Vikan - 23.08.1973, Qupperneq 24
Sunarsaga
verksmiðjuna, bæinn og allt, sem i hon-
um var. Hann sást sjaldan, vegna þess,
að fyrirtæki hans voru dreifð út um allt,
en starfseminni i Northbank stjórnaði
John nokkur Criley, umboðsmaður hans
á staðnum. En stöku sinnum kom
Warner þarna norðureftir og hafðist þá
við i veiðihúsinu sinu i Efrivik, og veiddi
þar dýr og fisk. Og þessi gráhærða kona
var systir hans — og nú eiginkona
mannsins, sem hafði skotið kúlu gegn
um höfuðið á braskara i Leeds, fyrir
fimmtán árum.
Georg varð ekki svefnsamt þessa
nótt. Hann gat ekki sofnað. Hann lá
bara og sneri út að svefnherbergis-
glugganum og hugsaði um stóra veiði-
húsið hans Warners, þar sem morðingi
bjó sem eiginmaður rikrar konu.
Klukkan hálfátta um morguninn fór
Georg að heiman að venju og niður eftir
brekkunni, til bráðabirgðaskúrsins, þar
sem seinna átti að verða endastöðin á
járnbrautinni hans.
Joe Hendricks, ungi aðstoðar-
maðurinn hans, beið þess að hann legði
af stað. Klukkan 7.45 lagði Georg af stað
á skjöktvagni upp eftir linunni til vinnu-
stöðvarinnar við brautarendann.
Skjöktvagninn var kominn á sporið og
þegar Georg nálgaðist. dró hann upp
hettuna á þykka yfirfrakkanum sinum
sem hann var jafnan i. Hvass vindur
blés utan af sjónum og gat orðið óþægi-
legur fyrir mann, sem fór með fjörutiu
milna hraða á klukkustund.
En Hendricks hafði óvæntar fregnir
að færa. — Hr. Criley var rétt að
hringja, sagði hann við Georg. Hann er i
skrifstofunni og vill tala við þig.
— Æ, hver skrattinn, sagði Georg
önugur. En ekki tjóaði að þrjóskast við
boðum aðalforstjóra Northbankfélags-
ins. — Þú ættir að fara upp eftir linunni
Maðurinn hafði hlaupið að hon-
um, slegið vasaljósið úr hendi
hans og barið hann með byss-
unni...
og koma öllu af stað fyrir mig. Nú tók
hann eftir þvi, að þessi ungi aðstoðar-
maður hans var snöggklæddur. —
Hérna! Farðu i frakkann minn. Þá
sleppurðu við að fara heim til að fá þér
eitthvað után yfir þig.
John Criley beið eftir Georg i for-
stjóraskrifstofunni i aðalbyggingunni.
— Fáðu þér sæti sagði hann. Hann
var hár, grannur og gráhærður,
—- Þú hlýtur að vita, Georg, hvers-
koriar fyrirtæki þetta er hjá okkur, og
hvernig hann Warner er. Hann þarf að
vita allt um alla sem vinna hjá honum.
Samstundis vissi Georg upp á hár, á
hverju nú var von. En hann varð ekkert
hissa, heldur aðeins einbeittur á svipinn
þegar Criley bætti við: — Þú hefur ekki
verið fullkomlega hreinskilinn við
okkur, Georg. Þegar þú varst ráðinn i
þessa stöðu, gafstu okkur upp heilmörg
æviatriði, en slepptir einu eða tveimur.
— Og þið hafið komizt að þeim, eða
hvað?
Snöggi tónninn hjá Georg kom Criley i
hálfgerð vandræði.
— Sjáðu nú til, Georg. Ég er ekki að
segja að Warner hafi á réttu að standa,
heldur bara að benda þér á, hverskonar
maður hann er. Ef hann kemst að þvi,
að einhver hefur verið að leyna hann
einhverju, rekur hann hann, i niu tilfell-
um af tiu.
— Og ætlar þú að fljúga suður til þess
að gefa skýrslu um mig? Segja Warner,
að ég hafi verið viðriðinn morðmál? Er
það ætlunin?