Vikan - 23.08.1973, Side 32
Sumarsaga
finnst vil ég ekki hafa nein skotsár á
þvi. Þér skiljið, Young að nú vorkenni
ég yður ekkert lengur. Aðeins konunni
yðar.
Hálfblindaður fann Georg, að Mary
var að þreifa á andlitinu á honum og um
leið var hurðinni skellt i og slag-
brandurinn rekinn fyrir að utan. Nú
sátu þau Mary i niðamyrkri.
— Georg! hvislaði hún. — Georg!
Hann þurrkaði blóðið af nefinu á sér
með vasaklút. — Það er allt i lagi með
mig, tautaði hann. Hann gat aðeins
heyrt einhverja hreyfingu á Surtees úti
á þilfarinu, og að hann var að færa eitt-
hvað til. En svo heyrðist eitthvert hljóð
undir gólffjölunum. Vélin hóstaði eitt-
hvað og fór siðan i gang. Hún var látin
ganga hægt og hægt.
— Hvað gerir hann við okkur?
hvislaði Mary.
— Það er að falla út, tautaði hann. —
Ég býst við, að hann komi okkur út i
strauminn á þessu litla eldneyti, sem
eftir er og yfirgefi okkur siðan. Þá
hrekjumst við inn i gilið og báturinn
brotnar i spón. Og hann hefur tryggt sér
það, að jafnvel þó að við komust út
héðan, þá höfum við ekki nóg eldsneyti
til að bjarga okkur. Og enginn getur
synt móti sjávarföllunum hérna.
Georg reis upp til hálfs og athugaði
þakið á káetunni. Það var engin lúga og
engin útgönguleið. Hann skreið aftur til
Mary. — Ef við reynum nú að brjótast
út, hvislaði hann, þá skýtur hann á
okkur. Hann er neyddur til þess. En
áður en við erum komin alla leið út i
strauminn verður hann að yfirgefa
okkur og koma vélinni i jullunni i gang,
áður en það er orðið um seinan fyrir
hann. Við biðum þangað til við heyrum i
vélinni hjá honum. Þá reyni ég að
brjóta upp hurðina.
Væruð þér járnbrautarmaður,
munduð þér vita, að þetta slys
var engin tilviljun. En ég get
ekki sannað það, eða hvað?
Hann fann, að hann talaði dræmt og
hvislið, sem kom af vörum hans var
eins og samhengislaust, rétt eins og ein-
hver þriðja persóna væri þarna i
myrkrinu, sem væri að tala. Varir hans
voru þurrar og þegar hann reyndi að
væta þær, átti hann ekkert munnvatn
til.
Úti fyrir malaði vélin i sifellu. Georg
fannst eins og hljóðið kæmi langt að og
hann færði sig aftur eftir þangað til
kinnin á honum næstum snerti læsta
hurðina.
Minúturnar hlutu að liða fljótt,
hugsaði hann með gremju. Þau höfðu
verið i miðri vikinni, þegar Surtees
lokaði þau inni. Þau urðu að fara næst-
um milu til vesturs áður en vikin tæki að
mjókka og straumurinn harðnaði. Hann
vissi, að það var sama sem að þau bæri
inn i gilið á fjöru. Þegar verið var að
reisa járnbrautabrúna, hafði hann oft
horft hrifinn á ofsalegt vatnið renna inn
i gilið og yfir stóru steinana. Ef þau
lentu i þessum ofsalega straumi, gat
ekkert nema kraftaverk forðað þeim
frá bráðum bana.
— Mary, hvislaði Georg.
Hann skreið þangað sem hún átti að
sitja.
— Mary! endurtók hann og þreifaði
eftir henni.
Hann gat ekki fundið hana. Ofsa-
hræddur tók hann að fálma um allt, en
þá skynjaði hann óljóst, að Mary hafði
runnið út af bekknum og hún lá kylliflöt
með höfuðið á gólfinu. Hann lagði and-