Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 31
ar
áfram að drepa fólk og sloppið með
það? Þér hljótið að vera bandbrjálaður!
Báturinn hafði gengið á mikilli ferð,
en eftir nokkra stund kom einhver
kippur i hann og skrúfan hætti að
snúast. Georg vissi, að nú voru þau
komin langt út á breiðu vikina.
Surtees leit á úrið sitt og tók siðan að
bogra við vélina. Hann virtist vera að
taka eldsneytisrörið úr sambandi, þvi
að nú barst bensinþefur inn i káetuna.
Hann var hreyfingarlaus eitt andartak
og horfði á rennslið. En svo setti hann
rörið i samband aftur. Hann sat á vélar-
húsinu með riffilinn i hendi, og nú fyrst
horfði hann inn i káetuna.
— Ég vorkenni yður, sagði hann, með
þessum skrýtna málrómi sinum. — Til-
viljunin stefndi okkur saman á einn
stað. Eftir fimmtán ár. Mér þykir fyrir
þvi, að þér skylduð þurfa að koma
hingað.
Þögnin þarna i vikinni og f jöllunum i
kring lagðist yfir bátinn. Surtees hélt
áfram:
— Ég held ég hafi nú alltaf verið
hræddur um að rekast á yður. Þér voruð
óheppinn frá fyrstu byrjun, hr. Young.
Þér rákust á mig þarna I Leeds. Og nú
hafið þér rekizt á mig aftur. Og það var
eins og hver önnUr óheppni, þvi að þessi
ómerkilega rotta, sem drapst i Leeds,
var of ómerkilég til þess að koma
nokkrum manni i vandræði.
— Þér náist og verðið hengdur, sagði
Georg.
— Aldrei! sagði Surtees einbeittur. —
Bráðum verður eldsneytið hérna búið.
Ég skal þá fara i land i jullunni og ná i
meira eins og góðum gestgjafa sæmir.
Það sem á meðan kann að gerast er
ekki á minni ábyrgð. Og þið verðið
aldrei til frásagnar um það.
Surtees stóð upp og horfði frameftir.
Georg fann, að bátinn rak jafnt og þétt.
Og nú var útfall, datt honum allt i einu i
hug. Fingurnir á honum stirðnuðu.
Surtees hafði aftur lotið fram. —
Færið ykkur fremst i káetuna, skipaði
hann.
Georg þreif eftir hendinni, sem hélt á
rifflinum. Handleggurinn kipptist til, en
skotið hljóp ekki úr byssunni. Sár verk-
ur fór um allt höfuðið á Georg þegar
hlaupið skall á nefinu á honum. Hann
dattyfir þvera káetuna og lenti á Mary.
— Ég ætla ekki að skjóta yður, sagði
Surtees kuldalega. Ef likið af yður