum
seinna vissi„fjölskyldan, að hún
hafði ekki aðeins keypt hús, sem
var byggt árið 1913 með útihúsi,
jarðhýsi og trjágarði, heldur
einnig framliðnar verur, sem
gátu birzt jafnt á nóttu sem degi.
Elzti sonurinn var þá sextán
ára og hafði herbergi á efri
hæðinni. Nótt eina kom hann
niður til foreldra sinna og bað um
að fá að sofa niðri. Hann harð-
neitaði að sofa á efri hæðinni, en
vildi ekki útskýra nánar hvernig
á því stæði. Löngu siðar tókst
móður hans að fá hann til að segja
sér, hvað hefði gerzt.
Hann hafði séð andlit gamallar
konu umlukt eins konar ljósi.
Honum fannst þetta vera andlit
konunnar, sem átti húsið áður.
Núverandi eigandi sumar-
bústaðarins bendir á, að sonurinn
hafi ekki haft minnstu hugmynd
um, að þessi kona hafði dáið um
veturinn.
— Við vildum ekki vekja at-
hygli á okkur, segir fjölskyldan,
sem kýs að halda nafni sinu
leyndu. — En við viljum geta búið
i bústaðnum, án þess að þurfa að
búast við ónæði þá minnst vonum
varir. Barnabörnin hafa orðið
hrædd. Tengdadóttirin varð svo
hrædd, að hún neitar að dveljast i
bústaðnum yfir nótt. Og einu sinni
varð húsmóðirin svo hrædd og
reið, að hún stappaði i gólfið.
HVER DÆLDI VATNINU?
Hvernig á að umgangast einn
eða fleiri friðlausa anda, sem
neita að yfirgefa þann bústað,
sem þeir gistu' i lifanda lifi? Og
hvers vegna eru þeir þar? Vilja
þeir komast i kynni við einhvern?
Vilja þeir eitthvað?
Oft hefur fjölskyldan velt
þessum spurningum fyrir sér, en
aldrei fengið svar.
En til eru nokkrar manneskjur,
sem bæði geta talað við og skilið
framliðna anda, sem einhverra
hluta vegna eru enn á sveimi á
meðal okkar. 1 þeim hópi er
miðillinn Karin Liljegren i
Vesterás. Hún er rólynd kona og
bliðlynd, hefur verið skyggn allt
frá bernsku og er vel þekkt meðal
sálarrannsóknarmanna fyrir dul-
ræna hæfileika sina.
Sænskur blaðamaður heimsótti
hana á heimili hennar i Vasterás
og fékk hana til þess að koma með
sér til umrædds sumarbústaðar.
Hún hafði ekki fengið neitt að
vita um hegðan draugánna, áður
en hún kom á staðinn og heldur
ekki neinar upplýsingar um þá,
sem orðið höfðu fyrir ágangi
þeirra. Blaðamanninum segist
svo frá:
— Ég vil ekki láta neitt hafa
áhrif á mig, sagði hún og ræddi
um daginn og veginn alla leiðina,
þar til við stóðum fyrir utan
sumarbústaðinn á hæðinni og
dáðumst að frábæru útsýni til
16 VIKAN 34.TBL.