Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.08.1973, Side 26

Vikan - 23.08.1973, Side 26
Sumarsaga Young. Þér eruð útlendingur, skiljið þér. Vitanlega frá vinveittu landi. En hér þurfum við að vita viss smáatriði um menn, sem koma hingað i atvinnu. Eins fer yðar land að við okkar rikis- borgara. — Gott og vel, sagði Georg þreytu- lega. — Þér vitið allt um mig. Þér vitið, að ég var yfirheyrður i sambandi við morð. Þá vitið þér lika, að ég var aðeins tekinn fastur en aldrei ákærður. Röddin i lögreglumanninum breyttist snögglega. Nú varð hún hvöss. — Við skulum gera okkur það ljóst, hr. Young, og ég vil, að þér skiljið það, að ég er ekki hér að yfirheyra yður i neinu morðmáli, heldur að óska samvinnu yðar. Hana getið þér látið i té eða ekki látið i té. Þér eruð fullkomlega sjálf- ráður. Georg glápti. — Hvers óskið þér þá? spuröi hann. — Ég hef áhuga á að vita um sam- band yðar við Peter Sprtees og konuna hans. Svipurinn á Georg stirnaði upp. en hann reyndi að láta ekki á þvi bera. — Ég er ekki i neinu sambandi við þau, sagði hann dræmt. — Ég hitti þau fyrst i gær. — Það er eftirtektarvert, hr. Yorung. í gær var föstudagur, og á miðviku- daginn i þessari viku gerði frú Surtees yður samt stórkostlegan greiða, sem hefði getað bjargað atvinnunni yðár. Nú litur það einkennilega út, ef þið hafið þá ekki verið farin að hittast. Þér skiljið, að ég þekki John Criléy vel og hann talar við mig hvenær sem ég kem til Northbank. En kannski hafið þér átt við, þegar þér sögðust ekki hafa kynnzt þeim fyrr en i gær, að það væri bara frúin. Kannski hafið þér þá þekkt hr. Surtees áður?. Hann var órólegur og ætlaði að segja eitthvað, en hún greip fram i fyrir honum: — Ég held, að það sé bíll að stanza héma fyrir utan... Nú var örlagastundin upp runnin, eins og Georg var ljóst, þegar hann horfði i blá augu lögreglumannsins. Nú var að hrökkva eða stökkva. — Jú. Ég hef séð Surtees einu sinni áður. Ég sá hann fyrir fimmtán árum, við styttuna af Svarta Prinsinum i Leeds, Englandi. Ég sá hann með byssu i hendi og dauðan sem lá á stéttinni fyrir fótum honum. Lögreglumaðurinn rétti snöggt úr sér, svo að brakaði i stólnum undan þunga hans. Skelfingarsvipur kom á sólbrennt andlitið — Þetta bjóst ég ekki við að heyra, hr. Young, sagði hann lágt. — Þér vitið allt, sagði Georg. — Gott og vel, þá ættuð þér lika að vita, hvað ég sagði lögreglunni fyrir fimmtán árum. Ég sagðist hafa séð morðingjann, séð framan i hann og heyrt þennan ein- kennilega málróm hans. Þetta var Surtees. Svipurinn hans og mál- rómurinn hans. Og nú skal ég segja yður, hversvegna frú Surtees gerði mér þennan greiða, án þess þó að hafa mig nokkurntima augum litið. Af þvi að maðurinn hennar fékk hana til þess. Hann vildi láta mig vita, að ef ég héldi mér saman yrði mér óhætt. Georg stóð upp, i einu svitabaði. Hann starði á liðþjálfann. Loksins tók lögreglumaðurinn til máls, og nú var röddin aftur orðin breytt. —• Ef þetta er satt, herra minn, þá finnst mér þér hafa sýnt af yður

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.