Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.08.1973, Side 21

Vikan - 23.08.1973, Side 21
ar Hún hélt fast utan um glasið og horfði á hann meðan hann sagði henni alla söguna, og nú voru þessi fimmtán ár aftur horfin og gleymd. Hann var aftur i Leeds. Nei, ekki strax i Leeds heldur i London. Hann var i frii og um það er þvi lauk hafði hann komizt i kynni við leik- konu, sem hét Alice Richards. Þetta var falleg stúlka og nú var hún i þann veginn að slást i leikhóp, sem var staddur i Leeds. Hann hafði orðið mjög ástfanginn, og elt hana til Leeds, drukkið dálitið og verið lengur en hann mátti og var nú orðinn næstum blankur. Hún hafði lofað að gefa honum kvöld- verð, ef hann vildi hitta hana eftir leik- hústima. Þarna var myrkvun og hann villtist fljótlega og var loks kominn að styttunni af Svarta Prinsinum, enda þótt hann vissi það ekki þá. Þarna höfðu tveir menn verið að rifast og rétt áður en skotið var, hafði dræma, kverkmælta röddin bölvað og sagt: — Þú skalt aldrei komast til London, fjandinn hafi það! Siðan var skotinu hleypt af og Georg hafði gripið til litla vasaljóssins sins og sá þá mann liggja á gangstéttinni, dauðan eða i andarslitrunum, og hinn manninn með byssu i hendinni. Maðurinn hafði hlaupið að honum, slegið vasaljósið úr hendi hans og barið hann með byssunni. Hann mundi, að hann hafði staðið upp aftur og þá runnið beint i flasið á tveimur loftárásavörð- um. Og þegar svo lögreglan kom, fann hún veskið myrta mannsins rétt hjá styttunni, og svo byssuna. Fingraför Georgs voru á hvorútveggja. Meðan Georg sagði söguna, hafði hann starað á glasið sitt. Nú leit hann upp og á Mary. — Nú var illa komið fyrir mér. Ég var i Leeds, fjarverandi hermaður án leyfis, auralaus og að elta stelpu. Myrti maðurinn var svartamarkaðsbraskari með talsvert af peningum á sér, og við höfðum báðir sézt skömmu áður i veitingakrá. En lögreglan gat ekki sannað neitt. Meðal annars gat hún ekki rakið feril byssunnar. Ég hélt fast við framburð minn um hinn manninn. Ég hélt þvi fram, að hann hefði þrýst bæði byssunni og veskinu i höndina á mér, meðan ég var meðvitundarlaus. Ég var með sár á höfði eftir höggið. Og ég fékk góðan vitnisburð hjá herdeildinni minni, svo að ég slapp. Hann stóð snöggt upp af sófanum, gekk að skápnum og var með flösku i hendinni áður en hann tók eftir þvi, að hann hafði ekki snert við glasinu. Hann sneri sér hægt við og leit á Mary. — En ég slapp bara aldrei fullkom- lega, sagði hann. — Það gerir maður aldrei, ef um óupplýst morð er að ræða, og maður hefur verið grunaður. Það sem eftir var herþjónustunnar var leiðinda timi, enda þótt allir væru al- mennilegir við mig. Og enska lögreglan var kurteis, hún fór nákvæmlega eftir sinum reglum, en ég held nú samt, að hún hafi aldrei trúað mér. Ég gat ekki fundið morðingjann og hún ekki heldur. Georg settist. aftur á sófann með ósnert glasið i hendinni. — En nú er ég búinn að finna hann, sagði hann lágt. Hann stóð þarna i stofunni fyrir nokkr- um minútum og brosti og heilsaði mér með handabandi. — Þetta er næstum ótrúlegt, sagði Mary. — Já, en þarna var ekkert um að villast. En ég hefði bara átt að vera búinn að segja þér frá þessu fyrir löngu. — Það er allt i lagi, sagði Mary ró-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.